Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 66
66 MATUR 5. oktober 2018 NÆSTI KAFLI HEFST HÉR Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆR 54.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at BREIÐAVÍK 11, 112 REYKJAVÍK (GRAFARVOGI) 43.500.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 109 M2 3 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at SÖLKUGATA 16, 270 MOSFELLSBÆR 79.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 258 M2 6 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 Anna Mjöll fékk svæsna matareitrun Söngkonan hélt að þetta væri hennar síðasta því maturinn skilaði sér meira að segja út um nefið É g er mikil áhugamanneskja um mat. Ég hef víst alltaf verið það að sögn mömmu, sem segir að ég hafi alltaf verið róleg og ánægð í barnastóln- um svo lengi sem ég hafði eitt- hvað að borða fyrir framan mig. Ég var víst síborðandi. Spínat var víst í miklu uppáhaldi,“ segir stór- söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hlæjandi sínum smitandi hlátri. Anna Mjöll er sérstakur gestur á tónleikunum Celebrating David Bowie sem fara fram í Hörpu 7. og 8. október. Anna Mjöll stígur á svið fyrra kvöldið en meðal laga sem hljóma það kvöld verða Ziggy Stardust, Modern Love, Hallo Spaceboy og Heroes. Anna Mjöll er búsett vestan hafs og hefur nóg að gera í söngnum. Hún er mik- ill matgæðingur og nýtir stundir á milli stríða til að leika sér í eld- húsinu. Svört, brennd beinagrind á diski „Mér þykir mjög gaman að halda stór matarboð. Því fleiri sem koma í mat, því betra,“ segir Anna Mjöll, sem passar að hafa alltaf nóg af mat sem gleður hjarta og maga í ísskápnum. „Ég passa að eiga alltaf egg, mjólk, ost, vínber og hvítvín í ísskápnum.“ En hvaða mat getur þú alls ekki borðað? „Ég hef nú aldrei getað borðað sviðakjamma,“ segir Anna Mjöll og hlær. „Ég vil helst ekki borða neitt sem er að horfa á mig á meðan ég borða. Ég hef prófað hitt og þetta eins og kengúru, snák, snigla og krókódíl en þau horfðu öll í hina áttina á meðan ég borðaði,“ bætir hún við. Ef þú þyrftir að velja eina mál- tíð til að borða það sem eftir er ævinnar – hvað mundir þú velja? „Ef ég hefði bara eina máltíð myndi ég velja jóla-lambarúlluna með brúnkálinu sem mamma ger- ir. Hún er best.“ Hver er skrýtnasti rétturinn sem þú hefur smakkað? „Það var sennilega „fresh fish“ sem ég pantaði einu sinni í Bang- kok. Það var ekkert ferskt við hann. Það var búið að kveikja í honum og ég fékk bara svarta, brennda beinagrind á diskinn.“ Íhugaði að hringja heim og segja bless Talið berst að eftirminnilegri minningu tengdri mat. Þá stendur ekki á svörunum hjá okkar konu, en við vörum lesendur við graf- ískri lýsingu á því sem gekk á. „Ég man eitt sinn á tón- leikaferðalagi í Búkarest. Við vor- um öll voðalega þreytt og kom- um inn á mjög fínt hótel þar sem þjónustufólkið beið eftir okkur í sínu fínasta pússi og vísaði okkur inn í sal. Þar var stærsta og flottasta hlaðborð sem við höfðum nokkurn tímann séð. Við réðumst á borðið og ég fékk mér helling af dýrindis rækjum og hitt og þetta,“ segir Anna Mjöll, sem var södd og sæl eftir máltíðina. Hálfum sólar- hring síðar dundu ósköpin yfir. „Tíu til tólf tím- um síðar fór ég að skjálfa inni á hótelherbergi og þá byrjaði ballið – matareitrun af verstu tegund,“ segir Anna Mjöll og brosir er hún rifjar upp þessa hræðilegu lífsreynslu. „Ég var ekki viss um að ég myndi lifa þetta af. Ég var að hugsa um að hringja heim og segja bless, bara svona til vara. Maturinn kom út alls staðar sem hann gat og af svo miklum krafti að hann kom meira að segja út um nefið. Ég var svo máttlaus að ég var komin með þetta í hárið og út um allt. Ég náði að hringja í lækn- inn sem ferðaðist með okkur sem bauðst til að koma inn í herbergi. En honum var ekki alveg treystandi í svoleiðis aðstæðum þannig að ég sagði honum að ég myndi koma til hans. Hann var uppi á efstu hæð með Julio Iglesias,“ segir Anna Mjöll, en hún ferðaðist um tíma um heiminn með spænska látúns- barkanum og hljómsveit hans. „Ég náði að skríða út í lyftu með hárið allt klístrað, svarta bauga undir augunum og lyktin af mér hefur örugglega verið allsvakaleg. Ég mætti hjónum í lyftunni sem héldu niðri í sér andanum. Ég man alltaf eftir því þegar lyftu- dyrnar opnuðust og fyrir framan mig stóðu þrír vel vopnaðir lífverð- ir. Þeir lögðu allir hönd á byssuna. Ég leit á þá í allri minni dýrð og þeir litu á mig. Ég gekk bara beint framhjá þeim án þess að segja orð. Þeir sáu örugglega að það væri bara best að láta þessa eiga sig,“ segir Anna Mjöll, sem getur hleg- ið dátt að atvikinu í dag. Sem bet- ur fer náði söngkonan sér að fullu og fékk síðar að vita að alls nítján manns hefðu fengið matareitrun þetta kvöld, þar af fjórir mjög alvar- lega. Karrí í kósímat Eftir þessa átakanlegu sögu er ei- lítið kómískt að biðja Önnu Mjöll um uppskriftir að hennar eftirlætis kósímat og eftirrétti. „Minn kósímatur í augna- blikinu eru réttir eins og þessi kókoskarríkjúklingur (sjá mynd). Auðveldir og mjög góðir fyrir sál- ina. Ég bæti oftast við frosnum, grænum baunum eða bara ein- hverju frosnu grænmeti sem er til í frystinum. Svo læt ég líka slatta af Garam Masala-kryddi í alla karrírétti. Það gerir þá alltaf betri og ýtir undir karríbragðið góða.“ „Ég get aldrei gengið framhjá ísdeildinni án þess að ná í Ben & Jerry’s Chocolate Brownie Fudge-ís. Hann er voðalega góður. Ég er mikill aðdáandi eftirrétta, svo lengi sem þeir innihalda súkkulaði auðvitað. Það verður að vera súkkulaði. „Lífið er eins og konfektkassi“ – var það ekki sagt í einhverri bíómynd? Hér er einn ofboðslega góður eftirréttur sem slær alltaf í gegn þegar ég er með matarboð.“ Blaut súkkulaðikaka Uppskrift af vefsíðunni Food & Wine Hráefni: n 115 g ósaltað smjör n 170 g dökkt súkkulaði n 2 egg n 2 eggjarauður n 50 g sykur n Smá salt n 2 msk. hveiti Aðferð: Hitið ofninn í 230°C. Takið til 6 lítil form og smyrjið þau með smjöri og dustið hveiti í þau. Sláið á botninn á formunum til að ná sem mestu hveiti úr. Setjið formin á ofnplötu. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeytið saman egg, eggjarauður, sykur og salt í meðal- stórri skál þar til blandan hefur hvítnað og þykknað. Þeytið brædda súkkulaðið og smjörið þar til blandan er silkimjúk. Blandið eggjablöndunni og hveitinu varlega saman við með sleif eða sleikju og hellið deiginu í formin. Bakið í 12 mínútur, eða þar til toppurinn er bakaður en miðjan mjúk. Leyfið kökunum að kólna í formunum í 1 mínútu. Setjið síðan disk ofan á hverja köku fyrir sig og snúið þeim varlega við. Leyfið þessu að standa í nokkrar sekúndur og fjarlægið síðan formin. Berið strax fram. „Maturinn kom út alls staðar sem hann gat Kókoskarríkjúklingur Uppskrift af vefsíðunni Epicurious Hráefni: n 4 kjúklingabringur, skornar í litla bita n 2½ tsk. milt karríkrydd n 1½ tsk. salt n ½ tsk. pipar n 2 msk. kókos- eða grænmetisolía n ½ meðalstór laukur, saxaður n 1 dós kókosmjólk n 1 engiferbútur, án hýðis n 4 hvítlauksgeirar, án hýðis n ½ bolli kasjúhnetur (má sleppa) n 1½ tsk. sinnepsfræ (má sleppa) n 140 g spínat n Kóríander Hrísgrjón eða naan-brauð (meðlæti) Aðferð: Setjið kjúkling í meðalstóra skál og kryddið með karríi, salti og pipar. Takið pönnu í hönd og hitið tvær matskeiðar af olíu yfir meðalhita. Setjið laukinn á pönnuna og steikið í um 2 mínútur. Setjið kókosmjólk, engifer og hvítlauk í blandara og maukið. Setjið blönduna, ásamt kjúklingnum, á pönnuna og eldið í 7 til 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldað- ur í gegn og sósan farin að þykkna. Takið þá til aðra pönnu og hitið tvær teskeiðar af olíu yfir meðalhita. Eldið hneturnar og sinnepsfræin í 2–3 mínútur. Bætið spínati í kjúklingablönduna og eldið í 1 mínútu. Deilið kjúklingnum í fjórar skálar og skreytið með kóríander og hnetu- blöndunni. Berið fram með hrísgrjónum eða naan-brauði. Lífið er eins og konfektkassi Kókos karrí- kjúklingur er í uppáhaldi hjá söngkonunni. Anna Mjöll getur ekki borðað svið. Anna Mjöll syngur Bowie um helgina.Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.