Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 69

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 69
FÓLK14. sept 2018 69 „Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins“ Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Það er mjög margt sem mér finnst að ætti að vera kennt í skólum sem ekki er gert. Ég var að stofna fyrirtæki og þurfti að læra allt varðandi virðisaukaskatt, staðgreiðslu, lífeyrissjóði og þess háttar frá grunni. Hefði alveg verið til í að fá grunninn af þessu bæði í grunn- skóla og framhaldsskóla. Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færir þú? Ég færi í Tónastöðina og mundi ekki þurfa klukkutíma. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi mundir þú vilja dansa? The Music með Marcus Marr. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Annaðhvort School of Rock (besta mynd allra tíma), Toy Story 2 eða Mulan, ég er ekki alveg viss. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Já. Á hvern öskraðirðu síðast? Tónleikagesti á Prikinu um daginn. Samt bara til að peppa liðið. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Will Ferrel. Ég hugsa að honum líði eins. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Hróarskeldu 2014, 2015, 2016, 2017 og 2018. Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman? MC Daði og MC Jökull. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Ég er 208 sentimetrar. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Lord of the Rings. Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár? Vonandi ekki ég, en sennilega ég. Hvaða teiknimyndapersónu mundir þú vilja eiga sem vin? Andrés önd, hann hefur nú samt verið vinur minn í mörg ár. Hvað mundir þú nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta? Daðaland, er það ekki eitthvað? Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að fara til fram- andi landa. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn fyndist Lagarfljótsormurinn, Frikki Dór ynni Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump yrði myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, mundir þú hringja í lögregluna? Já. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Hver er ég? Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður heillaði hug og hjörtu Ís- lendinga þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári, en hann endaði í öðru sæti. Daði Freyr er búsettur í Berlín þar sem hann vinnur í tónlist sinni, en hann kemur reglulega til Ísland og heldur tónleika. Þann 7. september hélt hann útgáfutónleika vegna plötunnar Næsta skref á Prikinu, en platan inniheldur fimm lög. Daði Freyr notaði flugið milli landa til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur DV. HIN HLIÐIN Fótboltamenn gefa treyjur til styrktar góðum málefnum S turlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson standa að vefsíðunni Charity Shirts. is þar sem fótboltamenn gefa eigin treyjur til styrktar góðu málefni. Ein treyja er í boði í einu, viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði til þess félags. „Við erum tveir strákar af Sel­ tjarnarnesi sem höfum verið að vinna að skemmtilegum verkefn­ um saman. Bæði hafa þessi verk­ efni verið fyrir okkur og önnur fyrir tæki,“ segir Sturlaugur. Þeir eru báðir 27 ára, Sturlaugur starfar sem flugþjónn og Ivan sem tölv­ unarfræðingur og ólust þeir upp saman í Gróttu, þar sem þeir spil­ uðu fótbolta. „Okkur fannst þetta skemmti­ legt verkefni og þessi leið hefur ekki verið farin áður, oftast er þetta fast verð sem fyrirtæki og efnaðir hafa kannski meiri aðgang að, sem er gott mál, en okkur fast áhuga­ vert að prófa að fara þá leið að all­ ir geti tekið þátt,“ segir Sturlaug­ ur aðspurður af hverju þessi leið var farin til að láta gott af sér leiða. „Við þekkjum einhverja af þessum leikmönnum, höfum keppt á móti öðrum og erum með tengingu við fleiri, einnig hafa atvinnumenn/ konur verið jákvæð þegar við höf­ um nálgast þau til að fá treyjur. Þetta fer þannig fram að við­ komandi leikmaður velur sér góð­ gerðarfélag og rennur allur ágóði af hans treyju til þess félags,“ segir Sturlaugur. „Nýr leikur byrj­ ar annað hvert mánudagskvöld og stendur í tvær vikur, og er dregið á Facebook „live“ klukkan 19 ann­ an hvern mánudag. Þeir sem vilja eignast treyjuna kaupa lottómiða, einn miði kostar 1.000 kr. og fær viðkomandi tölvupóst með sínu lukkunúmeri/um.“ Þessa vikuna og fram á mánu­ dag er uppboð á treyju Sifj­ ar Atladóttur, landsliðskonu og leikmanns með sænska liðinu Kristianstads DFF. Sif var Íslands­ meistari með Val árin 2007, 2008 og 2009, hún hefur leikið 76 leiki með íslenska kvennalandsliðinu og lék með því á Evrópumeistara­ mótinu árin 2009, 2013 og 2017. Hún hefur þegar leikið 134 leiki með Kristianstads DFF. Sif er með áritaða íslenska landsliðstreyju frá EM 2017 á móti Frakklandi. Sif valdi að ágóði af hennar treyju myndi renna til Krabbameinsfélags Íslands. Þeir sem þegar hafa gefið treyju og völdu sér góðargerðarfélag eru Aron Jóhannsson (Barnaspítali Hringsins), Rúnar Alex Rúnarsson (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna), Kári Árnason (Barnaspít­ ali Hringsins), og Andri Rúnar Bjarnason (Parkinsonsamtökin). Þegar uppboði Sifjar lýkur á mánudagskvöld kl. 19, tekur næsta uppboð við. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tekur þá við og gef­ ur treyju til styrktar góðu málefni. Fylgjast má með CharityShirts bæði á heimasíðu og Facebook­ ­síðu þeirra. n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.