Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 69
Beint frá býli 1 júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Frú Lauga opnaði búðardyr sínar árið 2013 með þá hug- mynd að selja vörur beint frá framleiðendum og bændum. „Mest erum við að taka frá íslenskum framleið- endum sem eru að byrja á markaðnum, að aðstoða þá við að koma þeirra vörum inn á markaðinn. Það er líka Ítalíutenging,“ segir Guðný Önnudóttir, rekstrarstjóri Frú Laugu, „en upphaflegir eigendur Frú Laugu bjuggu þar. Því fást sem dæmi ólífuolíur, ferskir ávextir og fleiri vörur frá Ítalíu í versl- uninni. „Ég hef lifað og hrærst fyrir mat frá því ég var unglingur. Líf mitt hefur verið matur, matur er ein af grunnþörfum okkar og mér finnst mjög fallegt að vinna með hreina og góða fæðu, gefa fólki að borða og kynna holla vöru fyrir því.“ Vöruúrval Frú Laugu tekur breytingum eftir fram- boði og árstíma, en sem dæmi um vörur sem þar eru í boði má nefna lífrænu ólífuolíuna frá Sikiley, sem fólk frá öðrum landshlutum kemur til að kaupa, og epli sem koma frá framleiðanda í Bretlandi, epli sem hætt er að framleiða fyrir stór- markaði, en Frú Lauga tekur beint frá framleiðanda sem er að rækta á lífrænan hátt. „Við erum stoltust af íslenskum framleiðendum, eins og til dæmis Erpsstöð- um sem eru að gera skyr eins og í gamla daga. Þeir eru einnig að gera osta í litlu magni og brodd. Við erum að fá frá Háafelli geitaost og pylsur. Lífrænu vörurnar frá Móður jörð eru alltaf dásamlegar og vand- aðar. Súrkálið hennar Dag- nýjar Hermannsdóttur hefur slegið í gegn en hún byrjaði framleiðslu nú í vetur. Súrkál ættu allir að borða, það er svo gott fyrir þarmaflóruna. Við fáum ferskt holdnauta- kjöt beint frá Hálsi í Kjós og mikið af grænmeti beint frá bændum. Við erum alltaf spennt þegar nýir framleið- endur hafa samband við okkur og vilja koma vörum sínum á framfæri.“ Það er alltaf eitthvað nýtt, ferskt og hollt að finna í matarflóru Frú Laugu og því tilvalið að kíkja á það sem er í boði hverju sinni. Frú Lauga er á Laugalæk 6, sími 534-7165, netfang frulauga@frulauga.is. Opið er virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 10–16. Allar upplýsingar um Frú Laugu má finna á heimasíð- unni frulauga.is og á Face- book-síðu Frú Laugu. Sælkeraverslun með vörur beint frá býli: FRÚ LAUGA LAUGALÆK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.