Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 23
FÓLK - VIÐTAL 235. október 2018 „Eftir fyrsta skiptið þá hugsaði ég; Vá, mig langar að gera þetta aftur, þetta var geð- veikt. Reynir Bergmann er einn þekktasti snappari landsins í dag en hann opnaði snapp sitt, reynir1980, fyrir rúmlega ári. Upphaflega fór fólk að fylgja honum vegna þess hve ótrúlega opinn, hress og skemmtilegur karakter hann er, en eftir að hann tók sér tveggja mánaða frí frá snappinu síðasta haust varð sprenging í fylgjendafjölda hans. Ástæðan fyrir gífurlega auknu áhorfi var sú að Reynir ákvað að segja frá því í einlægni af hverju hann tók sér raun- verulega frí frá Snapchat. Reynir er þrjátíu og sjö ára gamall fjölskyldufaðir sem býr á Selfossi. Æska hans var góð og einkenndist af umhyggju og góðu uppeldi á ástríku heimili. Þegar Reynir var þrettán ára fór hann eins og margir aðrir unglingar að fikta við áfengi, stuttu síðar varð líf hans barátta upp á líf og dauða. „Ég ætlaði alls ekkert að enda sem eiturlyfjafíkill. Ég hafði plön um að verða alveg brjálaður fót- boltamaður. Þegar ég var að alast upp þá var Ásgeir Sigurvinsson karlinn og mig langaði bara að vera þannig. En ég einmitt gerði þessa vitleysu, að prófa einu sinni og það varð ekkert úr neinum plönum sem hafði. Fram- tíðarplönin fóru bara öll. Ég var þrettán ára þegar ég prófaði fyrst áfengi, þá var ég bara unglingur að prófa mig eitthvað áfram. En um áramótin 1998–1999 gjörbreyttist líf mitt. Þá prófaði ég kókaín í fyrsta skiptið, við vorum fjór- ir strákar saman og keyptum okkur eitt gramm. Eftir það hef ég ekki litið við neinu öðru, hef bara ekki notað neitt annað,“ segir Reynir í einlægu viðtali við blaðakonu DV. Byrjaði sem saklaus skemmtun og endaði sem vandamál Áður en Reynir fór að nota kókaín hafði hann prófað nán- ast öll önnur fíkniefni en aldrei ánetjast þeim. „Ég prófaði að drekka, svo fór ég og reykti kannabisefni eða hass, það var lítið um gras á þessum tíma. Ég prófaði sýru, amfetamín og landa. Tók amfetamín á djammið með landa í bakpoka í sjoppunni. En þetta var ekki ég. Mér fannst þetta ekkert spes. Ég vildi frekar fara að selja eiturlyf og græða peninga. En áramótin 1998—1999 þá bara hvarf ég. Þá fann ég eitthvert efni sem tók mig, pakkaði mér saman, traðkaði á mér og ég hlýddi bara.“ Reynir segist strax hafa fundið mun á kókaíni og öðrum efn- um sem hann hafði not- að. „Eftir fyrsta skiptið þá hugs- aði ég; „Vá, mig langar að gera þetta aftur, þetta var geðveikt.“ Og þetta var þannig fyrst um sinn. Þá leið manni eins og mað- ur væri tveir metrar, voða breiður og svaka karl. Þetta var skemmti- legt í byrjun en svo fór þetta að vera semi-skemmtilegt með smá- vegis af vandamálum og í lokin var þetta ekkert nema vandamál. Mér finnst það svolítið góð lýsing á þessu ferli.“ Allt frá þessum afdrifaríku ára- mótum, þegar Reynir missti tök- in á neyslu sinni, hefur hann háð baráttu við fíkniefnadjöfulinn sem hefur birst honum í mörgum myndum. „Ég hef farið í ógeðslega margar meðferðir og þar á meðal oft inn á Vog. Ég er þannig alkóhólisti að ef ég dett í það og fer á fyllerí þá þarf ég bara að komast inn á lok- aða stofnun til þess að geta hætt. Ég vakna ekkert og ákveð að nú sé ég hættur. Ég þarf að komast ein- hvers staðar inn þar sem ég er bara lokaður af og ég er trapp- aður niður, þá get ég byrjað að hugsa rétt. Líf mitt hefur verið þannig að ég fer í meðferð og verð edrú í tvö til þrjú ár. Næ alltaf svolitlum tíma og svo dett ég í það. Ég byrja kannski að laumast og ég held að ég sé voða laumulegur og enginn viti neitt en for- eldrar mínir og konan mín átta sig strax á hvað ég er að gera. Svo spring ég og eftir kannski tvo mánuði þá kemur „Fokk-i- dið“, þá eru all- ir búnir að loka á mig og ég hryn.“ Fíkniefnaheimurinn mikið svartari en fólk grunar Það var einmitt síðasta haust sem Reynir féll síðast og þurfti að fara í meðferð í tvo mánuði. Eftir meðferðina ákvað hann að vera heiðarlegur við fylgjendur sína á Snapchat og láta þá vita af hverju hann hefði verið fjarverandi undanfarna mánuði. Það var þá sem fylgjendum honum fór hratt fjölgandi og áður en hann vissi af var hann farinn að svara um tvö hundruð skilaboðum á hverju kvöldi frá áhyggjufullum foreldr- um eða hræddum unglingum. „Ég setti söguna mína út í maí, málið var að ég var búinn að vera að snappa og datt svo í það. Fór í meðferð í janúar og þá var ég kominn með um tíu þús- und fylgjendur á Snapchat. Ég snappaði ekkert í tvo mánuði og þurfti að út- skýra það fyrir fólki. Það var „heavy“ erfitt en ég ákvað að segja fólki hvað var í gangi og það varð einhver sprenging út af þessari sögu. Allt í einu voru 21 þús- und manns að hlusta á mig og fólk bað mig um að segja söguna aftur og aftur. Ég fékk örugglega um tvö til þrjú þúsund skilaboð frá ör- væntingarfullum eiginkonum og foreldrum og ég var í tvo mánuði að svara öllum þessum skilaboð- um. Ég var með grátandi mömm- ur í símanum og var farinn að hjálpa fólki. Ég fékk líka mörg fal- leg skilaboð frá mömmum um að börnin þeirra hefðu farið í með- ferð. Ég þekki konu sem var að vinna á Vogi og hún sagi mér að helgina eftir að ég sagði sögu mína þá hefði verið mikil fjölgun í inn- hringingum. Þetta hjálpaði mér, ég hef rosalega gaman af því að hjálpa fólki. Ég er ekki að segja að ég sé meðferðarráðgjafarsnappari en fólk leitar til mín og ég svara því og hef gaman af. Ég get bara sagt af minni reynslu og hvað ég er að gera. Að geta hjálpað fólki með þetta fíknidæmi í gegnum snappið er magnað. Það er æðislegt. Þetta er hrottafengin heimur, þetta er miklu svartara heldur en fólk ger- ir sér grein fyrir. Ég fór sem dæmi á myndina Lof mér að falla um daginn og ég hafði heyrt að hún væri alveg sjúk og að fólk gengi út í hléi. En mér fannst hún ekk- ert sjúk, mér fannst hún alveg „hardcore“ en ég hef verið á þess- um stað. Ég hef verið þessi stelpa, verið á götunni og átt kost á að fara inn og ég hef líka verið ógeðslegi gaurinn sem átti dópið. Ég hef reyndar ekki sprautað mig, það er eina prinsippið sem ég hef haldið í. Ég hef alltaf sagt að sprautufíkl- ar séu nískupúkar en þeir eru samt ekkert veikara fólk en aðrir.“ Níddist á fólki til þess að fá peninga Það sem hefur bjargað lífi Reynis í gegnum allt sem á hefur gengið er að hann hélt alltaf vinnu. „Ég hef alltaf unnið, í dag þakka ég vinnuveitendum mín- um og verkstjórum fyrir að gefa mér alltaf sénsinn,“ segir Reynir. „Ég hef farið í meðferðir og heyrt fólk vera að tala um það að kom- ast á endurhæfingarlífeyri til þess að geta hlúð að sjálfu sér. En þetta er yfirleitt fólkið sem er fyrst á fyll- erí. Ef ég tæki þennan pakka, væri heima að hlúa að sjálfum mér í sex mánuði þá færi ég bara á fyll- erí. Maður þarf að komast út í lífið. Borga skatta og skyldur, vera með, hitta fólk og spjalla við strákana í vinnunni. Það er þetta sem hjálpar mér mest því það er hausinn á mér sem er alltaf verstur. Það er hann sem fær mig til þess að hugsa að það sé allt í lagi að fá sér smá. En á meðan ég er að vinna þá er ég ekki í þessum pælingum. Þá þarf ég bara að glíma við hausinn á mér þegar ég kem heim á kvöldin. Mér finnst svo sorglegt að fara í með- ferð og sjá unga krakka sem hugsa bara um að komast á endurhæf- ingarlífeyri, mér finnst það svo grátlegt.“ Reynir hefur þurft að gera ým- islegt til þess að fjármagna neyslu sína í gegnum árin enda er fíkni- efnaneysla alls ekki ódýr. „Þetta er ógeðslega dýrt. Við erum tvisvar sinnum búin að safna okkur fyrir útborgun fyrir íbúð. Með fimm milljónir inni á bankareikningi og ætlum að fara að hjóla í íbúðarferli þegar ég hef dottið í það. Einum og hálfum mánuði seinna á ég ekki krónu. Ég hef þurft að bjarga mér á ýmsan hátt, ég hef flutt inn haug af eit- urlyfjum, ég hef þurft að níðast á fólki til þess að fá peninga, ég hef þurft að vingast við kvenfólk til þess að geta sent það til útlanda til þess að sækja eiturlyf. Þetta er búið að vera ógeðslegt ferli.“ Krakkneysla skemmdi tauga- boðkerfið í heilanum Eftir eina meðferðina sem Reynir fór í ákvað hann að flytja til Noregs til þess að reyna að halda sér edrú. Líf hans gekk ótrúlega vel og hann var kominn í góða vinnu og farinn að safna sér pening til þess að geta keypt sér íbúð á Íslandi. „Allt var æðislegt, ég var bú- inn að safna mér fullt af pening en þá datt ég í það í Noregi og það var mjög erfitt að komast í kókaín þar þannig að ég fór að reykja upp- steypt kókaín, í rauninni krakk. Ég brann út á einum mánuði, var bú- inn að selja allar eigur mínar og veiktist mikið. Ég þurfti að liggja á spítala í Stavanger og það vissi í rauninni enginn hvað gerðist. Ég hálfpartinn missti málið, gat ekki talað, var allur skakkur og átti erfitt með að ganga. Mér skildist á læknunum að þetta væri bara út af krakkneyslu, eitthvað í taugaboð- kerfinu í heilanum. Þegar ég kom svo heim var ég með talsvert magn af eiturlyfjum með mér og ætlaði þá að byrja edrú líf, nýtt líf. Ég kom heim, datt í það og ég bara datt út. Ég man að ég fór í sjúkrabíl upp á taugadeild Landspítalans þar sem ég var í þrjár vikur. Þá var ég búinn að vera vakandi á kókaíni heima hjá mér í einhverja daga. Tauga- kerfið hrundi.“ Þegar Reynir hefur fallið er neysla hans sjaldnast tengd ein- hverju neikvæðu í lífi hans né er hann að neita eiturlyfja vegna þess að hann sé að skemmta sér með vinum sínum. Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.