Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 2
2 1. júní 2018fréttir sem hægt er að ráða sem borgarstjóra Unnið er að því að setja saman meirihluta í borginni. Margir hafa talað um að það ætti að fá fagráðinn borgar- stjóra í stað stjórnmálamanns, gildir það bæði um meirihluta til vinstri og hægri. DV tók því saman fimm einstaklinga sem hægt er að ráða sem borgarstjóra Reykjavíkur. Halla Tómasdóttir Halla varð þjóðþekkt þegar hún bauð sig fram til forseta árið 2016. Hún er vinsæl, kann á rekstur og með það breiða skírskotun að hún gæti verið borgarstjóri bæði til hægri og vinstri. Jón Gnarr Kom, sá og sigraði í borginni árið 2010. Síðan þá hefur hann leikið borgarstjórann á Stöð 2 og er kominn í Samfylkinguna. Mun æra Sjálfstæðismenn óendanlega ef það er vilji Viðreisnar. Lalli Johns Ef það er einhver sem þekkir hvern einasta krók og kima Reykjavíkurborgar þá er það Lalli Johns. Hann er búinn að vera edrú í fjögur ár og er örugglega til í tuskið. Hanna Birna Kristjánsdóttir Þegar litið er í baksýnisspegilinn sést glögglega að það var ekki heillaspor hjá henni að yfirgefa borgina á sínum tíma. Gæti verið sterkur leikur hjá Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. Bjarni Bjarnason Bjarni tók til í Orkuveitunni í byrjun áratugarins og er þar ennþá. Hann er jarð- og verkfræðingur. Mjög góður kostur ef leitað er að ópólitísk- um einstaklingi til að reka stórt batterí og hann mun ekki skyggja á stjórnmálamennina. Á þessum degi, 1. júní 193 – Rómverski keisar- inn Didíus Júlíanus er ráðinn af dögum. 1533 – Anne Boleyn er krýnd drottning Englands. 1792 – Kentucky er samþykkt sem 15. ríki Bandaríkjanna. 1967 – Breiðskífa The Beatles, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, er gefin út. 1990 – George H.W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogi Sovétríkjanna, undirrita samkomulag um að binda endi á fram- leiðslu efnavopna. Einar ironsidE bErst fyrir Íslands hönd Einar Ironside mun vera fulltrúi Íslands á stóru fjölbragða- glímumóti í London um miðjan júní. Keppinautar Einars í London eru ekki árennilegir. Þ ann 13. júní næstkomandi fer fram stórt alþjóðlegt fjöl- bragðaglímumót í London sem ber heitir Progress World Cup. Þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að vera frá löndum sem taka þátt í HM í fótbolta sem fram fer um svipað leyti í Rússlandi. Íslendingar hafa ekki verið þekktir fyrir mikil afrek á sviði fjölbragðaglímu en það gæti brátt breyst. Meðal kepp- enda í mótinu í London er víkingurinn Einar Ironside sem mun vera fulltrúi Ís- lendinga í mótinu. Hann heitir réttu nafni Hjálmar Sanne, hefur búið hinum megin á jarðkringlunni nánast allt sitt líf og tal- ar ekki íslensku. En það leynir sér ekki að Hjálmar er afar stoltur af uppruna sín- um. Fetaði í fótspor foreldranna á Þingeyri „Mamma mín er frá Ástralíu en hún ákvað að ferðast til Íslands og vinna í fiski á Vestfjörðum,“ segir Hjálmar í samtali við blaðamann. Móðir hans fékk starf á Þingeyri og þar kynntist hún föður hans, Marteini Emil Svenna. „Mamma flutti að lokum aftur heim til Ástralíu og pabbi elti hana skömmu síð- ar. Ég fæddist því í Ástralíu og ólst upp í borginni Adelaide,“ segir Hjálmar. Hann heimsótti Ísland aðeins einu sinni sem barn en árið 2013 ákvað hann að bæta úr þessu og hefur síðan heimsótt Ísland fjórum sinnum. Meðal annars fetaði hann í fótspor foreldra sinna og fór að vinna í fiski á Þingeyri árið 2015. Á þeim ólíklega stað fékk Hjálmar þá hugljómum að fara að reyna fyrir sér í fjölbragðaglímu. „Ég eyddi miklum tíma fyrir vestan í að horfa á fjölbragðaglímu enda hef ég haft mik- inn áhuga á henni alla tíð. Ég hef alltaf heillast af því hvað þetta er erfitt sport sem reynir mik- ið á líkamann en ekki síður öllu leikhúsinu í kringum bardagana,“ segir Hjálmar. Hann var þegar með grunn í leiklist enda hefur hann reynt fyrir sér sem leikari í heimalandinu og brugðið fyrir í nokkrum myndum og sjónvarps- þáttum. Hann er síðan jötunn að burðum og er handviss um að það sé frá Íslandi komið. Eftir vistina fyrir vestan flaug Hjálmar aftur til heimaborgar sinnar þar sem hann sótti um að berjast hjá fjölbragðaglímufyrirtæki sem nefnist Wrestle Rampage. Sex mánuðum síðar steig hann inn í hringinn sem Einar Ironside. Að sögn Hjálmars er hann bjartsýnn á gott gengi á Progress World Cup í London en þar gætu margar dyr opnast fyrir hann. Hans helsti draumur tengist þó ekki fjölbragðaglímunni. „Mig langar afar mikið til þess að taka þátt í einhverju kvikmynda- eða sjónvarpsverkefni á Íslandi. Ef það vantar víking, þá er ég til,“ segir Hjálmar kíminn. n Líklega fyrsti Íslendingurinn sem keppir í fjölbragðaglímu „Ég hef alltaf heillast af því hvað þetta er erfitt sport sem reynir mikið á líkamann en ekki síður öllu leikhúsinu í kringum bardagana. Síðustu orðin „Ég er búinn að fá leiða á þessu öllu“ – Winston Churchill (1874–1965) Bikiníbyltingin: Taktu þátt og birtu bikinímynd með myllumerkinu #flottibikini Í gær vakti greinarmoli í Fréttablaðinu, sem bar heitið „Flott í bikiní“, gríðarlega athygli og gagn- rýni á samfélagsmiðlum. Fjöldi kvenna dreifði myndum af greininni og ljóst var að þær voru óánægðar með þá óvirðingu gagnvart kvenlíkam- anum sem greinarmol- inn fól í sér. Hafdís Magnús- dóttir var ein þeirra sem deildi mynd af molanum og sagði meðal annars: „2018 og við þurfum ekki ráð við því hvernig við förum í bikiní og hvernig við undir- búum fyrir bikiní. Það er alveg nóg að eiga bikiní og klæða sig í það og njóta og þá er markmið- inu náð. Ég veit af alltof mörg- um konum á öllum aldri sem neita sér um það að fara í sund eða á ströndina því það veldur kvíða og óöryggi með líkama þeirra. Takk eða þannig því þessi grein hjálpar engum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.