Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 5. oktober 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS M iklar hörmungarfregnir hafa borist af kísilverk­ smiðju PCC á Bakka undanfarin misseri. Illa hefur gengið að koma verksmiðj­ unni í fullan rekstur og enn hefur seinni ofn hennar ekki komist í gang þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þá má teljast mikil mildi að starfs­ maður fyrirtækisins hafi ekki látið lífið þegar skot hljóp í hann úr bys­ su sem notuð þegar tappa á af eina ofni verksmiðjunnar. Notkun slíks verkfæris er bönnuð í Noregi en Í DV í dag er viðtal við starfsmann verksmiðjunnar sem segir að ís­ lenskir starfsmenn séu á flótta frá fyrirtækinu vegna mikils álags og lélegra launa. Heimamönnum dettur ekki í hug að sækja um vinnu hjá verksmiðjunni. Þess í stað eru ráðnir til verksmiðjunnar erlendir verkamenn, frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum. Þá er ónefnd sú hörmung sem átti sér stað í kísilveri United Sili­ con í Helguvík og er þjóðinni í fersku minni. Verksmiðjan komst aldrei almennilega í gang og Suðurnesjamenn sveið í augun út af mengunarskýi frá henni. Allt fór síðan á hvínandi kúpuna og margt sem bendir til þess að forstjóri fé­ lagsins verði fangelsaður fyrir fjár­ svik. Meirihluti kísilsins sem fram­ leiddur hefur verið hér á landi hefur verið seldur til fyrirtækja sem framleiða sólarsellur. Í dag er kísill uppistaðan í slíkum sólar­ sellum en þróunin er á þá leið að sífellt minna magn þarf af efninu við framleiðsluna. Þessi markað­ ur er síkvikur og þannig hefur verð á kísil farið hríðlækkandi síðan árið 2014. Þá gæti verið að önnur efni, sem eru ódýrari í framleiðslu, muni koma í stað kísilsins við framleiðsluna. Á þennan markað veðjuðu íslensk stjórnvöld fyrir nokkrum árum og þeir sem það gerðu hljóta að sofa vel á nóttunni. Íslenski kísildraumurinn er að breytast í kísilmartröð. n Það getur komið fyrir alla blaðamenn að gera mistök en það er ekki oft sem þau mistök draga jafn langan dilk á eftir sér og þegar Benedikt Bóas Hin- riksson á Fréttablaðinu gerði frétt um slys hjólreiðamanna. Benedikt Bóas las Slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 og birti frétt um að hjólreiða­ menn yllu ótrúlega mörgum umferðarslysum á hverju ári. Uppskar hann mikla reiði hjól­ reiðamanna og var fréttin að lokum leiðrétt á þann veg að hjólreiðamennirnir hefðu lent í 90 slysum árið 2016 en ekki valdið 90 slysum. Í þeim Slysa­ skýrslum Samgöngustofu sem hafa komið út síðan þá er sér­ stakur viðauki þar sem reynt er að fyrirbyggja að Benedikt Bóas misskilji skýrsluna aftur. Nýr formaður SÍS tilheyrir B-fólkinu Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, var nýlega kjörin formaður Sam­ bands íslenskra sveitarfélaga. Hún er fyrst kvenna til að gegna því emb­ ætti í rúmlega 70 ára sögu sam­ bandsins. Hún er Hvergerðing­ ur í húð og hár og hefur setið í stjórn SÍS í meira en áratug. Það sem færri vita er að hún er tilheyrir svokölluðu B­fólki, fólki sem vill vakna seinna og fara seinna að sofa. Þegar þing­ flokkur Bjartrar framtíðar lagði fram frumvarp um að breyta klukkunni á sínum tíma sendi Aldís inn persónulega umsögn þar sem hún bað þingmenn vinsamlegast að breyta ekki klukkunni því þá hyrfi sólar­ glætan síðdegis. „Við B­fólkið yrðum fyrir gríðarlegum von­ brigðum ef að þessi breyting yrði að veruleika,“ sagði Aldís og bætti við broskalli ætluðum þingmönnum velferðarnefnd­ ar. B­fólk á Íslandi á því minnst einn opinberan fulltrúa í efri lögum stjórnmálanna. Íslenska kísilmartröðin Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! Viðauki vegna Benedikts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.