Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 88

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 88
88 1. júní 2018fréttir - eyjan n Unga fólkið rís til valda í Grindavík n Sósíalistar marsera til sigurs í Reykjavík Rödd unga fólksins í Grindavík +19,2% Það er greinilegt að eftirspurn var eftir rödd unga fólksins í Grindavík. Framboðið, sem bauð fram í fyrsta skipti, fór strax upp í 19,2% og skákaði þar með Samfylkingunni, Miðflokknum og Framsóknarflokkn- um. Framboðið á rætur sínar að rekja til spjalls meðal ungs fólks sem flutti aftur í bæinn að loknu námi og gat ekki hugsað sér að leita eftir sætum á listum annarra flokka. Hin 27 ára gamla Helga Dís Jakobsdóttir er eini bæjarfulltrúi flokksins en aðeins 14 atkvæðum munaði að unga fólkið næði inn tveimur. Sósíalistar og Viðreisn í Reykjavík +6,4% og +8,2% Kosningabaráttan í Reykjavík var æsispennandi á lokametrunum og á kosninganóttinni. Sjálfstæðisflokkurinn bætti fimm pró- sentustigum við sig frá síðustu kosningum en það er minna en það sem nýju flokkarnir fengu. Miðflokkurinn náði 6,1% í sínum fyrstu kosningum. Sósíalistaflokkurinn kom sterkur inn í könnunum og náði 6,4%. Viðreisn má segja að hafi verið sigurvegari kosninganna með 8,2% og tvo fulltrúa í sínum fyrstu kosningum. Dugði það til að komast í oddastöðu. Framsókn í Reykjavík -7,5% Framsóknarflokkurinn vann frækinn sigur í Reykjavík árið 2014 og náði inn tveimur fulltrúum í borgarstjórn. Báðir þeir fulltrúar yfirgáfu flokkinn, Guðfinna Guðmundsdóttir fór yfir í Miðflokkinn og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór í sérframboð en náði ekki kjöri. Ingvar Mar Jónsson naut stuðnings ráðherra flokksins en náði ekki að halda nema hluta af fylginu frá 2014. Framsókn í Borgarbyggð +9.1% Framsóknarflokkurinn í Borgarbyggð tók nánast tíu prósentustig í heilu lagi af Sjálfstæðisflokknum og stökk yfir hann sem stærsti flokkurinn í sveitarfélaginu. Á sama tíma tóku Vinstri græn hluta af fylgi Samfylkingarinnar en ekki jafn áberandi og Framsókn undir forystu Guðveigar Önnu Eyglóardóttur. Sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum -27,7% Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í Vestmannaeyjum í ár eftir að hafa unnið stórsigur fyrir fjórum árum, sigur sem var svo stór að þrátt fyrir tap upp á nærri 28 prósentustig þá munaði aðeins nokkrum atkvæðum að flokkurinn héldi meirihlutanum. Elliði Vignisson, sem setið hefur sem bæjarstjóri frá árinu 2006, er á útleið og allt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn verði í minnihluta í bænum næstu fjögur árin. Fyrir Heimaey tók stóran hluta atkvæðanna en oddvit- inn og hluti frambjóðenda var áður í Sjálfstæðisflokknum. Íslenska þjóðfylkingin 125 atkvæði af 60 þúsund Engum lista hefur verið jafn áberandi hafnað af borgarbúum og Íslensku þjóðfylkingunni. Framboðið fékk aðeins 125 atkvæði sem er einu atkvæði minna en fyrra met Húmanistaflokksins árið 2002. Sextán framboð voru í Reykjavík að þessu sinni og eru nú sex þeirra á listanum fyrir tíu framboð sem hafa fengið fæst atkvæði frá upphafi. Frelsisflokkurinn, Alþýðufylkingin, Borgin okkar-Reykjavík og Höfuðborgarlistinn fengu öll færri atkvæði en á meðal vinalista á Facebook. S jálfstæðisflokkurinn hélt velli eða bætti við sig fylgi á flestum stöðum á landinu í nýafstöðnum kosning­ um, sérstaklega í Reykjavík en síst í Vestmannaeyjum. Flokkurinn bætti við sig 5 prósentustigum og rúmum 4.000 atkvæðum í Reykja­ vík. Á sama tíma tapaði flokk­ urinn naumlega meirihluta sínum í Vestmannaeyjum. Samfylkingin er sem áður áberandi sterkari í höfuðborginni en á landsvísu, öfugt við Framsóknarflokkinn sem þurrkaðist út í borginni í annað skiptið á innan við áratug, á sama tíma og flokkurinn mælist víða sterkur á landsbyggðinni. Vinstri græn voru heppin að borgar­ fulltrúum fjölgaði um átta því annars hefði oddvitinn ekki náð inn, ekki er þó hægt að fullyrða að Vinstri græn séu á undanhaldi um allt land því flokkurinn bætti við sig fulltrúum í Borgarbyggð og Skagafirði. Björt framtíð bauð ekki fram og því dreifðust meira 8.000 atkvæði sem flokkurinn fékk árið 2014 yfir á önnur framboð. Andi Jóns Gnarr og Besta flokksins svífur þó enn yfir vötnum þar sem metfjöldi framboða var á kjörseðlinum í Reykjavík. Rúm 5.000 atkvæði féllu niður dauð af þeim rúmu 60 þúsund sem voru talin. Hinn svokallaði fjórflokk­ ur á verulega undir högg að sækja í Reykjavík og féll meira en einn þriðji af öllum atkvæðum sem greidd voru í borginni til flokka sem voru stofnaðir árið 2013 eða síðar. DV tók saman stóru sig­ urvegarana í kosningunum og stærstu ósigrana. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is Sigrar og óSigrar „Engum lista hefur verið jafn áberandi hafnað af borgarbúum og Íslensku þjóðfylkingunni. Framboðið fékk aðeins 125 atkvæði sem er einu atkvæði minna en fyrra met Húmanistaflokksins árið 2002. Dropi af náttúrunni Kaldunnin þorsklifrarolía Íslensk framleiðsla 60 hylki 120/180 hylki 220 ml
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.