Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 50
50 FÓLK - VIÐTAL 5. oktober 2018 þá ábyrgð að vera ekki alltaf að smyrja ofan á sín eigin laun.“ Nú hefur þú komið að samn- ingaborðinu með Samtökum at- vinnulífsins. Vilja þeir krónutölu- hækkanir? „Þeir hafa nú verið meira í pró­ sentum, frekar lágum prósentum,“ segir Drífa og hlær. „Þeir mátu svigrúmið upp á 2,5 prósent árið 2015. Við sömdum upp á 20 til 30 prósent í krónutölum, það er ekki mjög mikið fyrir lægst launaða hópinn.“ Drífa bendir á að það séu ekki allir alltaf á einu máli innan ASÍ, það sé eðli samtaka sem telji meira en 130 þúsund manns. „Þeir sem hafa lægstu launin vilja semja upp á krónutölu en svo erum við auðvit­ að með millitekjuhópa innan ASÍ sem vilja semja um bæði krónu­ tölu og prósentur, það hefur yfir­ leitt verið niðurstaðan yfir línuna.“ Ávinningur af því að hækka lægstu launin Hagfræðingur Viðskiptaráðs sagði í viðtali nýverið að það væri stærð­ fræðileg staðreynd að láglauna­ fólk verði með hærri laun en for­ stjórar ef núverandi launaþróun héldi áfram. Drífa sér það ekki ger­ ast. „Ég held að ég geti alveg stað­ fest það að launabil á milli verka­ manna og forstjóra fyrirtækja hefur aukist mjög mikið ef við skoðum síðustu fimmtíu árin. Ég er með tölur frá Norðurlöndunum þar sem bilið hefur margfaldast, þetta er eitthvað sem ég sé fyrir mér að ASÍ geri, að útbúa skýrslur aftur í tímann um launabil innan fyrirtækja.“ Hún segir að þolið gagnvart launabili, það er hversu marg­ föld laun þeir hæstlaunuðu eru með samanborið við þá sem hafa lægstu launin innan sama fyrir­ tækis eða stofnunar, hafi aukist verulega síðustu þrjá áratugi. „Við sjáum það bara með því að skoða gamlar umræður þar sem talað var um að enginn ætti að vera með meira en tvisvar eða þrisvar sinn­ um hærri laun en einhver annar. Núna er líka launabil innan rík­ isins að aukast mjög mikið. Mér þætti mjög áhugavert að sjá út­ tektir á stórum vinnustöðum eins og Háskóla Íslands og Landspítal­ anum. Ég vil að umræðan þróist í þá átt að stórir vinnustaðir og launagreiðendur geri sér starfs­ kjarastefnu um hvað sé ásættan­ legt launabil.“ Hvernig sérðu slíkt verða að veruleika? „Við getum gert þá kröfu að þessu verði gerð skil í ársreikn­ ingum fyrirtækja, hvernig launa­ dreifingin sé. Mér finnst eðlilegt að þeir sem selji vinnuna sína viti hvernig launin dreifast á sínum vinnustað.“ Tekur hún sem dæmi einhvern með 400 þúsund krónur í mánað­ arlaun í fullu starfi hjá fyrirtæki þar sem framkvæmdastjórinn er með rúmar tvær milljónir í mánaðar­ laun. „Það er fimmfalt launabil. Er það eðlilegt? Segjum sem svo að það væri svo sett starfskjarastefna þar sem kveðið er á um ferfalt launabil, þá hefðu hæst launuðu starfsmennirnir ávinning af því að hækka lægstu launin.“ n ad- fes HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Faxafen 12 / 108 Reykjavík / Sími 534 2727 / alparnir.is Rab, Salomon, Don cano -fullkomin þrenna X ULTRA MID Verð 26.995 kr. Dúnúlpur og microlight jakkar frá Rab. Ný kynslóð. Don cano vörurnar komnar aftur. Einstök hönnun og framleiðsla. SPEEDCROSS 4 Verð 19.995 kr. „ Hugmyndaflugið er alveg enda- laust þegar kemur að því að stela peningum og vinnuframlagi fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.