Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 32
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ Veitingarstaðurinn Rauða húsið á Bústaðarstíg 4 er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar einfaldlega í munni gesta. Staður- inn einkennist af einstaklega faglegri þjónustu og afslappandi andrúmslofti sem trekkir hvern á fætur öðrum á Bústaðarstíginn. Á næstu vikum má búast við gómsætum jólamatseðli, en hlaðborð staðarins hefur hitt rakleiðis í mark á hverju ári og kitlað bragðlauka viðskiptavina út í eitt. Jessi Kingan, einn af eigendum Rauða hússins, segir veitingastaðinn sérhæfa sig í öllum tegundum humars, frá humarsúpu til pastarétta, og fullyrðir að fiskur staðarins sé ávallt ferskur enda berst hann til Jesse nýveiddur og ljúf- fengur hverju sinni. „Einn af eigendunum er útgerðarmaður og kemur alltaf til okkar með ferskan fisk beint á borðið,“ segir hún. „Við ætlum svo að halda jólahlaðborð sem við erum nú að undirbúa, eins og við höfum gert síðustu árin, og verðum með lifandi tónlist og huggulega stemn- ingu fram eftir kvöldi,“ segir Jesse. Saga Rauða hússins Veitingastaðurinn Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu á Eyrarbakka. Þann 14. maí 2005 var veitingastað- urinn fluttur yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður. Guðmunda Niel- sen byggði elsta hluta Rauða hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð. Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Hús- inu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönsk- um kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi á Eyrar- bakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins um aldir. Hér átti biskupsstóll- inn í Skálholti einnig sína höfn og gerði út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi. Árið 1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og ein- öngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin. Ferskur blær og lystaukandi humar í Rauða húsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.