Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 14
14 14. sept 2018FRÉTTIR S kákfélagið Hrókurinn fagn­ aði á miðvikudaginn 20 ára afmæli og af því tilefni er sannarlega efnt til marg­ víslegra viðburða, jafnt á Íslandi og Grænlandi. Í dag, föstudaginn 14. september, klukkan 17, hefst Afmælismót Hróksins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal keppenda eru margir bestu skákmenn Íslands, áhugamenn úr öllum áttum, og flest efnilegustu ungmennin okkar. Heiðursgestur er Regina Pokorna, sem tefldi með hinu sigursæla liði Hróksins á Íslandsmóti skákfélaga. „Keppendalistinn endurspegl­ ar vel kjörorð okkar í Hróknum: Við erum ein fjölskylda,“ segir Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins. „Yngst er hin 11 ára Batel Goitom Haile, ein efnilegasta skákstúlka Ís­ lands, og aldursforsetinn er sjálfur Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari okkar og sannkölluð goðsögn. Alls verða átta stórmeistarar meðal keppenda, en líka harðsnúnir áhugamenn á öllum aldri og úr öll­ um áttum.“ Það sem byrjaði sem brandari varð að köllun Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir að undanfarin tuttugu ár hafi verið ævintýri líkust. „Við höfum heimsótt alla grunnskóla á Íslandi og hvert einasta sveitarfélag. Upp­ haflega var félagið stofnað í hálf­ gerðu bríaríi, við ætluðum bara að setja saman keppnislið fyrir Ís­ landsmót skákfélaga, byrja í fjórðu deild og vinna eina deild á ári og ná sjálfum Íslandsmeistaratitlinum á skemmsta mögulega tíma. Það tókst, en við lærðum margt á þeirri vegferð, meðal annars að gull­ verðlaun eru lítils virði miðað við að geta útbreitt gleði og vináttu og skapað ánægjustundir. Við áttuð­ um okkur á því, að skák er hið full­ komna verkfæri, enda geta allir teflt sér til ánægju, burtséð frá aldri, kyni, þjóðerni, bakgrunni eða lík­ amsburðum. Og fyrst og fremst: Skák er skemmtileg.“ Vorum komnir með nóg af gulli Hrókurinn hætti sem keppnisfélag árið 2004 eftir samfellda sigurgöngu í sex ár. „Við ákváðum að snúa okk­ ur alfarið að grasrótarstarfi og því að útbreiða fagnaðarerindið,“ segir Róbert. Í þeim anda hafa þeir Hrafn og Róbert heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga síðan 2003, unnið ötullega að skákstarfi meðal fólks með geðraskanir og auk þess heimsótt allt frá leikskól­ um til dvalarheimila aldraðra, fang­ elsa og athvarfa. „Við vorum komn­ ir með alveg nóg af gullpeningum og töldum tímanum betur varið í að virkja sem flesta,“ segir Róbert. Hrókurinn er sannarlega ekkert venjulegt skákfélag. Hróksliðar hafa unnið með samtökum á borð við Fatimusjóðinn, UNICEF á Ís­ landi, Rauða krossinn, Hjálpar­ starf kirkjunnar og Barnaheill, ekki síst að fjársöfnunum í þágu góðra málefna. Síðustu fjögur árin hef­ ur Hrókurinn að auki staðið fyrir fatasöfnun í þágu barna og ung­ menna á Grænlandi, en þar eru lífskjör til muna lakari en á öðrum Norðurlöndum. Landnám á Grænlandi „Þegar við héldum fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003 óraði okkur ekki fyrir því, sem síðan hef­ ur gerst,“ segir Hrafn. Skák var þá að kalla óþekkt á Grænlandi en það hefur heldur betur breyst. „Fyrsta mótið var mikil upplifun, enda vor­ um við flest að koma til Grænlands í fyrsta skipti, en nutum ómetan­ legrar liðveislu Benedikte Abelsen, fyrrverandi ráðherra á Grænlandi og formanns Kalak, vinafélags Ís­ lands og Grænlands. Nú, fimmtán árum síðar, höfum við farið um 80 ferðir til Grænlands, og haldið há­ tíðir vítt og breitt um hið mikla land. Við höfum eignast ótal vini þar og eins og ég þreytist ekki á að segja eru Íslendingar allra þjóða heppnastir þegar kemur að ná­ grönnum. Grænland hefur auðgað líf mitt, og allra þeirra sem hafa tek­ ið þátt í starfi okkar þar.“ Afmæliskaka beið Hróksliða á Grænlandi Á miðvikudaginn, daginn sem Hrókurinn fagnaði tvítugsafmæl­ inu, tóku fjórir knáir Hróksliðar land í Kullorsuaq, 450 manna bæ á 74. gráðu á vesturströnd Grænlands. Þar stendur nú sem hæst hátíð, þar sem skák, sirkusskóli og listasmiðja fyrir börn eru á dagskránni. „Það var tekið ævintýralega vel á móti okkur,“ segir Máni Hrafnsson, leið­ angursstjóri Hróksins í Kullorsuaq. Heimamenn, sem nú fagna 90 ára afmæli þessa mikla veiðimanna­ bæjar, biðu Hróksliða á bryggjunni og síðan var efnt til samsætis. „Þau voru meira að segja tilbúin með af­ mælisköku með merki Hróksins og svo sungu börnin í bænum fyrir okkur afmælis sönginn,“ segir Máni, sem tekið hefur þátt í skákland­ náminu frá upphafi. Hrókurinn hefur farið vítt og breitt um Græn­ land, en aldrei komist jafn norðar­ lega og nú. Óendanlegt þakklæti „Okkur er efst í huga þakklæti,“ seg­ ir Hrafn, aðspurður hvað standi upp úr eftir tuttugu ára starf. „Við erum óendanlega þakklát þeim ótal mörgu sem hafa tekið þátt í starfi okkar, stutt okkur í orði og verki og hvatt okkur til dáða. Ég er hrædd­ ur um að jafnvel heilt tölublað af DV dygði ekki til að telja upp alla þá sem hafa lagt okkur lið við að útbreiða boðskap vináttunnar og kærleikans.“ Aðspurður um næstu verkefni segir Hrafn: „Það er ýmissa tíðinda að vænta. Við ætlum að nota vetur­ inn til að fara um landið og stefn­ um að því að heimsækja enn á ný öll sveitarfélög á Íslandi. Við Ró­ bert höfum notið þeirra forréttinda að bera hita og þunga af þessu skemmtilega starfi og kannski mál til komið að svipast um eftir arftök­ um. Eitt er þó víst: Ævintýrið er rétt að byrja.“ n „Hefur verið skemmtilegt ævintýri, en Hrókurinn er rétt að byrja!“ n Hrókurinn fagnar 20 ára afmæli með stórmóti í Ráðhúsi Reykjavíkur og hátíð á Grænlandi n Það sem byrjaði sem brandari varð að köllun n Landnám á Grænlandi Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is ,,Okkur er efst í huga þakklæti. Hrafn, Guðni forseti, Bergsteinn í UNICEF og Róbert eftir velheppnað maraþon 2018 í þágu barna í Jemen. Stolt stúlka á Grænlandi með bikar frá Hróknum. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands, teflir í Ráðhúsinu. Hér er hann í Djúpavík á Ströndum ásamt Hrafni árið 2010. Ungur pjakkur í Kulusuk með prjóna- húfu frá Íslandi. Kristín Anna Claessen lætur sig aldrei vanta í fjáröflunarmaraþon Hróksins í þágu góðs málstaðar. Hrókurinn og Edda gáfu á sínum tíma 25.000 eintök af bókinni góðu, Skák og mát. Hróksliðar á Grænlandi. Róbert undirbýr kvöldverð undir vökulum augum Kristjönu G. Motzfeldt, heiðursforseta Hróksins. Skák er skemmtileg! Frá Ittoqqortoormitt, þar sem Hróksliðar halda árlega páska- skákhátíðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.