Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Side 4
4 1. júní 2018fréttir Svarthöfði Það er staðreynd að … Um 40.000 Bandaríkjamenn slasa sig á klósettum ár hvert Allir svanir Englands eru eign Bretlandsdrottningar Árið 1980 neyddist spítali einn í Las Vegas til þess að reka hóp starfsmanna. Ástæðan var sú að þeir höfðu smitast um of af andrúmslofti borgarinnar og voru byrjaðir að veðja á hvenær sjúk- lingar myndu gefa upp öndina 1% kvenna geta fengið fullnægingu með því að örva aðeins brjóstin Robert James Fischer er af flestum talinn vera sterkasti skákmaður allra tíma. Hann lést árið 2008, þá orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar Fischer lést var hann 64 ára gamall og hafði því lifað eitt ár fyrir hvern reit á skákborðinu Skammastu þín! S é að þú ert að fletta tekju- blaðinu. Svarthöfði er ekki hrifinn af því. Fannstu þennan sem þú varst að leita að? Líður þér betur með að vita hvað yfirmaður þinn er með í laun? Nei, að sjálfsögðu ekki. Svarthöfði er einn af þeim sem vilja ekki að þú vitir hvað aðrir eru með í laun. Það kemur engum við og elur bara á óánægju þjóðarinn- ar. Ísland féll um heilt sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi á lista Jarðarstofnunar Columbia- háskóla, fór úr þriðja sæti í hið fjórða. Svarthöfði telur borðleggj- andi að þessi óhamingja þjóðar- innar eigi rætur sínar að rekja til öfundar, öfundar sem tekjublöðin ýta undir. Þar að auki er galið að á tím- um persónuverndar, tímum þar sem löggjafinn og Facebook vinna hörðum höndum við að verja persónulegar upplýsingar að það sé heill dagur á ári þar sem Skatt- mann birtir bara það sem hann veit um okkur. Getur þú ímynd- að þér dag þar sem lögreglan birt- ir bara málaskrána og leyfir hvaða plebba sem er að athuga hvort löggan hafi tekið tengdó fullan úti að keyra? Að sjálfsögðu ekki. Það er einkamál. Svo er heldur ekkert að marka þessar tölur, Skattmann kann ekki að lesa ef hann heldur að rappar- inn frægi, þú veist alveg hver, lepji dauðann úr skel. Auðvitað er hann ekki með 90 þúsund kall á mánuði þegar hann tekur 200 þúsund fyrir giggið. Skattmann er bara blindur og kann ekki að telja núll. Þar að auki grafa þessar upp- lýsingar undan trúnaði á vinnu- markaði. Yfirmaður þinn, sem á skilið hærri laun en þú, verð- ur að geta látið góða starfsmenn fá hærri laun en þá lélegu. Annað er bara kommúnismi. Ef laun allra eru bara birt þá gætir þú komist að því að þú ert versti starfsmaðurinn í allri búllunni. Það er algjör óþarfi að þú þurfir að vita það. Þér mun bara líða illa. Hörpumálið hefur kennt okkur að umræða um laun fara alltaf út í tóma steypu. Það leið engum með lægri laun en Svanhildur Kon- ráðs betur að vita að hún væri með topplaun. Það varð bara til að espa fólk upp og láta það garga í athugasemdakerfinu. Eins og milljón hér og þar skipti einhverju máli í stóra samhenginu. Birting á tekjum dregur úr trausti allra á náunganum. Orð fá því ekki lýst hvað það er skelfilegt að vita til þess að þú sért að lesa tekjublaðið. Skammastu þín! n D æmi eru um að yfir 200 einstaklingar séu skráðir með lögheimili í einu ein- býlishúsi á höfuðborgar- svæðinu. Í byrjun árs hófst Þjóð- skrá Íslands handa við að skoða þessi mál sérstaklega í kjölfar fjölmargra ábendinga. Forstjóri stofnunarinnar, Margrét Hauks- dóttir, segir að þetta vandamál sé nýtt af nálinni en langan tíma geti tekið að flytja lögheimili þessara einstaklinga og skrá þá til heimil- is erlendis eða annars staðar. Eig- andi starfsmannaleigu segir að vandamálið felist meðal annars í því að margir þessara starfsmanna færi sig yfir í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og þangað geti þeir ekki fært lögheimili sitt. Kerfi Þjóðskrár sé því úrelt að hennar mati og það þurfi að laga að breyttum tímum. Yfir 60 skráðir í húsi sem senn verður rifið Í síðustu viku fjallaði DV um mál- efni Elju – þjónustumiðstöðvar at- vinnulífsins hf., sem er umfangs- mesta starfsmannaleiga landsins. Fyrirtækið leigir einbýlishús af fjárfestingarsjóðum sem eru í rekstri GAMMA og endurleigir húsnæðið til starfsmanna sinna. Í greininni var rakið hvernig mörg húsanna voru lög- heimili gríðarlegs fjölda einstak- linga. Meðal annars tvö ein- býlishús í Árbæ, Melás 16 og Bröndukvísl 9. Í fyrrnefnda húsinu voru 122 einstaklingar skráðir til heimilis og 39 í hinu síðarnefnda. Eftir að fréttin birtist báru fleiri ábendingar um slík hús. Eitt af þeim er einbýlishús í Hafnarf- irði sem stendur á útsýnislóð við Hellubraut 7. DV hefur áður fjall- að um húsið en um árabil hefur verið deilt um þær fyrirætlanir eiganda hússins, Gunnars Hjaltalíns endurskoðanda, að rífa það og byggja glæsihýsi á lóðinni. Gunnar fékk samþykkta deiliskipulagsbreytingu og um- sókn um byggingarleyfi en við það voru nágrannar ósáttir og stefndu bænum. Byggist stefnan meðal annars á því að húsið sé friðað að þeirra mati. Þegar húsinu var flett upp í Þjóðskrá Íslands kom í ljós að rúmlega sextíu erlendir karl- menn, flestir frá Lettlandi og Lit- háen, voru skráðir með lögheim- ili í húsinu. „Þetta vandamál er nýtt af nál- inni og í raun sláandi. Við feng- um ábendingar í kringum áramót og höfum síðan verið að vinna í að vinda ofan af vandamálinu,“ segir Margrét Hauksdóttir í sam- tali við DV. Að sögn Margrétar eru hundruð mála í skoðun en leið- réttingarferlið sé tímafrekt. „Við höfum fyrst samband við þinglýsta eigendur eignarinnar og fáum staðfestingu frá þeim um hversu margir búa í eigninni. Síðan þurf- um við að reyna að hafa uppi á þeim sem eru fluttir á brott,“ seg- ir Margrét. Það er gert með öllum mögulegum boðleiðum auk þess sem kannað er, með hjálp skatt- yfirvalda, hvort viðkomandi sé að fá greiddar tekjur hérlendis. Þegar öllum steinum hefur verið velt við þá er viðkomandi skráður með búsetu í heimalandi sínu. Geta ekki fært lögheimili sitt yfir í iðnaðarhúsnæði Áðurnefnt hús við Hellubraut var um tíma í leigu hjá starfs- mannaleigunni Menn í vinnu ehf. Mennirnir sem enn eru skráðir í húsið komu til landsins að vinna á vegum fyrirtækisins og hafa sumir hverjir yfirgefið landið eða horfið til annarra starfa hér á landi. „Við vorum með húsið í leigu í nokkra mánuði fyrir þessa starfsmenn en samningnum var sagt upp þegar eigandinn fékk leyfi til að rífa hús- ið,“ segir Halla Rut Bjarnadóttir, hjá Mönnum í vinnu ehf., í sam- tali við DV. Að hennar sögn hafi margir starfsmenn þá flutt sig yfir í annað leiguhúsnæði og í mörg- um tilvikum sé um iðnaðarhús- næði að ræða. „Þangað er ekki hægt að færa búsetu sína og því neyðast þessir starfsmenn til að halda lögheimilisskráningu sinni óbreyttri,“ segir Halla Rut. Þá segir hún einnig að þeir starfsmenn sem hafi hér skamma viðveru hafi engan hvata til að flytja lögheimili sitt til útlanda. Þeir einfaldlega láti sig hverfa. n Hver er hann n Hann er fæddur árið 1992 og er frá Selfossi. n Hann þótti strax sem krakki efnilegur knattspyrnumaður sem var harður í horn að taka. Hann lék sinn fyrsta leik í meistara- flokki aðeins 16 ára gamall. n Árið 2013 var hann seldur til norska liðsins Viking FK í Noregi. n Þótt hann leiki sem fremsti mað- ur er hann þekktari fyrir baráttu sína og endalaus hlaup á vellinum. n Hann lék með landsliðinu á EM í Frakklandi og skoraði eitt af mörkum liðsins gegn Austurríki. Í dag leikur hann með Reading í Englandi. Jón Daði hundruð falskra lögheimilisskráninga n 200 útlendingar skráðir til heimilis í einbýlishúsi n Þjóðskrá kannar málið„Þetta vandamál er nýtt af nálinni og í raun sláandi. Húsið að Hellubraut 7 fær ekki rólegt ævikvöld. Tekist er á fyrir dómstólum um niðurrif þess. Á meðan eru yfir 60 einstak- lingar skráðir með lögheimili sitt þar. Af þeim sést hvorki tangur né tetur. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.