Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 64
64 5. oktober 2018 S ú var tíðin að klám var ekki jafn aðgengilegt og nú er raunin. Viðskipti með slíkt, hvort heldur kaup eða sala, var heimulleg aðgerð en afar ábatasöm fyrir þann sem seldi. Á sjötta áratug síðustu aldar blómstraði næturlíf og vændi í Soho-hverfi á West End í London. Upp úr styrjaldarlokum óx þar við- skiptum með klámkvikmyndir og -blöð fiskur um hrygg og var þar helst um að ræða innflutning frá Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Úrval í bakherbergjum Árið 1956 hafði eftirspurn eftir klámi aukist mikið og Soho varð óumdeilanlega miðstöð klámvið- skipta á Englandi. Reyndar var ólöglegt að höndla með klám- fengið efni en margir bóksalar höfðu gott úrval „undir afgreiðslu- borðinu“ eða í bakherbergjum. Yfirvöldum var vel kunnugt um stöðu mála en svo fremi að klám var ekki selt fyrir opnum tjöldum eða innihélt börn horfði Scotland Yard í gegnum fingur sér hvað það varðaði. Spennt kanadísk áhöfn Víkur nú sögunni til 25. október 1956. Daginn þann lagðist að Til- bury-bryggju í London kanadíska herskipið Iroquois. Áhöfnin var spennt, enda höfðu margir aldrei komið til London áður, og sá fram á fjóra daga í borginni. Sumir áttu reyndar ættingja sem þeir hugðust heimsækja en í hugum flestra var fyrst og fremst um að ræða tækifæri til að baða sig í borgarljósunum. Haltur yfirsjóliði Í áhöfninni var yfirsjóliði að nafni Richard Henley, 26 ára Kanadamað- ur sem hafði gengið í konunglega kanadíska sjóherinn undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þá 15 ára. Tveimur árum síðar slasað- ist hann og var haltur þaðan í frá. Hvað sem því leið þá var hann glaðvær en kannski eilítið hlé- drægur. Eins og skipsfélagar hans hlakkaði hann mikið til að kom- ast frá borði og vissi nákvæmlega hvað hann vildi sjá í London. Á höttum eftir klámi Þannig var mál með vexti að Henley hafði mikinn áhuga á klámi. Á ferðum sínum um heims- ins höf hafði hann viðað að sér efni þar sem því var við kom- ið og átti þegar þarna var komið sögu þokkalega stórt safn bóka og tímarita af þessum toga. En hann var spenntur að sjá hvað væri í boði í London. Henley rauk þó ekki beint í Soho. Hann rataði ekki um borgina og fór því fyrst á nokkra bari í Piccadilly. Þar aflaði hann sér upplýsinga um hvert skyldi halda; Dean Street í Soho. Ekkert klám í gluggum Að þeim upplýsingum fengnum beið yfirsjóliðinn ekki boðanna og var eftirvænting hans nánast yfir- þyrmandi þegar hann nálgaðist bókaverslun James. Innan glugganna var stillt upp bókum frá öllum heimshornum um nánast hvað sem er. Henley þekkti ekki til laga á Englandi um höndl- un með klám og varð fyrir miklum vonbrigðum að sjá ekki svo mik- ið sem eitt klámblað í glugganum. Hann ákvað engu að síður að leggja ekki árar í bát og kíkja inn fyrir. Fræðandi bókmenntir Handan afgreiðsluborðsins stóð John Robinson, 36 ára og ágætlega sjóaður á sínu sviði. Hann lét sér ekki bregða þegar Henley reyndi að útskýra eftir hverju hann væri að slægjast. Fyrst sagðist Henley vera á höttunum eftir „fræðandi“ bók- menntum, síðan einhverju sem tengdist heilsu og nekt og að lok- um einhverju erótísku. Nú, þegar það var komið á hreint benti Robinson sjóliðan- um að koma inn í bakherbergi. Henley fannst hann himin hönd- um hafa tekið, þvílíkt var úrvalið af myndefni sem spannaði allt frá nekt til grófs kláms með kvenfólki frá 16 ára til miðaldra. Skot í kviðinn En þrátt fyrir allt þá vildi Henley frekar klámkvikmyndir og tók Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum n Henley glímdi við veikleika n Klám var hans ær og kýr n Fór vopnaður skammbyssu í verslunarleiðangur „Fyrst sagð- ist Henley vera á höttunum eftir „fræðandi“ bókmenntum Bakherbergið Henley taldi sig hafa komist í feitt er hann sá úrvalið. „Ég hafði byss- una með mér til að verða mér úti um klámið með hótunum“ 29. nóvember var Bandaríkjamaðurinn James Kraig Kahler handtekinn. Deginum áður hafði hann myrt brottflutta eiginkonu sína, Karen, dætur þeirra tvær, og ömmu Karenar. James skaut þær allar til bana eftir að Karen sótti um skilnað og tók saman við aðra konu. James var dæmdur til dauða 11. október 2011. SAKAMÁL KLÁMFÍKN KOSTAÐI MANNSLÍF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.