Breiðfirðingur - 01.04.1958, Síða 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
annað hvort í Setbergsá eða Langadalsá, sem íalla eftir
ströndinni sitthvoru megin við Klungurbrekku. Jónas sá
mikið eftir stúlkunni og þá kvað hann:
Það var mein að brjóstið beit,
blóðugur kraftur vatna,
lyndishreina lífs úr reit,
lilju eina frá mér sleit.
Og nokkru síðar var hann í angurværu skapi og þótti
allt viðhorf ömurlegt og kvað þá:
Þrautir stanga þrátt minn hag,
því er hjartað lúið,
séð hef ég margan sorgardag.
Svo er um það búið.
Um sveitina sína, sem er ein sú fegursta við Breiðafjörð
kvað hann þessa vísu.
Gleðin þýða elur önd,
ó, þú fríða Skógarströnd,
þín er prýði að lita lönd,
lán og blíða mettar hönd.
Einu sinni var Jónas sjóveg á ferð í Stykkishólmi og ætl-
aði heim til sín og átti hann þá heima á Ösi á Skógarströnd,
en með honum var þá ung stúlka í ferðinni og kvað hann
þá:
Hesti ranga ég held á stað,
af hlekkjum angurs bundinn,
sízt mig langar Ósi að,
meg ungan spanga þundinn.
Flestar vísur Jónasar eru þunglyndislegar, en þó gat
brugðið fyrir glettni í þeim og ekki var liann stundum laus