Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 28
28 FÓLK - VIÐTAL 14. sept 2018 PIZZERIA Dalvegi 2, 201 Kópavogi - Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði bara að fyrirgefa eða að minnsta kosti gefa mönnum kost á endur­ komu í samfélagið. Það er eina leiðin til að lifa saman í sæmilega siðuðu samfélagi.“ Er fólk búið að missa trú á kerf- inu og dómstólum? „Menn skulu ekki halda að þetta kerfi sé fullkomið. Það er mjög eðlilegt að fólk gagnrýni niðurstöður dómstóla, ég er ekki alltaf sáttur. En öll svona aðför að dómstólum – fólk sem hefur ekki séð gögn málsins, hefur ekki hlust­ að á framburði og hefur engar forsendur til að meta sönnun – það er bara hættulegt. Réttarríkið er alltaf í vörn vegna þess að kraf­ an er svo hörð hjá einhverjum há­ værum hópum, og þá er hætta á að menn gefi eftir, það er bara mann­ legt eðli. Það mun á endanum eyðileggja þetta kerfi og þá mun ofstækið taka völdin með ófyrir­ séðum afleiðingum.“ Hefði aldrei ráðið Gústaf Brynjar telur að á vissan hátt sé fólk ekki eins umburðarlynt í dag og áður, það sé hins vegar ekki al­ gilt og eigi ekki við um kynhegðun hvers konar. „Mér fannst vera meira umburðarlyndi áður fyr­ ir alls konar hegðun. Mér fannst vera meira frjálslyndi, gagnvart fólki sem var með sérkennilegar skoðanir eða hugsaði öðruvísi. Það er mín upplifun, hún þarf ekki að vera rétt. Alla sem kaupa ekki pólitíska rétthugsun hverju sinni þarf eiginlega að útskúfa. Snorri í Betel mátti ekki einu sinni vitna í Biblíuna. Það verða svo ofstækis­ full viðbrögð þegar menn fylgja ekki í rétthugsuninni.“ Átti þetta við um bróður þinn, Gústaf Níelsson, þegar hann var fenginn í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar? „Þetta er gott dæmi um hræðsl­ una við rétthugsunina og skort á umburðarlyndi gagnvart skoðun­ um annarra, bara lýsandi dæmi. Ég hefði að vísu aldrei ráðið hann. Hann er samt ekki hættuleg­ ur maður þótt hann sé ekki eins og fólk er flest,“ segir Brynjar og brosir. Hvaða skoðun hefur þú á múslimum? „Ég hef ekki skoðun á trúnni sem slíkri, mér er alveg sama. En ég gagnrýni lífsgildi margra sem búa í öðrum menningarheimi en ég. Það getur hins vegar verið mikill munur á múslima í miðborg Istan­ búl og múslima í ríki þar sem shar­ íalög gilda, það er til fólk í þessum menningarheimum sem beinlín­ is hatar okkar lífsgildi og vill ekki taka þátt í okkar samfélagi, en er hér. Það mun skapa hættu ef slík­ ur hópur stækkar of mikið, sagan segir okkur það. Það mun slá í brýnu. Í umræðunni skiptir miklu máli hvernig orðunum er háttað. Hér eru sumir sem eru beinlín­ is með hatursorðræðu, aðrir eru bara að gagnrýna innflytjenda­ stefnu, það má ekki setja þetta fólk í sama hóp. Það er gott að fá hing­ að útlendinga til að vinna og taka þátt í samfélaginu, skiptir engu máli hvort viðkomandi er múslimi eða ekki. Það þarf bara engan speking til að sjá að það endar illa fyrir samfélagið ef hér er stór hóp­ ur með ósamrýman leg gildi.“ Skilur ásýndarstjórnmál Það er ekkert launungarmál að Brynjar hefði ekkert á móti því að verða dómsmálaráðherra, en frá því að hann settist á þing hafa þrjár konur gegnt því embætti. Fyrir síðustu kosningar vék Brynjar úr fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks­ ins í Reykjavík suður fyrir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hvað finnst þér í raun og veru um að vera ekki dómsmálaráð- herra? „Ég hef nú sagt það um stjórn­ málin, í þessu pólitíska rétthugs­ unarsamfélagi í dag, að reynsla og þekking skipti í raun og veru minna máli en áferð og ásýnd. Ef það er pólitískt rétt, þá nærðu til fleiri hópa. Gott og vel, það er al­ veg sjónarmið, en ég er bara ósam­ mála því. Ég segi að ef þú hefur þingmann með reynslu og þekk­ ingu innan þinna raða þá áttu að nota hann í ráðherrastól. Að vísu höfum við dómsmálaráðherra sem hefur góða reynslu og þekk­ ingu af málum sem heyra undir það ráðuneyti. Krafan er að ungt fólk eigi að komast til áhrifa, kon­ ur líka. Sú krafa er mjög skiljanleg þótt ég telji að reynsla og þekking skipti meira máli.“ Brynjar getur lítið sagt um stöðu sína innan flokksins og það heyrist á honum að hann hafi litlar áhyggjur af stöðu sinni eða ríkis­ stjórnarinnar. Hann segir það í höndum flokksmanna hversu lengi hann verði þingmaður. „Ég á nú ekki von á því að sitja í meira en eitt kjörtímabil í viðbót. Ég er að nálgast sextugt og á kannski tíu ára starfsferil eftir. Hugsa að ég geri eitthvað annað síðustu fimm árin.“ n „Þessi pólitík snýst alltaf bara um eitthvert upphlaup, oftast algjört bull. Brynjar viðurkennir að stíllinn sem hann beitir á samfélagsmiðlum sé ekki allra. Hér hnýtir hann í borgaryfirvöld. Skynsemi í Vinstri grænum Brynjari finnst gott að vinna með þingmönnum Vinstri grænna þrátt fyrir hugmyndafræðilegan ágreining.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.