Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 54
54 LÍFSSTÍLL - KYNLÍF 5. oktober 2018
Fólkið í nektarþorpinu
Núdistar og swingarar
Í
septembertölublaði Man magasín er grein eftir ykk
ar einlæga um heimsókn í nektarþorpið Cap d’Agde
síðasta sumar. Án þess að endurtaka skrif mín þar má
í stuttu máli segja að þorpið sé helgað núdistum á
daginn og swingurum á kvöldin. Núdistar eru þeir sem
njóta nektar í daglegu lífi, swingarar eru þeir sem njóta
þess að stunda kynlíf eða kynferðisleg samskipti með
fleirum en gengur og gerist á vísitöluheimilinu. Stundum
skarast þessir hópar.
Þannig er daglegt brauð að sjá nakið fólk svífa um
ganga matvöruverslana og lesa utan á túnfiskdósir, eða
þiggja klippingu á hárgreiðslustofu kviknakið. Nekt er
samþykkt og sjálfsögð, en fólki er líka frjálst að klæða sig
að vild. Heilu fjölskyldurnar njóta sólar og sjávar á tveggja
kílómetra strandlengjunni sem tilheyrir svæðinu.
Á kvöldin, þegar börnin hafa verið svæfð, kveður hins
vegar við annan tón, en þá ríkja losti og lystisemdir holds
ins í bland við dúndrandi tónlist og litríka drykki. Eftir að
sólin sest aukast líkur umtalsvert á að sjá fólk í klæðum –
og ekki vegna lægra hitastigs, heldur kyntjáningar, ef svo
má að orði komast. Leður, latex, blúndur og spandex í
bland við meiri nekt en gengur og gerist í almennu nætur
lífi er málið. Atlot á almannafæri eru algeng, og í sérstök
um klúbbum innan svæðisins má stunda allt það kynlíf
sem hugurinn girnist – vitaskuld að því gefnu að aðilar séu
samþykkir.
Þorpið er afgirt og alls ekki einfalt mál að fá inngöngu.
Til þess þarf að greiða sérstakt gjald (hóflegt), sýna vega
bréf, og bókunarstaðfestingu fyrir gistingu ef dvelja á leng
ur en dagstund. Slæm hegðun innan veggjanna veldur
umsvifalausri brottvísun og svartlistun.
Síðan greinin kom út, og í raun frá því að ég byrjaði að
fjalla um swing og óhefðbundnar leiðir í samböndum og
kynlífi fyrir nokkru, hafa ótal spurningar rekið á fjörur mín
ar, sérstaklega frá fólki sem er spennt fyrir swingi en óttast
að passa ekki inn í hópinn. Forvitni leikur á því hvers kon
ar fólk leggur leið sína í kynlífsklúbba, swingarapartí eða
þriggja vikna dvöl í kynlífs og nektarþorpi í SuðurFrakk
landi. Sumir hræðast að mæta í klúbb eða partí, aðeins til
að komast að því að gestir séu allir „ljótir“ eða „ósexí“. Eins
og þeir verði knúir til að sleikja sér leið út af staðnum. Hér
er vert að minnast á að enginn er þvingaður til nektar eða
kynlífs – það má alveg mæta og horfa á, og fólk þarf ekki að
taka þátt í neinu svo lengi sem siðareglur eru ekki brotnar.
Í samfélagi okkar er swing ennþá talsvert feimnismál,
nokkuð sem fæstir vilja bera á torg. Ég hef ekki ennþá birt
viðtal við swingara undir nafni og mynd. Það hef ég hins
vegar gert við fólk sem er virkt innan BDSMsenunnar og
hefur opnað sig um ýmis blæti og kynlíf sem telst til hins
óvenjulega. Líklega eru hlutirnir að breytast og kannski
fylgja swingararnir í fótspor kinkífólksins fyrr en varir.
Hvað kemur það líka öðrum við hvernig kynlífi við kjósum
að lifa, og með hverjum? Ef allir eru samþykkir og njóta
þess sem stundað er ættum við að samgleðjast í stað þess
að láta smjatt og kjaftagang ná yfirhöndinni.
Ég settist því niður og hugsaði um gesti klúbbanna sem
ég hef sótt, já, og fólkið í Cap d’Agde, og íslensku swingar
ana sem ég hef kynnst. Auk þess leitaði ég til nokkurra
úr íslenska hópnum um það hvernig þau mundu lýsa
swingurum. Það leiddi til eftirfarandi pælinga:
„Mér finnst alls ekki auðvelt að lýsa hópnum, nema
að tala um fjölbreytnina. Alls konar fólk stundar swing
og oft á það ekkert annað sameiginlegt.“
Karl, 40 ára
„Yfirleitt swinga þeir sem þú átt síst von á að geri
það.“Karl, 42 ára
„Ég get ekki lýst týpunni sem stundar swing, mér
finnst hópurinn bara flottur þverskurður af samfé-
laginu, svona eins og í klúbbi sem spilar bridge eða fé-
lagsvist. Kannski væri hægt að tala um týpu sem fer í
skátana eða björgunarsveit – það fólk á þó eitthvað
sameiginlegt. Í swingi er fjölbreytnin mikil en kannski
lítið um jaðartýpur. Þú finnur ekki marga bláhærða at-
vinnulausa.“
Kona, 41 árs
„Það er engin ein tegund af fólki, nema kannski að
flestir eru á miðjum aldri, eða að nálgast hann. Spurn-
ing um að hvetja unga fólkið til dáða. Þau eru að missa
af svo miklu!“
Karl, 40 ára
„Fólk á það sameiginlegt að vera jákvætt og opið fyr-
ir sér og öðrum. Almennt opnara fyrir nýjum og nánari
kynnum en gengur og gerist. Yfirleitt er um pör að ræða,
en stundum koma einstaklingar. Það er auðveldara
fyrir konur en karla. Reynslan sýnir að þeir eiga mun
erfiðara með að fylgja reglum og skilja ekki alltaf þetta
smáatriði með samþykki.“
Kona, 45 ára
„Við höfum hitt alls konar fólk í swingi. Sumir eru
meðal okkar bestu vina í dag, en öðrum höfum við ekki
átt samleið með. Bara eins og á öðrum sviðum lífsins.
Kona, 44 ára
„Swingarar eru einstaklega skemmtilegt og opið fólk.
Yfirleitt á miðjum aldri , vel menntað og á góðum stað
í lífinu bæði með sjálfan sig og hjónabandið. Þú getur
aldrei pikkað út úr mannfjöldanum hver er swingari og
hver ekki því það er ólíklegasta fólk í þessu. Lífið eftir
swingið er svo mikið skemmtilegra þar sem við erum
búinn að eignast svo mikið af dásamlega skemmtileg-
um vinum.”
Kona, 45 ára
„Mín reynsla er að hinir dæmigerðu swingarar séu
par milli fertugs og fimmtugs, búin að vera í sambandi
í 10 ár eða meira og börnin komin á legg. Þau eru í góð-
um störfum, hann er iðnaðarmaður og hún sérfræðing-
ur í heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Þau teljast líklega
til millistéttar, eða efri millistéttar og eiga afgang eft-
ir reikningana um hver mánaðamót. Þau ferðast tals-
vert og nota iðulega tækifæri til að heimsækja kynlífs-
klúbba í borgarferðum. Nokkrir í vinahópnum vita af
swinginu, en alls ekki allir, og þá mundi aldrei gruna
neitt!“
Ragga, 47 ára
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir er hjúkrunar-
fræðingur og kynlífsráðgjafi
Tímapantanir og spurningar: raggaeiriks@gmail.com
www.raggaeiriks.com
Ragnheiður Eiríksdóttir
er hjúkrunarfræðingur
og kynlífsráðgjafi.
raggaeiriks.com
raggaeiriks@gmail.com
PIZZERIA
Dalvegi 2, 201 Kópavogi -
Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
„Þú finnur ekki
marga blá-
hærða atvinnulausa