Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 32
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ Veitingarstaðurinn Rauða húsið á Bústaðarstíg 4 er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar einfaldlega í munni gesta. Staður- inn einkennist af einstaklega faglegri þjónustu og afslappandi andrúmslofti sem trekkir hvern á fætur öðrum á Bústaðarstíginn. Á næstu vikum má búast við gómsætum jólamatseðli, en hlaðborð staðarins hefur hitt rakleiðis í mark á hverju ári og kitlað bragðlauka viðskiptavina út í eitt. Jessi Kingan, einn af eigendum Rauða hússins, segir veitingastaðinn sérhæfa sig í öllum tegundum humars, frá humarsúpu til pastarétta, og fullyrðir að fiskur staðarins sé ávallt ferskur enda berst hann til Jesse nýveiddur og ljúf- fengur hverju sinni. „Einn af eigendunum er útgerðarmaður og kemur alltaf til okkar með ferskan fisk beint á borðið,“ segir hún. „Við ætlum svo að halda jólahlaðborð sem við erum nú að undirbúa, eins og við höfum gert síðustu árin, og verðum með lifandi tónlist og huggulega stemn- ingu fram eftir kvöldi,“ segir Jesse. Saga Rauða hússins Veitingastaðurinn Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu á Eyrarbakka. Þann 14. maí 2005 var veitingastað- urinn fluttur yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður. Guðmunda Niel- sen byggði elsta hluta Rauða hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð. Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Hús- inu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönsk- um kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi á Eyrar- bakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins um aldir. Hér átti biskupsstóll- inn í Skálholti einnig sína höfn og gerði út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi. Árið 1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og ein- öngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin. Ferskur blær og lystaukandi humar í Rauða húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.