Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 8
8 5. oktober 2018FRÉTTIR F jölskyldufaðir í Reykjavík sem er á atvinnuleysisbótum var sviptur þeim í tvo mánuði á þeim forsendum að hann hefði misst af kynningarfundi hjá Vinnumálastofnun. Þetta er mikið áfall fyrir hann og fjölskyldu hans þar sem þetta eru einu tekjurnar hans. „Ég þori ekki einu sinni að segja konunni minni þetta. Þetta er bara eitthvað svo kjánalegt að ég hrein­ lega trúi ekki að þetta geti gerst,“ segir maðurinn. Forsaga málsins er sú að maðurinn skráði sig á atvinnuleysisbætur og fékk boð um að mæta á sérstakan kynn­ ingarfund hjá Vinnumálastofn­ un. Þar sem fjárhagur hans var ekki sterkur eftir að hann missti vinnuna sína þurfti hann að taka strætisvagn því ekki voru til fjár­ munir fyrir bensíni á bíl hans. Þegar kom að því að taka vagn­ inn þá gerði hann þau mistök að taka rangan vagn. „Ég áttaði mig á þessu allt of seint, en um leið og ég gerði það þá hringdi ég strax niður í Vinnumálastofnun til að láta vita af þessu.“ Skýringar mannsins skiptu augljóslega engu máli fyrir Vinnu­ málastofnun því hún ákvað vegna þess að hann missti af þessum eina fundi að taka af honum rétt til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði, en það þýðir um rúmar 320 þúsund krónur í tekjumissi fyrir hann. Maðurinn, sem vill ekki koma undir nafni, sagði í samtali við DV að hann skildi ekki þessa gífur­ legu hörku sem stofnunin beitti hann vegna fjarveru hans á einum fundi. „Það vildi enginn tala við mig í síma og útskýra fyrir mér af hverju þau gerðu þetta nákvæm­ lega, sögðu mér aðeins að senda þeim tölvupóst.“ Honum finnst afar ómann­ eskjulegt hvernig er farið að í þessu ferli. „Ég skil ekki þessi við­ brögð. Ég hafði allan tímann ætl­ að mér að taka þátt í öllum þeim úrræðum sem Vinnumálastofnun ætlaði að bjóða upp á, ég er ekki að reyna svindla á neinum hérna.“ Í samtali við DV sagði Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, að lögin ein­ faldlega væru þannig að Vinnu­ málastofnun yrði að gera þetta. Samkvæmt 58. grein laga um at­ vinnuleysistryggingar kemur fram að hafni einstaklingur þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum Vinnu­ málastofnunar skuli hann ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum í tvo mánuði. Túlkar Vinnumálastofn­ un þessa lagagrein svo að mæti fólk ekki á kynningarfund hjá stofn­ uninni sé það að hafna þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Í þessu tilfelli ákvað Vinnumálastofnun að svipta einstaklinginn bótum í tvo mánuði og hefur hann því engar tekjur þann tíma fyrir sig og fjöl­ skyldu sína. Engar formlegar regl­ ur eru til hjá Vinnumálastofnun um hvaða ástæður séu teknar gild­ ar. Blaðamaður spurði Unni hvort það væri geðþóttaákvörðun Vinnu­ málastofnunar hvaða ástæða sé tekin gild fyrir að missa af kynn­ ingarfundi og ekki missa bætur á sama tíma. „Nákvæmlega, það er það sem við gerum alla daga. Það eru bara mjög mismunandi útskýr­ ingar og oft eru þær teknar gildar.“ Ekki á neinum stað á heimasíðu Vinnumálastofnunar er tekið fram hvað telst vera löggild ástæða fyrir því að missa af fundi, svo fólk getur ekki vitað hvort það missi bótarétt sinn í tvo mánuði ef það missir af einum kynningarfundi. n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Lítt þekkt ættartengsl Saklaus sakborningur og athafna- maðurinn Á dögunum féllu langþráð­ ir sýknudómar í Guð­ mundar­ og Geirfinns­ málunum, sem flestir eru sammála um að sé svartur blettur á íslenskri réttarsögu. Einn af þeim sem voru sýknaðir var Tryggvi Rúnar Leifsson sem hlaut á sínum 13 ára fangelsis­ dóm fyrir að hafa banað Guð­ mundi Einarssyni í janúar 1974. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og gat því ekki fagnað með ást­ vinum sínum þegar mannorð hans var hreinsað. Einn af þeim sem sátu í réttarsalnum var al­ bróðir hans, Hilmar Þór Leifs­ son athafnamaður. Hilmar, sem fer oftast að lögum, hefur stundum ratað á síður fjöl­ miðla fyrir ýmiss kon­ ar uppá­ komur, sér­ staklega átök á al­ mannafæri. „Það vildi enginn tala við mig í síma og útskýra fyrir mér af hverju þau gerðu þetta Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Fjölskyldufaðir tók rangan strætó í Kringluna 320 þúsundum krónum fátækari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.