Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 65
SAKAMÁL 655. oktober 2018 Robinson hann þá í annað her­ bergi. Henley gat engan veg­ inn gert upp við sig hvað hann ætti að kaupa og tók í skyndi þá ákvörðun að láta greipar sópa, greiða ekkert fyrir og hafa sig á brott með hraði. Henley dró upp þjónustu­ skammbyssu sína og fyrr en varði var hann búinn að skjóta einu skoti. Skotið hæfði Robinson í kviðinn og hneig hann veinandi af kvölum og angist niður á gólfið. Tómhentur af vettvangi Leiða má líkur að því að þetta hafi ekki verið ætlun Henley því hann yfirgaf bókaverslunina í ofboði og tómhentur í þokkabót. Síðan ruddi hann sér leið í gegnum gangandi vegfarendur og lét sig hverfa. Nokkrum mínútum síðar kom ungt par í bókabúðina. Engan var að sjá við afgreiðsluborðið og fór maðurinn inn fyrir og kannaði málið. Innan fimm mínútna var lög­ regluþjónn kominn á staðinn og korteri síðar voru rannsóknarlög­ reglumenn frá Scotland Yard byrj­ aðir að fínkemba vettvanginn í von um að finna vísbendingar í þessu morðmáli. Robinson hafði dáið í sjúkrabílnum á leið á spít­ ala. Sjóliði í uppnámi Henley komst óséður um borð í Iroquois og laumaðist til híbýla sinna. Á vettvangi ræddi lögreglan við vitni og nokkur þeirra áttu það sammerkt að hafa séð haltrandi sjóliða með gleraugu og virtist sá í miklu uppnámi. Lögreglan hafði samband við öll herskip breska flotans sem bundin voru við bryggju í London og nágrenni – um borð í þeim var allt með kyrrum kjörum og vitað um ferðir áhafna. Játning undir fjögur augu Iroquois var eina erlenda herskip­ ið í London og klukkan ellefu að kvöldi laugardagsins 27. október höfðu rannsóknarlögreglumenn samband við skipstjóra þess. Skipstjórinn lét þegar fram­ kvæma nafnakall og varð undr­ andi þegar í ljós kom að Henley var um borð, enda taldi hann að ungu sjóliðarnir hefðu allir farið frá borði. Að nafnakalli loknu óskaði Henley eftir því að tala við skip­ stjórann undir fjögur augu. Viður­ kenndi hann að hafa skotið Robin­ son og brotnaði niður þegar honum var sagt að Robinson hefði dáið. Í öngum sínum bætti hann við að hann vildi að hann sjálfur væri dauður. Fylltist ofsahræðslu Ef lögreglan átti von á harðsvíruð­ um glæpamanni þegar hún yfir­ heyrði Henley daginn eftir þá var engu slíku til að dreifa. „Ég á við vandamál að stríða og það er or­ sök þessa alls. Ég ákvað að þegar ég kæmi til London myndi ég verða mér úti um klám með því að ræna búð. Ég hafði byssuna með mér til að verða mér úti um klámið með hótunum,“ sagði Henley. Henley sagði enn fremur að honum hafi virst sem Robinson ætlaði að ráðast á hann: „Ég fylltist ofsahræðslu og tók í gikkinn. […] Það gerðist ósjálfrátt.“ Heimild til dauðarefsinga Þann 8. nóvember var úrskurðað að Henley skyldi sæta varðhaldi þar til hann kæmi fyrir dóm í des­ ember. Henley var í slæmum mál­ um því hann hafði viðurkennt að hafa skotið Robinson til bana við ránstilraun. Neðri deild breska þingsins hafði, meðan Henley var á bak við lás og slá, sett lög um morð sem fólu í sér heimild til dauðarefsinga. Engu að síður játaði Henley sig sekan frammi fyrir dómara í Old Bailey þann 5. desember og hafði dómarinn ekki fyrir því að upplýsa Henley um mögulegar afleiðingar þess. Fyrirmyndarfangi Á bak við tjöldin hafði verjandi Henley verið upplýstur af innan­ ríkisráðuneytinu um að engar hengingar yrðu framkvæmdar fyrr en áður nefnd lög tækju gildi, sem yrði ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Vegna þessara þriggja mánaða sluppu 42 dæmdir morðingjar, Henley þar á meðal, með skrekk­ inn. Þegar vika var til jóla fékk Henley að vita að hann slyppi við hengingarólina. Hann varð fyrir­ myndarfangi og í desember 1964 gat hann um frjálst höfuð strokið eftir átta ár í fangelsi og sneri heim til Kanada. Þannig fór um sjóferð þá. n ALLT FYRIR SULTUGERÐ FRÁ FLÓRU n Henley glímdi við veikleika n Klám var hans ær og kýr n Fór vopnaður skammbyssu í verslunarleiðangur Skotinn í kviðinn John Robinson varð ekki lífs auðið. Bókaverslun James Áfangastaður Richards Henley við Dean Street í London. 20. desember, 2010, var íranska konan Mahin Qadiri hengd fyrir að hafa myrt fimm konur. Fórnarlömb Mahin Qadiri voru miðaldra konur og fyrsta morðið framdi hún í febrúar 2008 og hið síðasta í maí 2009. Mahin barði konurnar með járn- stöng svo þær misstu meðvit- und og síðan kyrkti hún þær. KLÁMFÍKN KOSTAÐI MANNSLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.