Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 26
26 FÓLK - VIÐTAL 14. sept 2018 „Ég hef bara verið í tyggjóinu, svo fór ég á Þjóðhátíð í Eyjum og fór í þetta,“ segir Brynjar og lítur á rafrettuna. „Þetta er bara eitthvert tóbaksbragð. Ég er reyndar meira í tyggjóinu. Ég hef oft hætt að reykja, tekið allt að tveggja ára hlé. Ég hef lítið reykt síðasta eitt og hálfa árið, nema ég reykti á haustmánuðum 2017. Svo á ég tvo syni sem hafa aldrei reykt, ég er ekki betri fyrir­ mynd en þetta,“ segir Brynjar og brosir. Ferðu nógu vel með sjálfan þig? „Nei, ég fer ekkert vel með mig. En betur en margir aðrir miðað við holdafar þjóðarinnar. Ég hugsa sæmilega um mig. Ég hef ekki alltaf lifað heilbrigðu lífi en ég passa mig að óhollustan fari ekki úr böndun­ um. Ég er ekki bindindismaður. Hef alltaf sagt að ég og vín eigum vel saman. Það fylgja samt engin vandamál minni drykkju, ég drekk líka ekki mikið, hún er algjörlega bundin einhverju tilefni. Ég drekk aldrei einn og það er aldrei vín með mat hjá mér, nema í matar­ boðum. En nikótínið hefur fylgt mér lengi þótt ég láti tóbakið vera í augnablikinu.“ Það hefur verið talað um að þér bregði mjög mikið, er þetta sjúk- dómur sem þú hefur? „Þetta er ekki sjúkdómur, þetta er bara almenn taugaveiklun,“ segir hann og hlær. „Þetta er bara eitthvað í boðkerfinu, taugaboðin verða mjög hröð upp í heila, þannig að viðbrögðin verða mjög ofsafengin. Það er hægt að fá lyf við þessu en á meðan hjartað er í lagi þá er allt í lagi að mér bregði eitthvað.“ Eins og samfélagsumræðan er í dag, stór orð látin falla og þú oft í hringiðu umræðunnar, hvaða áhrif hefur þetta á heimilislífið? „Mig grunar að þetta hafi haft einhver áhrif á strákana til að byrja með, en þeir eru það fullorðnir í dag að ég held að þeir afpláni þetta bara í rólegheitum. Sama með konuna mína. Það hefur valdið henni nokkrum óþægindum að ég sé í pólitík, en fjölskyldan stend­ ur alltaf saman, sem er mikil­ vægt. Svo er ég bara skammaður heima og látinn vita þegar ég geng of langt eða þau eru einfaldlega ósammála mér.“ Hefur þú orðið fyrir aðkasti vegna skoðana þinna? „Það eru tvö dæmi af Ölstof­ unni. Í bæði skiptin heyrði maður að þar voru á ferð mjög harðir femínistar, konur. Í fyrra skiptið var hellt yfir mig úr glasi fyrirvara­ laust. Í seinna skiptið var þess kraf­ ist að ég færi af staðnum, ég væri svo vondur maður. Ég fæ iðulega ekki svona viðbrögð þegar ég fer út á meðal fólks, margir koma og segja mér að þeir séu ósammála mér en sáttir við mig að öðru leyti. Enn fleiri koma og hrósa mér.“ Eigum að sýna mildi Hvað finnst þér um #metoo- byltinguna í vetur? „Það er mjög gott að menn fari yfir það hvernig bæta megi sam­ skipti fólks, tíðarandinn er auðvit­ að mismunandi. En eins og í öllum öðrum byltingum þá tekur ofstæk­ ið yfir, þá er hægt að hengja menn með því að segja að þeir hafi gert eitthvað fyrir 30 árum, enginn var kærður og enginn getur varið sig. Það samræmist illa reglum réttar­ ríkisins. Þeir sem brjóta af sér eru kærðir og það fer rétta leið, þú bíð­ ur ekki í mörg ár og ferð svo með það í fjölmiðla til að dæma menn og útskúfa. Það finnst mér ekki góð þróun.“ Brynjar tekur oft upp hanskann fyrir fólk sem hann telur að geti ekki varið sig í umræðunni. „Eins og með þennan leikara, skulum ekki nefna hann á nafn hér, hvern­ ig ætli líf hans sé? Hvernig ætli honum líði? Ég þekki manninn ekki neitt, hef aldrei hitt hann, en ég tek hanskann upp fyrir þannig fólk en aðallega fyrir réttarríkið. Það er ofstækið sem er hættulegt. Við eigum að sýna mildi, kærleika og fyrirgefa. Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði, við eigum 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 „Ef fólk heldur að ég sé einhver Trump þá er það mikill misskilningur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.