Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 6
6 5. oktober 2018FRÉTTIR U ngmenni í Reykjavík lentu í undarlegri uppákomu á miðvikudagskvöld. Mættu þau breskum manni í Krambúðinni við Skólavörðustíg og var hann mjög ölvaður og lét illilega. Kvöldið endaði með því að hann gekk sjálfviljugur en óaf- vitandi inn á lögreglustöðina við Hlemm með fulla vasa af fíkniefn- um. Flaggaði stolnu áfengi og fíkniefnum Ungmennin fjögur voru í Krambúð- inni þegar þau sá ungan og hraust- legan mann í jakkafötum, reyndist hann vera breskur. Í samtali við DV segja þau hann hafa verið mjög ölv- aðan og reynt að stofna til slags- mála við íslenskan viðskiptavin búðarinnar. Hann hafði stolið víni af hótelinu sem hann gisti á og fór ekki leynt með það. Ekki frekar en fíkniefnin sem hann hafði á sér, bæði gras og hvítt efni í poka. „Hann byrjaði að tína upp úr vösunum og setja á bretti þarna fyrir utan búðina. Hann bauð öllum sem voru þarna áfengi,“ segir ung- ur maður. Maðurinn fór að spjalla við ung- mennin og bað þau um að skutla sér niður á BSÍ þar sem hann átti að taka flugrútuna út á Keflavíkurflug- völl. Sagðist hann vera hjartalæknir en við eftirgrennslan kom í ljós að hann starfar fyrir svissneskt fyrir- tæki sem framleiðir lækningatæki. Var hann hér á Íslandi í einn dag til að kynna vörur á Landspítalanum. Átti hann flug til Lundúna. „Þetta er hótelið þitt“ Í bílnum sagði hann að töskunni sinni, með síma og læknatækjum, hefði verið stolið en síðan að hann hlyti að hafa gleymt töskunni á bar. Bauð hann ungmennunum 500 sterlingspund fyrir að hjálpa hon- um að leita. „Okkur fannst þetta mjög lang- sótt enda var hann blindfullur. Við sáum á miðanum hans að hann átti að verða sóttur fyrir framan hótel- ið sitt, nálægt Hallgrímskirkju, en hann vildi þá ekki fara út úr bílnum, jafnvel eftir að rútan hans fór. En þá bauð hann okkur pening til að skutla sér út á völl. Þá sögðumst við ætla að keyra hann á annað hótel.“ Ungmennin keyrðu þá rakleiðis með manninn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Einn ungur maður segir: „Þegar við keyrðum að stöð- inni sagði ég við hann: „This is your hotel“ og síðan fórum við öll út úr bílnum. Lögreglumaður kom og talaði við hann. Hann gekk upp að dyrunum og þá komu sex lögreglu- menn og handtóku hann.“ Maðurinn var þá enn þá með fíkniefnin á sér fyrir utan poka af grasi sem hann skildi eftir í bílnum. Ungmennin afhentu lögreglunni pokann og héldu svo sína leið. Samkvæmt tilkynningu frá lög- reglunni var maðurinn yfirheyrður og vistaður í fangageymslu.n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Á standið er hræðilegt á vinnustaðnum og það dettur ekki nokkrum heimamanni í hug að sækja um vinnu hjá þessu fyrirtæki. Það eru örfáir Íslendingar sem starfa í framleiðslunni og flestir þeirra ætla að þrauka til áramóta til þess að fá þrettánda mánuðinn greiddan. Síð- an munu menn segja upp,“ segir starfsmaður PCC á Bakka í samtali við DV. Fréttir af mikilli ólgu meðal starfsmanna kísilversins hafa verið háværar undanfarna viku. Fjallað var um málið í frétt Fréttablaðsins í vikunni en þar kom fram að óá- nægja starfsmanna væri margþætt og beindist gegn stjórnarháttum yfir manna, vinnuaðstöðu og launa- kjörum. Heppinn að drepa sig ekki Ekki bætti úr skák þegar fréttir bár- ust af alvarlegu vinnuslysi þriðju- daginn 2. október. Starfsmaður slasaðist alvarlega við vinnu sína þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem notuð er þegar tappa á bráðn- um málmi úr ofni verksmiðjunnar. „Hann var ljónheppinn að drep- ast ekki. Þetta er skýrt dæmi um þá óstjórn sem verið hefur í gangi. Það eru til aðrar leiðir til að tappa af ofn- inum en þær hafa verið ófærar út af bilunum sem ekki hefur verið gert við. Byssan hefur því verið í mun meiri notkun en eðlilegt getur talist og það eru byssuskot úti um alla verksmiðju. Það er bannað að nota slík tæki í Noregi og það er með ólíkindum að það sama gildi ekki hérlendis,“ segir starfsmaðurinn. Í kjölfar slyssins má segja að starfsmönnum hafi verið nóg boð- ið. „Einn reyndur starfsmaður á annarri vakt neitaði að nota byss- una nema öryggi starfsmanna væri tryggt. Það verður vonandi til þess að að það heyri til undantekninga að heyra byssuskot á Bakka,“ segir starfsmaðurinn. Lág laun fyrir erfiða vinnu Starfsmannavelta á Bakka hefur verið afar mikil undanfarið og nýir starfsmenn eru nánast undantekn- ingarlaust frá Eystrasaltslöndun- um. „Það eru allir Íslendingar að flýja fyrirtækið. Þeir borga algjör skítlaun fyrir mjög líkamlega erfiða vaktavinnu. Fyrir fulla vinnu er ég að fá rúmlega 300 þúsund krónur í útgreidd laun og ég mun ekki láta bjóða mér þetta lengur. Ég reikna með því að segja upp eftir áramót,“ segir starfsmaðurinn. Hann segir að íslenskir starfsmenn séu afar óánægðir með þær fyrirhuguðu breytingar að taka upp eingöngu tólf tíma vaktakerfi. „Það er fínt fyrir útlendinga sem koma hingað á eins konar vertíð. En það er ekki eitt- hvað sem íslenskir fjölskyldumenn geta hugsað sér.“ Þá segir hann marga reynda starfsmenn furðu lostna yfir því að ekkert sé reynt til þess að halda í þá. „Fyrirtækið hefur fjárfest gríðarlega í starfsmönnunum sín- um. Við höfum setið rándýr nám- skeið og höfum reynslu sem ég myndi telja verðmæta. Þess í stað þá reynir fyrirtækið ekki einu sinni að halda í starfsmenn sem segja upp og ráða þess í stað starfsmenn frá Eystrasaltslöndunum sem ætla sér bara að starfa í nokkra mánuði. Það segir sig sjálft að slíkur rekstur er dauðadæmdur,“ segir starfsmað- urinn. Eins og staðan er í dag þá er að- eins einn ofn, Birta, í rekstri á Bakka. Illa gekk að koma Birtu í fullan rekstur, meðal annars kviknaði eld- ur í verksmiðjunni í júlí, sem tafði ferlið mjög. Þegar það þó tókst var næsta verkefni að reyna að koma hinum ofninum, Boga, í rekstur. Það ferli hefur verið martraðar- kennt. „Það eru stöðugar bilanir. Það er búið að reyna að koma hon- um að minnsta kosti þrisvar í gang en það endar alltaf með því að það brotna í honum rafskaut áður en að hann er kominn á fullt afl. Þá þarf að moka hráefninu upp úr ofninum sem og skautabrotunum. Síðan þarf að byrja upp á nýtt,“ segir starfs- maðurinn. Á heimasíðu kísilversins kemur fram í frétt frá 2. október að undirbúningsvinnu við gangsetn- ingu Boga sé lokið og að fyrirtæk- ið stefni á að ofninn verði kominn í góðan og stöðugan rekstur á allra næstu dögum. „Það er öllu alvarlegra að stjórn- endur fyrirtækisins skelli algjörlega skollaeyrum við því að það sé ekki nægilegur mannskapur til staðar til þess að manna vaktir ef Bogi kemst í gang. Það er alveg ljóst að álagið á starfsfólk er komið yfir þolmörk og því skil ég ekki hvernig þetta á að vera gerlegt,“ segir starfsmaðurinn að lokum.n „Það eru allir Íslendingar að flýja“ n Lág laun fyrir erfiða vinnu n Umdeild byssa í notkun n Er bönnuð í Noregi Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Breskur sölumaður kom með fíkniefni í vösunum á lögreglustöðina n Hélt að um hótel væri að ræða„Hann bauð öllum sem voru þarna áfengi“ Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.