Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 70

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 70
68 BREIÐFIRÐINGUR 30 ár, í yndi, sæmd og aðbúnaði en í sömu tíð gáfust dæmi til nálægt Breiðafirði. Ekki er mér unnt að telja og meta allt það, er ég hef notið í húsi systurdóttur míns dýrmæta húsbónda, madömu Jóhönnu Sívertsen, síðan hann fékk henni bú sitt, eins og ég hef verið, ekki þjónn, heldur vin- ur, að ógleymdu vinnufólksláni og eldsgögnum til hirðing- ar fémunum mínum, hýsingu gesta minna, fjárgöngur og ótal fleiru, allt án viðurlags. — Því gjöri ég eftirfarandi testamenti: 1. Endurgjald fyrir seinasta ávikið takist af mínu lausa- fé, án undantekningar, svo vidt, sem það kann að ná. 2. Jörðin Klettur í Kollafirði ásamt kúgildum, skal strax við minn dauða verða fullkomin eign prestsins síra Ólafs Sívertsen eða hans erfingja, til endurgjalds fyrir minn útfararkostnað. — Þakklætisviðurkenning um, að mörg varð mér stundin sæl, er ég sat undir ræðum hans og til launa fyrir að hann standi fyrir uppfyllingu þessa testamentis. 3. Eiríkur litli Kúld Sívertsen, sem ber nafn míns elsku- lega húsbónda, eignist fullkomlega strax við minn dauða jörðina Hlíð í Þorskafirði meðfylgjandi húsum og kúgildum, án undantekningar. 4. Þótt mínir núlifandi ættingjar ekki hafi sýnt mér vel- gjörðir, vil ég, að jörðin Múli í Kollafirði afhendist strax við minn dauða, sýslumanninum, til löglegrar deilingar þeirra á milli“.... Það vildi svo til, að Einar varð bráðkvaddur tæpum mán- uði eftir að hann gjörði þessa erfðaskrá. Hann var þá á leið úr Flatey upp á Barðaströnd og dó í bátnum. — Þeg- ar var farið að athuga erfðaskrána kom það í ljós, að hún var óundirskrifuð og vottalaus. — Ut frá þessum erfð- um eftir Einar urðu mikil málaferli, sem lauk svo, að síra Olafi Sívertsen tókst, með aðstoð Guðm. Scheving og

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.