Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 2
2 5. oktober 2018FRÉTTIR Í næstu viku verður kvik- myndin Undir halastjörnu, í leikstjórn Ara Alexanders, frumsýnd. Myndin byggist á líkfundarmálinu svokall- aða sem skók íslenskt samfélag árið 2004. DV tók saman fimm mál eða persónulegar sögur sem verðskulda að vera kvikmyndaðar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ekki sér enn fyrir end- ann á þessu stærsta sakamáli Íslands- sögunnar. Mögulegt er að málin verði rannsökuð upp á nýtt og aldrei að vita nema gerendur fái makleg málagjöld. Líf ungs fólks varð aldrei samt. Spilltir lögreglulmenn svífast einskis. Þetta handrit hefur allt. Hrunið Íslenska efnahags- hrunið er fordæma- laust með öllu og því væri hægt að gera góðan trylli sem gerist dagana fyrir og eftir hrunið, þar sem pólitíkusar eru í geðshræringu og braskarar reyna að bjarga sér. Á meðan missa margir saklausir allt sitt. Bláa hafið Upprisa íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Byrjar á tapleik gegn Liechten- stein og endar á jafn- tefli gegn Argentínu í Moskvu. Algjör óþarfi að fjalla um síðustu leikina og það má alls ekki minnast á Eric Hamren. Þetta verður klisjukennd Hollywood-mynd, ekki raunsæ evrópsk harm- saga sem verður bara sýnd í Bíó Paradís. Fjallið Ungur sláni frá Akranesi umbreytist í mannlegan Hulk. Sigrar í keppnum og á leiklistarsviðinu. Pen- ingum rignir inn. Undir niðri kraumar ólga í einkalífinu sem ekki sér fyrir endann á. Skákað í skjólinu Upphafsatriði: Fíkni- efni gerð upptæk á skrifstofu Skáksam- bands Íslands. Á sama tíma lamast íslensk kona í dularfullu slysi á Spáni. Öll spjót bein- ast að eiginmanninum. Týndur bílaleigubíll, sviðin jörð í viðskiptum á Íslandi. Erlendar mafíur blandast inn í málið. mögulegar kvikmyndir byggðar á íslenskum atburðum Á þessum degi, 5. oktober 1450 – Gyðingar eru reknir frá Neðra-Bæjaralandi að skipun Lovíks 9., hertoga af Bæjaralandi. „Lék ég hlutverk mitt vel? Klappið þá fyrir mér er ég yfirgef sviðið.“ – Haft eftir Ágústusi (23.9.63 f.Kr.–19.8.14), fyrsta keisara Rómaveldis. Síðustu orðin 1789 – Konur Parísar marsera til Versala til að bjóða Loðvík 16. Frakk- landskonungi birginn. Þær kröfðust brauðs, afnáms lénsskipulagsins og að konungur og hirð hans yrði flutt til Parísar. 1962 – Fyrsta kvikmynd James Bond- seríunnar, Dr. No, lítur dagsins ljós. 1962 – Fyrsta smáskífa The Beatles, Love Me Do, er gefin út í Bretlandi. Á B-hliðinni er lagið P.S. I Love You. 1984 – Marc Garneau fer fyrstur Kanadamanna út í geim, með geim- skutlunni Challenger. Umhverfisvæna skipið legið við bryggju í tíu mánuði Eigandinn hættir í útgerð E igandi Storms Seafood hefur ákveðið að hætta í útgerð og sett nýsmíðað skip sitt á sölu. Skipið vakti töluverða athygli þegar það kom til lands fyrir tæpu ári en það var þá fyrsta hálfrafknúna fiskiskipið. Það hefur hins vegar legið við bryggju síðan þá og aldrei verið notað til veiða. Eigandinn segir persónulegar ástæður og efnahagsumhverfi liggja þar að baki. Tvö ár í smíði Athygli vakti þegar línu- og neta- skipið Stormur HF 294 kom til hafnar í Reykjavík þann 18. des- ember síðastliðinn. Þetta var fyrsta nýsmíði í línuskipaflotanum í sextán ár og auk þess fyrsta fiski- skipið sem var rafknúið að hluta. Almenn ánægja var með að Ís- lendingar væru að stíga fyrsta skrefið í að rafvæða fiskiskipaflot- ann eins og Norðmenn hafa verið að gera. Skrokkur skipsins var keyptur á Nýfundnalandi fyrir nokkrum árum af félaginu Stormur Seafood ehf. Þá var hann fluttur til Gdansk í Póllandi og í tvö ár var unnið að því að lengja skipið, rafvæða það og koma fyrir nýjustu og fullkomn- ustu tækjunum. Kerfið heitir Dies- el Electric og veldur betri elds- neytisnýtingu. Ætla mætti að skipið hefði tafar laust verið tekið til notkunar fært afla í höfn á umhverfisvænan og fullkominn máta. En svo er ekki því að Stormur HF 294 hefur leg- ið í Reykjavíkurhöfn í rúma tíu mánuði og ekki fiskað neitt. Þykir mörgum sjómönnum og öðrum sem starfa við höfnina þetta hin mesta furða. Eiga fimm prósent í Stundinni Steindór Sigurgeirsson er eigandi Storms Seafood. Aðspurður hvers vegna skipið hafi ekki farið úr höfn segir hann: „Það er nú ástæða fyrir því. Við höfum verið að græja svolítið í skipinu en svo erum við komnir með það í söluferli.“ Ætlaðir þú að nýta það til veiða? „Já, ég ætlaði að gera það en svo ákvað ég að hætta í útgerð.“ Áður hefur verið fjallað um eignarhaldið á Stormi Seafood en hluti fyrirtækisins er í eigu er- lendra fjárfesta, Nautilus Fish- eries LTD í gegnum önnur félög. Í frétt RÚV frá árinu 2010 var sagt að Nautilus væri í eigu Kínverja, einnar ríkustu fjölskyldu Asíu sem Steindór hafi kynnst í Hong Kong. Steindór segir þetta hafa verið rangan fréttaflutning og það væri í raun breskur viðskiptafélagi hans sem ætti hlutinn. Sá maður er Jason Whittle. Útgerð er ekki það eina sem Steindór og Jason hafa fjárfest saman í. Þeir keyptu til að mynda veitingastaðinn Kaffi Reykjavík árið 2012. Þá eiga þeir um fimm prósenta hlut í Stundinni í gegn- um Storm Seafood og eignarhalds- félagið Fjélagið. Af hverju ertu að hætta í út- gerð? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því, þar á meðal persónulegar. Krónan er orðin mjög sterk og erfitt að reka lítið fyrirtæki í þess- um geira.“ Steindór segir skipið hafa verið til sölu í nokkra mánuði en nú sé að rofa til. n MYND HANNA/DV Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.