Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 4
4 5. oktober 2018FRÉTTIR
Er Góði hirðirinn að breytast í Epal?
S
varthöfði hefur velt því fyrir
sér af hverju Góði hirðirinn
er orðin svona dýr búð. Þar
er selt rusl. Þarna er til dæm-
is verið að selja stól úr hrosshári á
75 þúsund krónur. Le Corbusier er
hann kallaður og er víst fínt merki
utan úr heimi. Svarthöfði þurfti að
klípa sig í upphandlegginn til að
athuga hvort hann væri nokkuð að
dreyma. Gekk Svarthöfði kannski
óvart inn í Epal en ekki nytja-
markað Sorpu þennan dag? En jú,
Svarthöfði var vel vakandi og enn
þá í ruslabúðinni.
Harmonika 55 þúsund krónur,
prjónavél 12 þúsund, lítið barborð
14 þúsund. Allt með ljótum græn-
um verðmiðum sem erfitt er að
ná af og meiðir Svarthöfða undir
nöglunum. Gamlir He-Man-kall-
ar á 650 krónur stykkið. Þeir eru
ekki einu sinni með með brynju og
sverð. Bara berir að ofan og hálf-
rytjulegir greyin.
Eins og ávallt mætir Svarthöfði
tímanlega og sá að fyrir opnun
stóðu tugir fyrir utan búðina og
biðu þess að hún yrði opnuð.
Þetta hefur Svarthöfði aðeins séð
þegar Dunkin’ Donuts var opnað í
Austur stræti árið 2015. En jú, líka
í sjónvarpinu þegar Kanar berjast
um raftæki á svörtum föstudegi.
Svarthöfða var svolítið brugðið en
lét ekki deigan síga.
Svarthöfði fór á stúfana og leit-
aði skýringa á þessu. Komst hann
að því að bölvuðu góðærinu er
um að kenna. Íslendingar kaupa
allt nýtt og henda nánast ónotuð-
um hlutum beint í tunnuna, sumu
enn í verksmiðjuplastinu. Stór-
vesírarnir á Sorpu geta því val-
ið bestu bitana en sleppt alvöru
ruslinu.
Veltir Svarthöfði fyrir sér hver
næstu skref Góða hirðisins verði.
Munu þeir opna netverslun? Aug-
lýsa vörur sínar í Sjónvarpinu?
Kannski fara í útrás til Köben og
Lundúna? Den Gode Hyrde – Des-
ign Fabuleux.
Þetta er varhugaverð þróun að
mati Svarthöfða. Strangheiðarlegt
alþýðufólk hefur varla efni á að
kaupa rusl lengur. Góði hirðirinn
er hins vegar ekki eini nytjamark-
aðurinn á höfuðborgarsvæðinu og
hefur Svarthöfði í auknum mæli
neyðst til að versla við markað ABC
Barnahjálpar og Rauða krossinn.
Þar er ruslið á mun samkeppn-
ishæfara verði og þjónustan fín.
Það kæmi Svarthöfða þó hins
vegar lítið á óvart ef þessir mark-
aðir færu að elta Góða hirðinn og
þá er voðinn vís. Hvar verður þá
hægt að kaupa rusl? n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Tungan er sterkasti vöðvinn í líkamanum.
Ronald Reagan vann sem lífvörður á
háskólaárum sínum. Hann bjargaði 77
mannslífum.
Hátt í 97% af vatni jarðar eru
ódrykkjarhæf.
Georg I, konungur Englands, var í
raun þýskur.
Gamanleikarinn Row an Atkin son
er með meist ara gráðu í raf magns
verk fræði.
„Stór-
vesírarnir
á Sorpu geta því
valið bestu bitana
en sleppt alvöru
ruslinu
Góði hirðirinn Nálgast Epal í verðlagningu.
Hver er
hún
n Hún er fædd 8.
febrúar árið 1977.
n Hún er tónlistarkona og
á ekki langt að sækja
hæfileikana.
n Hún gaf út sína fyrstu plötu árið
2001 og hefur vakið mikla lukku
með hljómsveitunum Steed Lord
og Blissfull.
n Hún hefur verið búsett í Los
Angeles í tæpan áratug.
n Hún gerði nýlega samning við
útgáfurisann Sony um dreifingu á
nýrri plötu.
SVAR: SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR
M
innst einn Íslending-
ur hefur fallið í gildru
falsfrétta sem kennd-
ar eru við Viðskipta-
baðið. Um er að ræða síðu sem
heiti Heralded News sem lítur
út fyrir að vera vefur Viðskipta-
blaðsins og birtir þar falskar frétt-
ir sem eiga að fá Íslendinga til að
skrá sig sem Bitcoin-kaupendur.
Fréttirnar, sem eru margvíslegar
og hafa fram til þessa innihaldið
myndir af þekktum Íslendingum
á borð við Björgólf Guðmundsson,
Rúnar Frey Gíslason og Jón Ásgeir
Jóhannesson ásamt Einari Þor-
steinssyni í Kastljósinu. Hefur Ein-
ar sagt að hann sé „alveg bit“ að
vera notaður á þennan hátt. Þess-
um fréttum var svo dreift á Face-
book-síður Íslendinga.
Íslensk kona um þrítugt, sem
vildi alls ekki koma fram undir
nafni, segir í samtali við DV að
hún hafi fallið í gildruna. Hún hafi
ekki haldið að hún yrði jafn rík á
einni nóttu og fréttin lofaði en það
væru hugsanlega gróðamöguleik-
ar þarna á ferð. Eftir að hún lét síð-
una fá nafn sitt og símanúmer var
hún beðin um að afhenda korta-
upplýsingarnar sínar. „Þá leist mér
ekki lengur á blikuna, þeir vildu að
ég keypti Bitcoin og lofuðu að ég
fengi upphæðina margfalt til baka,
þá hætti ég við,“ segir konan.
Hún var búin að láta aðilana
fá símanúmerið og fór hún þá fá
ítrekuð símtöl úr erlendu núm-
eri. „Ég vaknaði kl. 8 og var þá
strax með sex ósvöruð símtöl. Ég
vildi ekki svara, ég vildi helst bara
gleyma þessu.“
Þóttust ekkert vita
Númerið sem var hringt úr er
svissneskt og er ekki skráð í síma-
skrá í landinu. Þegar blaðamaður
DV hringdi í númerið var svarað
hjá einhverju sem kallar sig Trade
Capital. Sá sem svaraði í símann
kannaðist ekki við selja Íslending-
um Bitcoin eða aðra rafmynt og
vildi ekki ræða samband Trade
Capital við Heralded News. Vildi
viðkomandi lítið gefa upp hvernig
fyrirtæki Trade Capital er, en sagði
það vera í Zurich. Átti blaðamað-
ur að fá símtal innan skamms frá
sölumanni, það símtal kom ekki.
Víða er varað við fyrirtæki sem
kallar sig Trade Capital, á vef For-
ex kemur fram að höfuðstöðvar
Trade Capital er hótelherbergi í
Genf. Vefsíðan þeirra er svo skráð
á Lozareo Group, félag með höf-
uðstöðvar í kráarhverfi Edin-
borgar, 151 fyrirtæki er skráð í
sömu byggingu. Eigandi Trade
Capital heitir Zafar Mavlyanov og
kemur frá Úsbekistan.
Glatað fé
Samkvæmt vef ScamChargeBack
eru fyrirtæki á borð við Trade Capi-
tal ekki raun að selja rafmynt held-
ur biðja þau um fjárfestingu og
lofa fórnarlömbum sínum háum
fjárhæðum síðar. Það fé skilar sér
aldrei og fyrirtækin hætta að svara
tölvupósti og loka símanúmerinu
sínu. Vefsíða Viðskiptabaðsins var
virk í gær en nú er búið að breyta
hlekknum og fjarlægja allt sem
viðkemur Bitcoin og loforðum um
ríkidæmi. En síðan hefur sprottið
upp á öðrum vefslóðum.
Konan varar aðra við að falla í
sömu gildru. „Ég var bara að fletta
á Facebook og sá íslenska frétt
sem lofaði að ég yrði rík. Ég skil
ekki hvernig ég gat látið plata mig
svona en sem betur fer tapaði ég
engu.“ n
„Ég sá íslenska frétt sem lofaði að ég yrði rík“ „Ég skil ekki
hvernig ég gat
látið plata mig svona
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is
Íslensk kona féll í
„Viðskiptabaðs“-gildruna