Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 74

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 74
72 BREIÐFIRÐINGUR en að þeir færust þá og þegar. í þessum hrakningum kvað síra Guðlaugur þetta: Við erum frá þá flönar brá, fellur strá sem rósin. Glampa sjá, má öldum á, eftir dáin ljósin. Hrognakaup fyrir 100 árum. Fyrir tæpum 100 árum var mönnum víst ekki Ijóst, hversu mikið fóðurgildi var í fiskhrognum handa skepn- um. Getið er um mann, sem Sigurður hét og var í innan- verðum Breiðafirði, líklega í Reykhólasveit. Það þótti ný- lunda, að hann keypti hrogn af sjómönnum, saltaði þau og gaf skepnum á vorin. — Sigurður þessi var hagmæltur og orti bæjarvísur, en þær þóttu nokkuð skömmóttar og nærgöngular mönnum. Einn þeirra, sem fyrtist af vísna- kveðskap Sigurðar, var Ari Jochumsson, bróðir Matthíasar skálds og þess vegna kvað hann þessa vísu: Yfir þveitir, urð og mó orðstír sveita spillir, með silfurfægða svarta skó Sigurður hrognakyllir. Sigurður mun, eins og vísan bendir til, hafa verið mikið á lofti, og má m.a. sjá það á því, að hann gekk á „silfur- fægðum svörtum skóm“, en slíkt gátu þá ekki veitt sér aðrir en helztu höfðingjar og ríkismenn. — Það mun hafa fokið í Sigurð, þegar hann heyrði vísu Ara, því að þá svar- aði hann svona:

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.