Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 75

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR 73 Þá sinnuleysis sultarlogn sækir að og horinn, yrði feginn ef að hrogn, ætti þá á vorin. Kaþólska sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Guðmundur Gunnarsson frá Nýp á Skarðsströnd var fluttur til stykkishólms og stundaði þar bókband þegar á- kveðið var að byggja kaþólska sjúkrahúsið á hæð einni í kauptúninu árið 1932. — Hann var vel hagmæltur maður og orti þá þessa vísu: Bráðum rís bygging á hólnum, brosir hin heilaga mær. Þar verður klerkur á kjólnum, kaþólskur ofan í tær. Jónas Skógstrendingaskáld. Jónas, sem kallaður var Skógstrendingaskáld, var sonur Gísla á Klungurbrekku á Skógarströnd, sem einnig var mjög vel hagmæltur. Sonur Jónasar var Kristján, sem var kaupmaður á Akureyri um aldamótin og kallaði sig Jóna- sen. Hann dó í Kaupmannahöfn og var auðugur maður, en lítið varð úr efnum hans. Þau lentu hjá skattstjórninni dönsku, því að gamli maðurinn hafði leynt efnum sínum fyrir henni. Fátækir, en réttbornir erfingjar hans, systur- börn lians vestur við Breiðafjörð, fóru því á mis við mik- inn arf. Til eru margar vísur eftir Jónas og flestar vel kveðnar. Einu sinni varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa dótt- ur sína, mestu efnisstúlku 18 ára gamla. Hún drukknaði

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.