Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 16
16 sport 1. júní 2018
E
ftir rúmar tvær vikur hefur
íslenska landsliðið leik á
Heimsmeistaramótinu
í Rússlandi, sviðið er að
verða klárt og nú er það bara und
ir strákunum okkar komið hvern
ig útkoman verður. Ljóst er að það
getur brugðið til beggja vona, allt
gæti farið á besta veg en þegar
andstæðingarnir eru svona sterkir,
getur líka allt farið á versta veg.
Íslenski hópurinn er nú allur kom
inn til landsins og byrjaður að
hefja undirbúning sinn, fram und
an eru tveir æfingarleikir áður en
liðið heldur ti Rússlands þann 9.
júní. Nú á laugardag leikur liðið
gegn Noregi og á fimmtudag í
næstu viku er það leikur við Gana.
Þjálfari Noregs, Lars Lagerbäck,
sem hóf þessa mögnuðu vegferð
sem strákarnir okkar eru á, er Ís
lendingum afar kær.
Birkir Már Sævarsson hefur átt
stöðu hægri bakvarðar í liðinu síð
ustu ár og ekkert virðist ætla að
breyta því, Samúel Kári Friðjóns
son var nokkuð óvænt í hópnum.
Hann er hugsaður sem hægri bak
vörður og því sá maður sem getur
mesta pressu sett á Birki og er fram
tíðar maður í hægri bakverðinum.
„Það er frábært að þessi undir
búningur sé að fara af stað, þetta er
það sem maður er búinn að vera að
bíða eftir síðan í fyrrahaust, það er
gaman að það sé komið að þessu,“
sagði Birkir Már þegar blaðamaður
ræddi við hann í vikunni.
Pepsi-deildin hefur ekki áhrif
Birkir er eini leikmaðurinn í
hópnum sem hefur spilað á Ís
landi í aðdraganda mótsins, hann
kom heim úr atvinnumennsku í
fyrrahaust og samdi við Val. Birkir
var viðbeinsbrotin í vetur en það
hefur ekki áhrif á hann. „Ég er í
eins góðu standi og ég get verið,
ég þurfti mikið á þessum leikjum
að halda eftir að hafa verið bara
að hlaupa í janúar og febrúar út
af meiðslunum. Ég held að það
sé sama staða og ef ég hefði verið
á hinum Norðurlöndunum. Ég
hefði kannski verið búinn að spila
örlítið fleiri leiki ef ég hefði verið
í Svíþjóð sem dæmi. Það breytir í
raun ekki neinu í mínu tilfelli.“
Viðurkennir ofleik
Margir voru hræddir þegar Birkir
var sparkaður niður í leik gegn
Breiðabliki á dögunum og óttuðust
að þarna gæti HM verið í hættu.
Hann segist ómeðvitað hafa verið
að hlífa sér í sumar. „Ég viður
kenni að þetta var aðeins ofleikið,
hann fór í mig en ég held að legg
hlífin hafi bjargað því. Ég hef reynt
að hugsa ekkert um að maður gæti
meiðst, það er mögulega aðeins í
undirmeðvitundinni, án þess að
maður vilji það í raun. Maður vill
bara gera sitt besta á vellinum. Það
hefur eitthvað aðeins að truflað,
sérstaklega út af viðbeinsbrotinu.
Ég var aðeins of varkár, líklega án
þess að ætla mér það.“
Fagnar samkeppni
Birkir Már fagnar því að fá
samkeppni um stöðu sína í
liðinu. „Hann setur pressu á mig.
Þeir sem eru valdir í þennan hóp
geta spilað leikinn. Hann setur
pressu á mig, þannig á þetta vera.
Þannig að maður spili eins vel
og maður getur til að halda sæti
sínu. Við erum ekkert að fara á
HM til að vera bara með, við ætl
um að fara eins langt og hægt er.
Byrjum á því og svo skoðum við
stöðuna.“
Samúel fengið góðar móttökur
Samúel Kári, sem er 22 ára miðju
maður að upplagi, er hugsaður
sem hægri bakvörður í landsliðinu
en hann er að stíga sín fyrstu skref
í þessum sterka hóp. „Mér hefur
verið tekið mjög vel frá fyrsta degi,
þetta eru hreint frábærir strákar
og með mikla reynslu. Þeir kunna
þetta, þetta lið hefur náð rosalega
langt. Liðið komst á Evrópumótið
og gerði frábæra hluti þar, fyrir mig
er algjör lærdómur að geta lært af
þeim,“ sagði Samúel við blaða
mann í vikunni.
Hugsar ekki um spilatíma
Samúel segist ekki pæla í hvort
hann fái eitthvað að spila á HM en
hann ætlar að gera sitt besta. „Nú
er ég mættur hingað til æfinga og
er að hugsa um það. Spilatími –
það er ekkert í hausnum á mér,“
sagði Samúel sem kveðst læra
mikið af því að spila með Birki. „Ég
læri óendanlega mikið af honum,
það er það eina sem ég get sagt. Ég
hef verið að spila mest sem miðju
maður í Noregi, ég hef þó aðeins
verið í bakverðinum en aðallega
undir lok leikja.“
Ólst upp í Keflavík
Það er ekki allt knattspyrnu
áhugafólk sem þekkir bakgrunn
Samúels, hver er maðurinn? „Ég
var alltaf í Keflavík frá því að ég gat
byrjað að sparka í bolta, ég flutti
til Lúxemborgar og bjó þar í eitt
ár þarna á milli. Ég var svo bara í
Keflavík áður en ég fór 16 ára gam
all til Reading á Englandi og var
þar í fjögur ár. Ég hef síðan þá ver
ið í Noregi og líkar það afar vel. Ég
valdi að fara til Noregs því ég vildi
spila og taldi að þarna myndi ég
þroskast sem leikmaður, spila í
meistaraflokki. Maður veit aldrei
hvað gerist í Englandi, það var rétt
ákvörðun. Það verður að koma í
ljós hvað gerist svo, ég er í Noregi
núna og líður bara vel. Ég hef alltaf
tileinkað mér að taka bara eitt
skref í einu.“ n
Framtíðin og nútíðin
n Samúel Kári setur pressu á Birki Má n Eru ekki að fara á HM bara til að vera með
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Samúel Kári
Friðjónsson
Birkir Már
Sævarsson
S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður
Prentun endist í 7, 10 & 15 ár
Er fyrirtækið þitt að nota
löggiltan pappír ?
Eigum allar stærðir á lager