Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 72

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 72
70 BREIÐFIRÐINGUR valin orð. Þorsteinn hafði harða leðurskó á fótunum og þóttist Bjarni hafa fengið mikið högg á sitjandann, og krafðist skaðabóta fyrir sársaukann. — Kolbeinn tók upp málið fyrir Bjarna og heimtaði af Boga Benediktssyni, sem var hreppstjóri, að áverkinn á „gump“ Bjarna yrði skoð- aður af „þar til kvöddum heiðvirðum mönnum“. Það vildi nú svo vel til, að Boga var nærtækt um heiðvirða menn, þar sem voru fyrrnefndir próventukarlar, afdankaðir hrepp- stjórnar, sem taldir voru „valinkunnir sæmdarmenn“, og titlaðir Signorar. — Þessir karlar voru útnefndir til þess að gera skoðun á óæðri enda Bjarna, og settu þeir eflaust upp betri gleraugun sín þann daginn, en svo kom heiðurs- mönnunum ekki saman um, hve áverkinn væri mikill og varð því ekkert samkomulag við Bjarna um bæturnar. — Hann vildi halda máli sínu til laga og var hvergi smeikur um málstað sinn. Þessi hátíðlega skoðunargerð fór fram í sölubúðinni hjá Boga og var Bjarni látinn leysa þar niður um sig í viður- vist Signoranna, en að þessari athöfn var gert talsvert skop. — Flestir töldu þetta hrekki hjá Bjarna gamla og að hann hefði ekki meitt sig neitt, en þetta væri gert til þess að hafa fé út úr Þorsteini. — Karlinn hafði borið sig aum- lega þegar hann gekk til skoðunarinnar, og var kenghog- inn og studdist við stafprik. Þegar svo skoðuninni var lokið og Bjarni hafði þjarkað lengi um sárabæturnar, var hann ekki aumari en það, að hann gleymdi prikinu í kram- búðinni hjá Boga, enda fór hann þaðan í fússi og gekk „óhrumur“ leið sína. Um þetta mál Bjarna kvað Jón Hákonarson á Narfevri skoprímu, sem er 77 vísur og er hún til enn*) — Ríma þessi flaug um allar sveitir og smeigði sér inn í verbúð- * Í.B. 427 8vo.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.