Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 29
5. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Jólahlaðborð HÓTEL LAUGARBAKKI: Ógleymanleg jólahlaðborð Hótel Laugarbakki er afskaplega vel stað-sett í náttúrufegurð Miðfjarðar með Hvítserk, Kolugljúfur og Borgar- virki í kring. Þetta er ná- kvæmlega miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og akstursvegalengdin er rétt um 200 kílómetrar frá hvorum stað. „Hér er mikil uppbygging og fólk er að uppgötva þetta svæði, Suðurlandið er að miklu leyti mettað en hingað er spennandi að koma því það er svo mikið líf hérna í Húna- þingi,“ segir Hildur Ýr Arnars- dóttir, hótelstjóri að Hótel Laugarbakka. Afbragðsgóður veitinga- staður, Bakki, er rekinn að Hótel Laugarbakka og er hann ekki síður fyrir ferðalanga sem eiga leið um en gesti hótelsins. „Ég er hér með tvo frábæra kokka, hann Ingvar Óla yfir- matreiðslumann og svo hana Svövu Karen. Við leggjum mikla áherslu á ferskt hrá- efni úr héraðinu, kjöt, fisk og jurtir,“ segir Hildur. Dýrindis krásir, frábær skemmtiatriði og dans- inn dunar Framundan eru bæði villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð á Hótel Laugarbakka en þessi kvöld eru vinsæl bæði hjá hópum og einstaklingum. „Þetta er vinsælt hjá fyrirtækjum á Norðurlandi og alla leið niður í Borgarfjörð. En þessi kvöld eru opin fyrir bæði einstak- linga og fyrirtæki og við ger- um fólki tilboð. Það er gott að fara að panta sem fyrst enda komnar inn margar pantanir og dagskráin er glæsileg,“ segir Hildur. Villibráðarhlaðborð verð- ur laugardagskvöldið 27. október. Dýrindis krásir eru á borðum, meðal annars hrein- dýrabollur í villibráðarsósu, humarsúpa og humar, gæsaconfit og grafin gæs, hreindýra carpaccio og margt fleira. Lifandi tónlist verður eftir borðhaldið. Jólahlaðborðin eru síð- an 30. nóvember og 1., 7. og 8. desember. Þá verður glæsileg skemmtidagskrá en veislustjóri er eftirherman og skemmtikrafturinn Jóhannes Kristjánsson. Íslandsmeist- ararnir í samkvæmisdönsum sýna listir sínar og síðan leikur hljómsveit fyrir dansi fram eftir kvöldi. Meðal kræsinga á jólahlað- borði eru purusteik, kalkúna- bringa, kryddjurtalegið lambalæri og hægeldað nautafille. Heimagert laufa- brauð, grafin gæs, humar- súpa og tvíreykt hangikjöt og margt fleira einnig í boði. Auk þessara föstu dag- setninga geta fyrirtækið pantað jólahlað- borð á öðrum kvöldum og mörg þeirra gera þetta að árshátíð fyrirtækisins í leiðinni. Þá er kjörið að taka gistingu líka á hótelinu. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki pantað sér jólahlaðborð en það eru enn- þá laus kvöld. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni laugarbakki.is og Facebook-síðunni Hótel Laugarbakki þar sem finna má nákvæma matseðla og dagskrá kvöldanna. Einnig er hægt að fá upplýsingar og leita tilboða í síma 862-6168 . Hugguleg gisting Norðurljósadýrð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.