Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 12
12 bleikt 1. júní 2018 E va Rún Hafsteinsdóttir varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var einungis fjórtán ára gömul. Í kjölfarið varð hún fyrir hrottalegu einelti þar sem hún var meðal annars beitt líkamlegu ofbeldi af skólafélögum sínum. Í dag er Eva orðin tuttugu og þriggja ára gömul, tveggja barna móðir sem búsett er á Akranesi ásamt unnusta sínum. Erfið æska Evu hefur mótað líf hennar og seg- ir hún starfsmenn grunnskólans hafa brugðist henni. „Skólinn hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að taka á hlutunum þannig að ég fékk heimakennslu út 9. og 10. bekk. Skólinn brást mér,“ segir Eva Rún í viðtali við Bleikt. Misnotuð kynferðislega sumarið fyrir fyrsta bekk Eva ólst upp í Breiðholti þar sem hún gekk í Hólabrekkuskóla. Þar var hún lögð í mikið einelti alveg frá upphafi. „Ég var öðruvísi en hinir krakk- arnir, stór miðað við aldur og þybbin. Ég var misnotuð kynferð- islega, sumarið fyrir fyrsta bekk, af strák sem var þremur árum eldri en ég. Hann gekk í sama skóla og ég og montaði sig af því að hafa misnotað mig. Eftir það var ég kölluð litla, feita druslan.“ Eineltið hafði mikil áhrif á Evu og grátbað hún móður sína á hverjum degi um að senda hana ekki í skólann. „Ég bað hana að segja að ég væri lasin af því að ég gat ekki meira. Mig langaði frekar að deyja en að þurfa að mæta einn dag í viðbót.“ Eignaðist kærasta sem var fimm árum eldri Þegar Eva var að byrja í fimmta bekk flutti fjölskyldan til Selfoss þar sem lífið virtist loks ætla að fara upp á við. „Loksins fannst mér tilvist mín vera þess virði. Við vorum öll jöfn, það var öllum alveg sama þótt þú værir ekki grönn, æfðir ekki fót- bolta og ættir ekki nýjustu fötin. Ég átti fjölda vina og loksins leið mér eins og barni á að líða.“ „Eitthvað inni í mér hvarf þennan dag“ Eva Rún varð ólétt 14 ára gömul og varð fyrir hrottalegu einelti í kjölfarið Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Það á enginn skilið að láta lemja sig eða að skitið sé í poka og hann settur inn í skápinn manns Smiðjuvegur 4C 202 Kópavogur Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is hagblikk.isHAGBLIKK Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt Smiðjuvegur 4C • 202 Kópavogur • Sími 587 2202 • hagblikk@hagblikk.is • hagblikk.is Álþakrennur og niðurföll Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt & dökkrautt Brotna ekki HAGBLIKK HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.