Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 37
Jólahlaðborð 5. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Veitingastaðurinn Fish House hefur fengið létta yfirhalningu en staðurinn er uppspretta margra góðra minninga í hugum íbúa Grindavíkur og jafnvel annarra Suðurnesjamanna. Staðurinn hefur hænt að sér tónlistarfólk landsins og er geysivinsæll meðal músíkanta og tónlistarunnenda. Kári Guðmundsson er á þriðja ári í rekstri staðarins og hafa viðskiptin gengið eins og í sögu. Hreindýraborgarinn hans Kára hefur notið sérlega mikilla vinsælda undan- farin ár og margir hafa beðið spenntir eftir komu hans og hefur ávallt verið ágætis gestagangur hjá Kára og fé- lögum, ekki síst í desember. „Okkur hefur gengið mjög vel. Við höfum lagt okkur mikið fram og fengið góð ummæli. Það hefur verið aukning hægt og bítandi alveg síðan við tókum við,“ segir Kári og bendir á Villibráða- kvöldið mikla en þetta er í annað árið í röð þar sem slíkur matseðill verður lagður fram. Kári segir að svo vel hafi gengið og umfangið svo mikið að nú standi til að hafa villibráðakvöldin tvö þetta árið og verða þau haldin dagana 16. og 17. nóvember. Kári segir matseð- ilinn ekki vera af verri endanum og lofar huggulegri stemningu í sal sem tekur hátt í sextíu manns. „Við verðum með gæs, reykta og grafna, ásamt bleikjutartar og rjúpusúpu. Einnig verðum við með hreindýr, kryddað lambafille og ýmislegt fleira ásamt fordrykk.“ Kári segir margt á boðstólum vera það sem hann hafi sjálfur veitt enda er hann mikill veiðimaður og telur villi- bráð vera mat í hágæðaflokki. „Þetta villibráðakvöld gekk svo vel í fyrra að mér fannst sniðug hugmynd að gera þetta aftur og aðeins betur. Þetta árið verðum við með lifandi tónlist og mun trúbador spila langt fram eftir kvöldi. Þetta verður meira spennandi en í fyrra og meira sniðið fyrir hvern og einn í raun og veru,“ segir Kári. „Í fyrra fékk ég til mín gesti alla leið úr Kópavoginum og þeir töluðu um að svona villibráðakvöld væru á undan- haldi. Þar af leiðandi ákvað ég að bæta við öðru kvöldi og sjá hvort því yrði ekki vel tekið.“ Þá nefnir Kári að eftirsótti hrein- dýrahamborgarinn verði borinn fram á fjörugum föstudegi, sem verður 30. nóvember. „Það hefur verið mikil hefð á þeim degi að veitingastaðirnir hérna við Hafnargötuna geri eitthvað skemmtilegt,“ segir Kári. „Þetta er þriðja árið sem við berum fram þessa hamborgara og það má segja að þeir hafi slegið í gegn hjá okkur.“ Gómsæt villibráð í Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.