Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Page 44
44 FÓLK 14. sept 2018 Hafþór Júlíus Björnsson: Austurkór 117, Kópavogur Hafþóri hefur gengið flest í haginn í Jötunheim- um og hefur fest sig í sessi sem einn þekkt- asti aflraunamaður heims. Hann tryggði sér titilinn sterkasti maður Evrópu í apríl í fyrra en varð að gera sér silfrið að góðu í keppninni um nafnbótina Sterkasti maður heims. Hafþór hefur tekið að sér fjölmörg hlutverk í auglýsingum en hann er frægastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu Game of Thrones. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus hefur verið mikið í fréttum, hefur hann verið sakaður um heimilisofbeldi en því hefur hann neitað staðfastlega. Hann hikar ekki við að eyða peningum í ástvini sína, til að mynda gaf hann kærustu sinni glænýjan Range Rover-jeppa, en þeir kosta dágóðan skilding. Viltu kaupa fasteign á spáni ? masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í septeMber og október á 39.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna Róbert Wessman: Vatnsstígur 22, Reykjavík Róbert Wessman er stofnandi og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann þekkir vel til í þeim geira en áður var hann forstjóri Actavis, frá aldamótum til 2008. Hann stofn- aði svo Alvogen árið 2009 og hefur fyrirtækið stækkað frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum í að vera alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í 35 löndum með höfuð- stöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Forstjóralífið er ljúft og Wessman þarf ekki að ganga í Dressman, en samkvæmt Tekju- blaðinu í fyrra var hann með 320 milljónir í laun eða 26 milljónir á mánuði. Það hefur gert honum kleift að gera vel við sig en hann á dýrustu íbúð sem Íslendingur hefur átt, 373 fermetra íbúð í New York með útsýni yfir Central Park. Síðustu jólum eyddi hann á Barbados. Róbert er mik- ið í fréttum, nú síðast þegar hann trúlofaðist Kseniu Shakhma- novu í miðju eld- fjalli. Þegar Róbert er á Íslandi býr hann í glæsilegri íbúð við Vatnsstíg í Skuggahverfinu. Kári Stefánsson: Fagraþing 5, Kópavogur Kári er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hefur verið frá stofnun árið 1996. Hann er læknir og starfaði áður sem prófessor í taugalækningum, taugameina- fræði og taugalíffræði við Harvard-háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel-sjúkrahúsið þar í borg. Undanfarið hefur hann tekið þátt í pólitískri umræðu með beittum skrifum um bæði forsætisráðherra og borgarfulltrúa. Árið 2016 hrinti Kári af stað undirskriftasöfnuninni Endurreisum heilbrigðiskerfið og safnaði 85 þúsund undirskriftum um að ríkið verði 11 prósentum af vergri landsfram- leiðslu í heilbrigðismál. Þó svo að Kári hafi efnast mikið á undanförnum árum sem forstjóri og byggt glæsi- hýsi í Kópavogi hikar hann ekki við að standa á sínu. Stóð hann lengi í deilum við hina ýmsu verktaka sem unnu að smíði hússins. Gunnar Nelson: Kleifarvegur 6, Reykjavík Bardagakappinn Gunnar Nelson hóf ferilinn í karate þrettán ára gamall og vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Sautján ára sagði hann skilið við karate og hóf að keppa í brasilísku jiu jitsu og glímu. Eftir það lá leiðin í blandaðar bardagalistir, MMA. Gunnar var einn af þeim sem komu að stofnun bardagafélagsins Mjölnis árið 2005 en til að byrja með voru þetta aðeins nokkrir strákar að leika sér í æf- ingasal karatefélagsins Þórshamars. Vöxtur- inn hefur hins vegar verið ævintýralegur síðan þá og félagið sífellt sprengt utan af sér húsnæði. Nú er félagið til húsa í Öskjuhlíðinni og iðkendur eru um 1.600 talsins. Helsta ástæða fyrir þessum vexti eru almennar vinsældir blandaðra bardagalista og ekki síður árangur Gunnars á atvinnumannamótum og tengsl félagsins við heimsmeistarann írska, Conor McGregor. Faðir Gunnars, Haraldur Dean, hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Mjölnis og byggt félagið upp með Gunnari og félögum. Gunnar sjálfur er stjórnarformaður og á 27 prósenta hlut í félaginu. Hann býr við Kleifarveg í Laugardalnum. Vatns- stígur 22, efsta hæð. Róbert Wessman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.