Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 44
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ
ILMVÖRUR.IS:
Ilmandi gjafavörur
Ilmvörur.is er tveggja ára gömul, fjölskyldurekin vefverslun sem býð-ur upp á fallegar og ilmandi gjafa-
vörur. Má þar nefna ilmkerti, sápur,
olíur, ilmkorn og margt fleira. Á næstu
vikum eru jólavörurnar væntanlegar
í verslunina en nú þegar eru komin
fallega skreytt jólakerti. Einnig eru til
sölu fallegir kertastjakar og ýmislegt
annað sem fylgir kertum.
„Vinsælustu vörurnar hérna eru
líklega flöt, handunnin og handmál-
uð kerti sem ég byrjaði að taka inn í
fyrra. Þessi kerti eru unnin í Litháen
og eru feykilega vinsæl,“ segir Ásvald-
ur Friðriksson, eigandi verslunarinnar.
„Jólakertin okkar eru síðan bæði
flöt og píramídalaga,“ bætir Ásvaldur
við og segir okkur síðan frá sápunum
sem eru einstaklega vandaðar og vel
ilmandi: „Sápurnar eru búnar til úr
hreinum olíum, ilmolíum og ilmkjarna-
olíum. Síðan erum við líka með ilmolí-
ur í baðið og ilmolíulampa og mikið
úrval af reykelsum. Auk þess erum við
með ilmkorn sem eru sérhönnuð fyrir
hvert rými heimilisins sem þar með
verður allt vel ilmandi.“
Ilmvörur.is bjóða upp á hagstætt
verð og góða þjónustu. Pantanir eru
sendar hvert á land sem er. „Ef við
fáum pöntun fyrir hádegi fer hún
samdægurs frá okkur á pósthúsið.
Ef hún kemur eftir hádegi fer hún frá
okkur næsta dag,“ segir Ásvaldur en
heimsendingarkostnaður fellur niður
ef keypt er fyrir 5.000 kr. eða meira.
Sendingarkostnaður fyrir minni við-
skipti er síðan aðeins 600
kr. á pakkann.
Allar frekari upplýs-
ingar er að finna á vefsíð-
unni ilmvorur.is þar sem
vefverslunin er einnig.
Þar er þægilegt að gera
hagstæð kaup á fallegri,
smekklegri og vel ilmandi
gjafavöru.