Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 12
12 5. oktober 2018FRÉTTIR sem varaþingmaður. Þá spruttu upp mótmæli vegna ákvörðunar Gunnars Braga Sveinssonar ut- anríkisráðherra um að binda endi á Evrópusam- bandsumsókn Íslands. „Það var mjög sérstök tilfinning að upplifa há- vaðann og lætin innan veggja þinghússins eftir að hafa staðið fyrir utan í hruninu. Heyra flautin og öskrin.“ Langaði þig til að fara út og stjórna aðgerðum? „Nei, alls ekki. Karlinn var búinn með sína skyldu og hæfir menn teknir við.“ Geir er enn að berj- ast fyrir auknu fjármagni til löggæslu en hann býr nú í Vestmanna- eyjum og er formað- ur Rauða krossins þar. Umsátur við lögreglustöðina Föstudagskvöldið 21. nóvember var ungur mótmælandi, Haukur Hilmarsson, handtekinn eftir vís- indaferð heimspekinema í Al- þingishúsinu. Haukur var þekktur aktívisti sem meðal annars hafði tekið þátt í mótmælum við Kárahnjúkavirkjun og í bú- sáhaldabyltingunni. Tveimur vikum fyrir handtökuna hafði hann hengt fána Bónus-verslan- anna á þinghúsið. Mótmælendur gengu að lög- reglustöðinni við Hverfisgötu og vildu Hauk lausan. Spörkuðu þeir í hurðina og lömdu með mót- mælaskiltum. Loks gáfu bæði ytri og innri hurðir stöðvarinnar sig en þá réðst lögreglan til atlögu gegn mótmælendum og víkingasveitin kom hlaupandi frá bakhliðinni. Táragasi var beitt og þurftu margir að leita aðstoðar, til dæm- is Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sem þurfti að leita á spítala. Mót- mælendur létu eggjum rigna yfir lögreglumennina sem stóðu vörð fyrir framan stöðina. Lauk um- sátrinu með því að Hauki var sleppt lausum og færðist þá ró yfir. Haukur leit á sig sem anark- ista og barðist fyrir hugsjónum sínum alla tíð síðan. Hann varð einna þekktastur fyrir að beita sér í málefnum hælisleitenda, oft með beinum hætti. Fékk hann til dæm- is 60 daga fangelsisdóm fyrir að reyna að stöðva flutning hælisleit- andans Pauls Ramses úr landi árið 2010. Árið 2017 gekk hann til liðs við frelsisher Kúrda í Sýrlandi og barð- ist gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS þar í landi. Í mars síðastliðn- um var tilkynnt að hann hefði fall- ið í loftárás Tyrkja í héraðinu Afrin fyrr á árinu. Síðan þá hefur fjöl- skylda Hauks þráspurt um afdrif hans en ekki hefur tekist að stað- festa andlátið. Tók hruninu sem árás á heimili sitt Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var á meðal þeirra þúsunda Ís- lendinga sem mættu til að mót- mæla í búsáhaldabyltingunni. Eftir hrunið var hún kjörin á þing fyrir nýjan flokk, Borgarahreyf- inguna, sem spratt upp úr jarðvegi byltingarinnar. Í samtali við DV segir hún: „Ég var sjálfstætt starfandi á þessum tíma og leigði með nokkrum öðrum einyrkjum. Okk- ar staða var mjög veik, með skuld- bindingar en engan atvinnuleysis- bótarétt. Við fylgdumst því náið með og tókum þátt. Ég tók hrun- inu mjög persónulega. Mér fannst þetta vera svik og árás á heimili mitt. Allt sem maður hélt að væri traust var byggt á lygi.“ Margrét segist ekki hafa verið reið á fyrstu dögunum, en óttinn og óvissan var mikil. Hún mætti á mótmælin sem Hörður Torfason skipulagði um helgar og taldi það borgaralega skyldu sína. „Ég vildi ekkert endilega kosn- ingar strax. Ég taldi að fólkið sem var best inni í þessum málum væri best til þess fallið að koma okk- ur út úr þessu, jafnvel þó að það hefði komið okkur í þetta til að byrja með. En þegar tíminn leið og stjórnvöld virtust vanmáttug þá fannst mér ekki spurning um að við ættum að kjósa.“ Fannst þér mótmælin bera árangur? „Já, það var stígandi í þeim. En þetta var ekki auðvelt og eftir þrjár eða fjórar vikur hugsaði ég með mér að ég þyrfti að fá helgarfrí frá mótmælum. Fólk þurfti að kúpla sig út stöku sinnum og það var al- menn samstaða um að gera hlé yfir jólin. En koma svo af fullum krafti aftur í janúar.“ Hún segir að mótmælin hafi heilt yfir gengið friðsamlega fyrir sig og fólk sýnt stillingu, báðum megin við borðið, en þó ekki alltaf. „Ég man sérstaklega eftir fyrsta degi búsáhaldabyltingarinnar. Þá var ég hálf lömuð og grét yfir þessu. Mér fannst lögreglan ganga fram með allt of mikilli hörku og mér brá af því ég hafði aldrei séð þetta áður. Þeir voru að handtaka fimmtán ára krakka og hlekkja þá saman. Ég held að þeir hafi síðan áttað sig á því að þeir hafi gengið of hart fram, því að þeir gerðu það ekki eftir þetta.“ Margét valdi sér það hlutverk að vera ávallt mætt fyrst á svæðið því henni fannst mikilvægt að einhver væri mættur. Margir væru feimnir og hefði fundist það óþægilegt að mótmæla einir. Óttaðist þú einhvern tímann að upp úr syði? „Fyrsta daginn gerði ég það og ég vissi að það voru læti á kvöldin, þegar ég var farin heim. Þá voru mættir einhverjir sem voru ekki að mótmæla heldur í slag við lög- guna. En mótmælin sjálf voru heilt yfir stillt og yfirveguð eftir þennan fyrsta dag.“ Margrét er varaþingmaður fyrir Samfylkinguna í dag og starfar sem barnabókahöfundur. Keypti nýjan vagn með blóðpeningum Sturla Jónsson bílstjóri var afar áberandi í íslenskri þjóðfélags- umræðu á árunum eftir hrun. Hann hafði stundað eigin rekstur í rúman áratug og hafði fjárfest í glæsilegum vörubíl á uppgangs- árunum og fengið lán fyrir hluta kaupverðsins. Eins og hjá mörgum öðrum þöndust lánin út og Sturla missti allt sitt. Í kjölfarið hellti hann sér út í stjórnmálabaráttu og bauð sig meðal annars þrisvar sinnum fram til setu á Alþingi og var einn af þeim sem buðu sig fram til forseta íslenska lýðveldis- ins árið 2016. Hlaut Sturla 3,5% at- kvæða eða 6.446 alls. Í dag starfar Sturla enn sem bílstjóri. Á dögunum birti hann mynd af vagni sem hann hafði fjárfest í en aðstæðurnar eru ólíkar því sem var fyrri hrun. Í þetta sinn staðgreiddi Sturla vagninn með blóðpeningum, svo hans orð séu notuð. Í samtali við DV segir hann: „Ég var neyddur til þess að selja húsið mitt og átti afgang til þess að kaupa vagninn enda er þetta lífs- viðurværi mitt. Maður er byrjaður að vinna fyrir sömu hlutunum aftur,“ segir Sturla. Að hans mati hefur þjóðin lítið lært á hruninu. „Mér líst í raun og veru ekki á blikuna. Fjármálaliðið og stjórnmálamennirnir virðast vera að komnir í svipaðan gír og á árunum fyrir hrun. Á meðan berst vinnandi fólk og sérstaklega leigj- endur í bökkum. Það er stór hópur fólks sem er enn að takast á við af- leiðingar hrunsins og hefur aldrei fengið neina hjálp,“ segir Sturla. n LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 „Þá var ég hálf lömuð og grét yfir þessu DV 30. apríl 2012 Húsbrjót- urinn var hylltur sem hetja áður en sannleikurinn kom í ljós. Mætti alltaf fyrst „Ég vildi ekkert endilega kosningar strax.“ Sturla Jónsson Kominn með sama vagn og fyrir hrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.