Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 10
10 5. oktober 2018FRÉTTIR H runið og búsáhalda- byltingin eru einhverjir mestu örlagatímar á Ís- landi undanfarna áratugi. Þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi og litlu mátti muna að illa færi á köflum. Upp úr þessum jarðvegi spruttu upp persónur sem urðu áberandi í þjóðfélaginu af ýmsum ástæðum. DV tók saman nokkrar af þeim helstu og hvað varð um þær. Telur lögregluna hafa gengið of hart fram Fyrir hrunið var Birgitta Jónsdóttir þekkt sem skáldkona og aktívísti. Þegar búsáhaldabyltingin skall á varð hún áberandi talskona þeirra sem vildu knýja breytingar í gegn og var viðstödd flestallar samkom- ur sem haldnar voru. Síðar var hún kjörin á þing fyrir Borgarahreyf- inguna og árið 2012 tók hún þátt í að stofna flokk Pírata. Birgitta segir að fólk hafi mætt til að mótmæla á Austurvelli af ýmsum ástæðum en flestir hafi óttast um afkomu sína og sinna. „Um tíma leit út fyrir að matar- og lyfjaöryggi landsins væri í hættu,“ segir Birgitta í samtali við DV. „Ég var að vinna í matvöru- verslun í gamla daga þegar alls- herjarverkfall stóð yfir og hillurnar byrjuðu að tæmast. Þegar hrunið skall á sá ég að það var farið að raða í hillurnar á svipaðan hátt. Þá fór ég að hugsa um hvort ég ætti að birgja mig upp af hveiti og öðru slíku, hvort maturinn í landinu væri að klárast. Þetta voru ógn- vekjandi tímar. Ég þekkti líka fólk sem var í námi erlendis og gat ekki tekið út neina peninga. Ís- lendingar voru allt í einu orðn- ir þriðja flokks þegnar en þetta er að gleymast í öllum hvítþvottin- um um hrunið. Fólki fannst ekki einungis að fjármálakerfið hefði hrunið, heldur allar þær undir- stöður sem tryggja að samfélagið sé heilbrigt.“ Eina af þessum undirstöðum segir Birgitta hafa verið fjölmiðl- ana og því hafi hún og fleiri tekið það að sér að taka upp og skrifa um mótmælin. Nefnir hún sérstaklega umfjöllun 365 um „kryddsíldar- mótmælin“ þar sem sagt var að mótmælendur hefðu verið reiðir og ágengir. „Ég tók myndbönd frá þessum degi og þetta var algjört kjaftæði. Fólk var jú reitt en ekki þannig að neinum stæði ógn af. Stemn- ingin almennt var ekki ágeng eða ofbeldisfull. Það var eitthvert fólk sem var að reyna að nýta sér ástandið, góðkunningjar lög- reglunnar, en þá stóðu mótmæl- endur vörð um lögregluna.“ Hvernig fannst þér lögreglan bregðast við? „Misjafnlega. Þetta var langverst þegar þeir klæddu sig í óeirðagallana, því að þá hættu þeir að vera manneskjur. Í janúar gengu þeir fram með miklu offorsi og settu fólk til dæmis niður í bíla- kjallara þinghússins. Þetta varð ógnvekjandi á tímabili, þegar þeir voru byrjaðir að beita táragasi og til tals kom að flytja inn ein- hverjar óeirðagræjur frá Dan- mörku. Lögreglan gerði fjölda mistaka í þessu ferli en hún hafði aldrei lent í neinu svona áður.“ Birgitta sat á þingi til ársins 2017 og var virk í ýmsum verkefn- um, bæði hér heima og á erlend- um vettvangi. Til dæmis í kringum uppljóstrunarvefinn Wikileaks. Í dag situr hún við skriftir á ævisögu móður sinnar, Bergþóru Árna- dóttur söngvaskálds, og stefnir á útgáfu á næsta ári. Einnig vinn- ur hún að ýmsum verkefnum erlendis í tengslum við mann- réttindi í hinum stafræna heimi. „Ég hef verið að ganga í gegn- um mikla kulnun undanfarið. Ég held að ég hafi ofgert mér í þessari vinnu sem ég valdi mér.“ Húsbrjóturinn dæmdur í fangelsi Í kjölfar hrunsins misstu fjöl- margir Íslendingar skuldsett heimili sín enda ruku lán upp úr öllu valdi. Samtök heimilanna voru stofnuð til að aðstoða þetta fólk og margar skrautlegar uppá- komur urðu. Á þjóðhátíðardaginn árið 2009 barst sú frétt að maður hefði eyðilagt hús sitt á Álftanesi og fögnuðu margir dirfsku hans. Hann var talinn hetja fyrir að láta ekki bankann fá að taka húsið en síðar kom í ljós að maðkur var í mysunni. Mál húsbrjótsins, Björns Braga Mikkaelssonar, nær fram fyrir hrunið. Til ársins 2007 þegar hann, við sölu einingahúss, notaði fjármuni frá viðskiptavinum sín- um til að greiða niður lán á heim- ili hans við Hólmatún á Álftanesi. Hjón um þrítugt greiddu um sjö milljónir króna inn á reikning fé- lags hans, Sun House Ísland, og áttu greiðslurnar að fara til finnsks framleiðanda. Fyrirtækið var þá í miklum fjár- hagsvandræðum og beiðni var lögð fram um nauðungarsölu á húsinu. Sú beiðni var afturkölluð þegar Björn greiddi inn á lánið. Afgangurinn fór beint í rekstur Sun House, til Björns sjálfs og fjölskyldumeðlima. Tæpu ári síð- ar var félagið komið í sams konar vanda og fjárnám gert í húsinu. Þetta gerðist allt saman fyrir hrun. Þann 17. júní árið 2009 komst Björn í fréttirnar þegar hann braut niður húsið á Álftanesi með belta- gröfu. Húsið var þá í eigu Sun House. Lét hann ekki þar við sitja og eyðilagði Mercedes Benz-bif- reið í eigu félagsins. Björn var ákærður og játaði að hafa skemmt húsið. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um fjársvik og skilasvik. Þann 17. janúar var hann í Héraðsdómi Reykjaness sakfelldur í ákæru- liðunum og ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Hlaut hann átján mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Árið 2013 var Björn úrskurðað- ur gjaldþrota og ekkert fékkst upp í 115 milljóna króna kröfur í búið. Gat hann því ekki greitt þær bætur sem hann var dæmdur til að inna af hendi. DV hefur ekki vitneskju um hvar Björn er staddur í dag. Varði þinghúsið og settist svo á þing Eftir að bankahrunið raungerðist magnaðist hratt upp reiði í þjóð- félaginu. Beindist hún bæði að bankamönnum og stjórnvöldum sem voru talin hafa brugðist. Vet- urinn 2008 til 2009 einkenndist af mótmælum sem stigmögnuð- ust dag frá degi og stóð lögreglan í ströngu við að verja Alþingishús- ið við Austurvöll og aðrar ríkis- stofnanir. Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn stýrði aðgerðum lögreglunnar við erfiðar aðstæður. Geir segist í samtali við DV hafa verið virkilega smeykur þegar mestu lætin gengu yfir. „Þetta var mjög tæpt á köflum. Ég var smeykastur við að fólk myndi slasast, bæði lögreglumenn og mótmælendur, og einnig að lögreglan myndi ekki ná að hafa tök á þessu. Ég var mjög hræddur við það.“ Hvenær var hættan mest? „Ég man sérstaklega eftir mót- mælunum 20. janúar og nóttina þar á eftir. Síðan mótmælunum við lögreglustöðina í nóvember, sem voru mjög alvarleg. Það var búið að brjóta allar rúður á fram- hliðinni og hurðin var komin inn. Það var ekki nokkur leið að róa fólkið og við urðum að grípa til að- gerða.“ Hvað með menn þína, buguðust þeir einhvern tímann? „Nei, en það var tæpt á því. Menn voru orðnir mjög þreyttir enda var þetta langvarandi staða. En ég fann aldrei fyrir neinni upp- gjöf. Margir af þeim voru í sömu stöðu og mótmælendur og misstu jafnvel heimili sín en þeir hugs- uðu fyrst og fremst um að standa sína plikt. Þetta bitnaði harðast á lögreglunni því hún stóð í fremstu víglínu fyrir hið opinbera og heim- ili sem veist var að.“ Geir segir það hafa verið mjög mismunandi hverju fólk var að mótmæla. „Við sáum það að fólk var að láta reiði sína bitna á lögreglunni vegna annarra mála, ótengdum hruninu. Það notfærði sér tæki- færið og það bakland sem mót- mælin veittu.“ Lentu lögreglumenn í áreiti utan vinnu? „Já. Ekki ég persónulega en það var sótt að heimilum lögreglu- manna.“ Geir harmar að stjórnvöld hafi ekki sýnt lögreglunni skilning og að embættið hafi sjálft þurft að standa straum af kostnaðinum. Almennt séð hafi stjórnmálamenn stutt lögregluna en fjárútlátin fylgdu ekki, þvert á móti var skorið niður þrátt fyrir álagið. Árið 2012 hætti hann hjá lög- reglunni og síðar fór hann inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn FÓLKIÐ Í HRUNINU n Litlu munaði að illa færi n Ólík örlög þjóðþekktra persóna„Það var sótt að heimilum lögreglumanna Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Birgitta Jónsdóttir „Þetta varð ógnvekj- andi á tímabili, þegar þeir voru byrjaðir að beita táragasi og til tals kom að flytja inn einhverjar óeirðagræjur frá Danmörku.“ Lögregluforinginn Óttaðist að lög- reglan réði ekki við ástandið. DV 24. nóvember 2008 Fagnaðarlæti þegar Hauki var sleppt lausum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.