Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
Er enn sem fyrr mikil vöntun á þægilegra húsnæði, þótt
ómetanlegt sé hins vegar það gagn, sem Breiðfirðingabúð
veitir félagsstarfseminni.
Arsritið Breiðfirðingur kom út á árinu og er nú að koma
út, skorti aðeins herzlumuninn, að það gæti komið hér fyrir
almenningssjónir í kvöld. Hafa þeir Jón Júl. Sigurðsson og
Arelíus Níelsson enn með höndum framkvæmdastjórn þess
og ritstjórn. En hinn fyrrnefndi dvelur nú í London ásamt.
konu sinni og mun verða erlendis eitt misseri.
Deildir félagsins starfa ekki mikið nema Bridge-deild og
tafldeild, en þær eru með miklum blóma, sú fyrrnefnda
undir stjórn Þórarins Sigurðssonar, ljósmyndara, sú síðari
undir stjórn Bergsveins Jónssonar, sundhallarvarðar.
Skemmtiferð fóru félagsmenn vestur í Grundarfjörð í
ágústlok í fyrrasumar en þátttakan var lítil, þótt ferðin væri
að öllu hin ánægjulegasta. — Gengust félagsmenn fyrir
skemmtisamkomu í Grafarnesi til ágóða fyrir kirkjubygg-
ingu þar, var sú skemmtun einnig undirbúin af heimafólki,
sem annaðist móttökur af mikilli rausn, lipurð og gestrisni.
Söfnuðust þarna á einu kvöldi um 7 þús. krónur, sem
ferðafólkið gaf til kirkjunnar. Þótti mörgum vel til fundið
af Breiðfirðingafélaginu að taka þarna höndum saman við
heimafólk til að styðja áhugamál þess til framkvæmda og
hlaut félagið miklar þakkir Grundfirðinga. Guðþjónusta var
og haldin í Setbergskirkju og prédikaði þar formaður félags-
ins. Fjölmenni var og öllum boðið til kaffidrykkju á prests-
setrinu, en þar kvaddi sér hljóðs einn af elztu og virðuleg-
ustu starfsmönnum Breiðfirðingafélagsins, Snæbjörn Jóns-
son, húsgagnasmiður og lofaði hinni verðandi kirkju Grund-
firðinga vönduðum prédikunarstól.
011 þótti ferðin félaginu til sóma og væri vel að sem
flestar yrðu slíkar.
Fleira tel ég ekki þörf að tala um hér. Auðvitað má deila