Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 18
18 SPORT 5. október 2018 BLÓMIN SEM TÓKU SÉR TÍMA Í AÐ VAXA OG DAFNA n Það er engin ein rétt leið á toppinn n Knattspyrnumenn blómstra á mismunandi tíma Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Við gömlu höfnina EILÍF HAMINGJA GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT, HUMARSÚPA & BRAUÐ HÁDEGIS TILBOÐ VIRKA DAGA 2.850 Þ að er engin ein rétt leið til að springa út sem knattspyrnumaður, margir gera það snemma og verða fljótt stjörnur. Aðrir taka sér tíma í að vaxa og dafna áður en stóri draumurinn verður að veruleika. Allir knattspyrnumenn eiga sér þann draum að verða atvinnu- menn í sinni íþrótt, margir af bestu knattspyrnumönnum Ís- lands verða mjög ungir að at- vinnumönnum. Aðrir blómstra síðar, margir af fremstu knattspyrnumönnum síð- ustu ára, hafa farið þá leið. DV fékk til liðs við sig öfl- uga menn til að velja knattspyrnumenn sem fóru leiðina erfiðu, sem börðust fyrir sínu til að kom- ast út í hinn stóra heim. Listinn af nöfnum var langur og þurftu sumir frá að hverfa.n Brynjar Björn Gunnarsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 22 ára Það áttu ekkert alltof margir von á því að Brynjar Björn yrði atvinnumaður í fótbolta. Hann gat hlaupið mikið og barðist vel en boltatækni og slíkt var aldrei hans besti vinur. Brynjar sprakk hins vegar út nokkuð fljótt eftir tvítugt og náði að búa sér til ótrúlegan feril. Hann var atvinnumaður í 15 ár, átti góð ár í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar virtist þó aldrei lifa eins og fólk ímyndar sér að atvinnumaður í fótbolta geri. Hann keyrði ekki um á dýrum bílum og þegar hann kom heim til Íslands tók hann oftar en ekki strætó. Brynjar lék 74 A-lands- leiki og stóð yfirleitt fyrir sínu. Guðni Bergsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 21 árs Varnarmaðurinn var alltaf öflugur sem ungur drengur en ekki var víst að hann myndi velja fótboltann. Guðni var mjög efnilegur í handbolta og hefði getað valið þá leið. Guðni stoppaði stutta stund í atvinnumennsku 21 árs gamall en hann fór þó ekki í hana af alvöru fyrr en tveimur árum síðar. Guðni komst að hjá stórliði Tottenham sem þótti merkilegur áfangi. Hann gekk menntaveginn samhliða fótboltanum og kláraði nám í lögfræði þegar hann atvinnumaður. Guðni var atvinnumaður í 15 ár og lék 80 A-landsleiki, hann er í dag formaður Knattspyrnusambands Íslands. Matthías Vilhjálmsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 24 ára Matthías hafði verið yfirburðaleikmaður á Íslandi með FH áður en hann fékk tækifæri erlendis, fyrst um sinn voru það lánsdvalir áður en Start í Noregi fékk þennan öfluga leikmann. Matthías var að verða 26 ára þegar hann var atvinnumaður að fullu, þessi nagli af Vestfjörðum gafst aldrei upp. Hefur hann nú í rúm þrjú ár spilað fyrir Rosenborg, sem er langstærsta félag Noregs. Þar hefur hann upplifað góða tíma. Matthías hefur ekki náð að koma sér inn í A-landsliðið af krafti en hann á 15 landsleiki að baki. Rúnar Kristinsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 25 ára Rúnar hefði getað farið út miklu fyrr en kaus að bíða. Hann hafði hæfileika en þroskaðist líkamlega aðeins seinna en jafnaldrar hans. Hann treysti aldrei á hraða eða styrk, en það var leikskiln- ingur Rúnars sem gerði hann að frábærum knattspyrnumanni. Leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands og átti frábæran feril sem atvinnumaður. Lék í tólf ár erlendis og hvar sem Rúnar kom við þá skildi hann eftir sig góðar minningar. Grétar Rafn Steinsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 23 ára Siglfirðingurinn var alltaf nokkuð efnilegur en hann lék iðulega sem miðjumaður. Grétar sá að það gæti orðið erfitt að komast í fremstu röð sem slíkur. Hann ákvað því í kringum tvítugt, hjá ÍA á Akranesi, að gerast bakvörður og það reyndist besta ákvörðun sem Grét- ar gat tekið. Hann átti 13 ár í atvinnumennsku en hans besti tími var með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti flottan feril með landsliðinu og starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town í þriðju efstu deild Englands. Alfreð Finnbogason Fyrst í atvinnumennsku – 21 árs Ef það mætti líkja Alfreð við blóm, þá var hann alltaf blóm sem flestir héldu að mynda springa út á endanum. Það komu hins vegar tímabil þar sem fólk fór að efast, hann var lengur en aðrir að festa sig í sessi í meistaraflokki Breiðabliks og þá hélt hann í nám til Ítalíu og setti fótboltann hér á landi í pásu. Hann kom svo heim og varð stjarna Breiðabliks á stuttum tíma, tvítugur var hann í liði Blika sem varð bikarmeistari og svo var hann langbesti leik- maður Pepsi-deildarinnar sumarið 2010, þegar Breiðablik vann sinn eina Íslandsmeistaratitil, til þessa. Hann hefur síðan 2011 leikið erlendis og átt frábæran feril. Birkir Már Sævarsson Fyrst í atvinnumennsku – 23 ára Vindurinn af Hlíðarenda hefur átt frábæran feril, í raun hefur ferill hans verið eins og í lygasögu miðað við það sem flestir áttu von á. Birkir var ekki talinn neitt sérstakt efni þegar hann ólst upp en þegar upp kom í meistaraflokk þá fór að sjást að þarna gæti orðið öflugur leikmaður á ferð. Hann varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 sem lykilmaður, ári síðar hélt hann í atvinnumennsku þar sem hann var í tíu ár. Birkir á að baki 84 A-landsleiki þar sem hann hefur leikið stórt hlutverk í besta árangri í sögu landsliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.