Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 63

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 63
BREIÐFIRÐINGUR 61 Guðmundur var bráðger í æsku, þroskamikill og kjark- góður með afbrigðum. Snemma bar á miklum hæfileikum hjá honum. Greindur var hann prýðilega og orðheppinn. Var hagur á mál og létt um að kasta fram stöku þegar á barnsaldri. Söngrödd hafði hann góða og var því sjálfkjör- inn forsöngvari í hópi jafnaldra sinna, auk þess var hann lag viss mjög. Vinsæll var hann á meðal leikfélaga sinna. Hann var höfðingi í lund og greiðvikinn, svo að af bar. — Síðar er hann flutti í fjarlægt hérað og dvaldist þar um langt skeið ævi sinnar, kom það bezt í ljós, hversu mikinn hlýhug og tryggð hann bar til æskustöðvanna og fólksins, sem hann hafði þar verið samvistum við. Voru honum það gleði- og hátíðisdagar að heimsækja æskuslóðirnar, ferðast þar um með gömlu kunningjunum og rifja upp og skemmta sér við minningarnar frá bernsku- og unglingsárunum. — Hrutu þá tíðum af vörum hans margar fallegar vísur um bernskuár hans, leik félaga og ættbyggð. Samkvæmt því, sem þegar er sagt, átti hann ætíð létt með að koma hugsun- um sínum í viðeigandi orð í hvert sinn, jafnframt því að varpa fram stöku við tækifæri. Ræðumaður var hann ágæt- ur og talaði oftast blaðalaust. Mátti með sanni segja, að það sópaði að honum í ræðustóli, því að auk ágætrar raddar og málsnilldar var maðurinn hinn gervilegasti ásýndum. Guðmundur giftist hinn 17. júní 1920 eftirlifandi konu sinni, Gunnjónu Sigrúnu Jensdóttur, kaupmanns á Þingeyri, Guðmundssonar, hinni ágætustu konu. Var það mikil ham- ingja fyrir hann að eignast slíkan lífsförunaut, enda talai hann það sitt lífslán. Eignuðust þau tvö myndarleg og vel gefin börn. Þau eru Anna, búsett í Ameríku, og Jens giftur og búsettur í Reykjavík. Nú að leiðarlokum minnumst við vinir og kunningjar Guð- mundar hans með hlýjum og þakklátum huga, og blessunar- óskir okkar fylgja honum yfir landamærin miklu.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.