Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 79

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 79
Skýrsla um starfsemi Breiðfirðingafélagsins 1957 Síðastliðið ár hefur Breiðfirðingafélagið starfað með líkum hætti og áður og stendur hagur þess að flestra dómi vel, 5 félagsmenn hafa bætzt við en 12 sagt sig úr félaginu, Þessir félagar hafa látizt á árinu, svo að ég viti: Ari Arnalds fyrrv. bæjarfógeti frá Seyðisfirði. Hann var frá Hjöllum í Gufudalssveit. — Eggert Eggertsson frá Bílds- ey. — Lúther Grímsson frá Langeyjarnesi. — Sverrir Hall- dórsson frá Stykkishólmi. Allt voru þetta valinkunnir heiðursmenn og sumir þekkt- ir um land allt fyrir störf sín og bið ég fundarmenn að votta minningu þeirra virðingu og ástvinum þeirra samúð með því að rísa úr sætum. Stjórnarfundir og skemmtifundir hafa verið margir og stjórnin hefur rætt ýmis mál en flest viðvíkjandi húsnæði og eignum félagsins og sömuleiðis væntanlega útgáfu á Byggðasögu Breiðfirðinga, sem getur hafizt bráðlega eða þegar nauðsynlegum athugunum og undirbúningi er lokið. Starfar nú sérstök nefnd í þessu máli og talað hefur verið við fræðimenn um framkvæmd eða ritun verksins, en enginn er samt ráðinn ennþá. Stjórnarfundir munu alls hafa verið 12 á vegum þeirrar stjórnar, sem nú lætur af störfum, en skemmtifundir alls 11 og eru þá meðtalin laugardagskvöld þau, sem félagið hefur haft „Búðina“ til dansleikja í fjáröflunarskyni.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.