Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 56
56 5. október 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 6. nóvember 1931 Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is BJARGRÆÐI FRANSKA SPÍTALANS A tvinnuleysið sem fylgdi kreppunni miklu olli því að fjölmargir Íslendingar áttu ekki til hnífs og skeiðar. Atvinnuleysistryggingar komu ekki til sögunnar fyrr en árið 1936 og því voru margir upp á náð og miskunn samborgara sinna komnir. Franski spítalinn varð einn helsti bjargráðastaður Reykvíkinga á fyrstu árum kreppunnar. Franski spítalinn við Lindar- götu 51 hafði áður verið athvarf Íslendinga á neyðartímum. Árið 1918 kom spænska veikin til landsins og lögðust þá margir þar inn. Einnig í miklum tauga- veikifaraldri rúmum áratug fyrr. En í kreppunni miklu kom fólk þangað vegna hreinnar örbirgð- ar en ekki veikinda. Þetta var fólk sem hafði ekk- ert lífsviðurværi, átti ekki fyrir mat og hafði misst húsnæðið. Til bráðabirgða gat þetta fólk gist í spítalanum á meðan pláss leyfði. Húsið var eitt af þeim glæsileg- ustu í Reykjavík, reist um alda- mótin til að sinna frönskum sjó- mönnum. Sannkallað neyðarástand ríkti og neituðu margir leigusalar að hleypa fólki inn nema það borgaði heilan vetur fyrirfram. Hundruð fjölskyldna um allt land voru leystar upp og með- limum holað niður hér og þar. Þann 2. janúar árið 1932 tók mötuneyti safnaðanna til starfa í Franska spítalanum. Tíu þúsund máltíðir voru gefnar þann vetur og 40 þúsund þann næsta. n H eimskreppan mikla hófst þann 29. október árið 1929 þegar hlutabréf hríðféllu á markaðnum á Wall Street í New York. Eins og gárur á vatni komu áhrifin hingað ári síðar og vörðu þau lengur á Íslandi en á flestum öðrum stöðum. Má segja að allur fjórði áratugurinn hafi lit- ast af kreppunni og þeirri fátækt og átökum sem henni fylgdu. Engu að síður var þetta sá tími þegar al- menningur fékk bragarbót á mörg- um sviðum þjóðlífsins. Tugir slösuðust í götuóeirðum Síldin kom og síldin fór og síldin hríðféll í verði haustið 1930, alls um þriðjung verðgildis og langt um- fram verð á innflutningi. Orsakaði þetta mikinn ójöfnuð á milli inn- og útflutnings sem leiddi til þess að at- vinnulífið dró saman seglin og fólk missti vinnuna. Kreppan skall á landinu með mismiklum þunga. Mest í sjávar- plássunum í Hafnarfirði, á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Ástandið var skárra í landbúnaðarhéröðun- um á Norðurlandi og Suðurlandi. Einnig í Reykjavík þó að áhrifin væru töluverð þar einnig. Veturnir voru verri en sumrin en sveitarfélögin reyndu að halda uppi atvinnubótavinnu til að fólk gæti dregið fram lífið. Á veturna var atvinnuleysið yfirleitt í kringum átta prósent. Atvinnubótavinnan kostaði hins vegar sitt og strax árið 1932 vildi bæjarstjórn Reykjavíkur lækka kaupið um 30 prósent. Þann 9. nóvember átti að leggja tillöguna fram á fundi í Góðtempl- arahússins, eða Gúttó. En þá var gerður aðsúgur að húsinu og mikil mótmæli hófust innandyra. Mótmælin leystust upp í slags- mál og færðust út á götu. Börðust þar verkamenn við lögregluþjóna borgarinnar og var barist með kylf- um, stólfótum og öllu sem hönd á festi. Lauk þeirri rimmu með því að lögreglan hörfaði og bæjarstjórn hætti við tillöguna. Meira en 20 lög- reglumenn slösuðust en enginn lést í óeirðunum. Kommúnistar voru sagðir ábyrgir en sá flokkur hafði ver- ið stofnaður tveimur árum áður sem klofningur úr Alþýðuflokkn- um. Líkt og víða í Evrópu voru kommúnistar á uppleið og kreppu- ástandið bjó til jarðveginn. Á Ís- landi náðu þeir hins vegar ekki teljandi áhrifum fyrr en undir lok kreppunnar þegar þeir sameinuð- ust Héðni Valdimarssyni og stuðn- ingsmönnum hans og mynduðu Sósíalistaflokkinn. Framsóknarmenn voru við völd í kreppunni og tryggðu þeir að bændur gætu haldið úti búskap með lánum úr sérstökum sjóðum. Útflutningstekjurnar komu hins vegar nær eingöngu frá útgerðinni sem stóð virkilega höllum fæti. Verð á saltfiski og síld féll og tollar voru settar á íslenskan fisk í Bret- landi. Árið 1936 hófst borgarastyrj- öldin á Spáni, einu af helstu út- flutningslöndum Íslands, og varð það til þess að framlengja krepp- una hér heima. Skorið var við nögl alls staðar í þjóðfélaginu og innflutningshöft sett á. Þessi haftastefna átti eftir að setja mark sitt á íslenskt samfélag í marga áratugi. SKOTIÐ AÐ ÍSLEIFI HÖGNASYNI nVerkalýðsforingi í ólgusjó A ðfaranótt þriðjudagsins 26. janúar árið 1932 var Ísleifi Högnasyni, verkalýðsleið- toga í Vestmannaeyjum, sýnt banatilræði. Skotið var inn um glugga á heimili hans og minnstu munaði að kúlan hæfði hann. Heit- ar deilur voru í Vestmannaeyjum á þessum tíma í tengslum við út- gerðarmál og gekk Ísleifur þar fremstur í flokki fyrir réttindum verkafólks. Mánudagskvöldið 25. janúar bauð Ísleifur sex mönnum heim til sín eftir fund í félagi sínu og bjuggu þeir sig undir að fara klukkan eitt um nóttina. Rigning var úti, snjó- laust og ekki dimmt. Ísleifur gekk um íbúðina fram hjá einum glugg- anum þegar skotið var frá götunni. Minnstu munaði að kúlan hæfði Ísleif og gat kom á rúðuna sem var úr svokölluðu vitagleri. Mennirnir þorðu ekki að fara út fyrir en þegar þeir skyggndust út sáu þeir engan. Ekki heldur fundu þeir byssukúluna í herberginu. Þegar þeir loksins þorðu út sáu þeir engan fyrir utan en kölluðu til bæjar fógeta til að rannsaka málið. Skotið var talið hafa komið úr riffli og málið rannsakað sem til- ræði. Talið var að skotið hafi geig- að vegna þess að tilræðismaðurinn hafi verið í töluverðri fjarlægð en auk þess var glerið í rúðunni þykkt. Kommúnistar voru fljótir að setja atvikið í samhengi við annan fund sem var haldinn þetta kvöld í Breiðabliki. Þar komu saman stór- útgerðarmenn sem voru helstu andstæðingar Ísleifs og verkalýðs- félagsins. Ekki voru hins vegar all- ir sammála um að tilræðið hefði átt sér stað. Hægrimenn héldu því fram að annaðhvort hefði gatið ver- ið eftir steinvölu eða þá að Ísleifur hefði sviðsett atvikið. Ísleifur settist síðar á Alþingi fyrir Kommúnista- flokkinn og Sósíalistaflokkinn. n Franski spítalinn. Lindargötu 51. Ísleifur Högnason.Stóð við glugga þegar kúla fór í gegnum rúðuna. KREPPAN KEMUR TIL ÍSLANDS n Umbætur í skugga örbirgðar Gúttóslagurinn Tugir lög-reglumanna lágu óvígir eftir. Verkfall Vorið 1933 á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.