Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 19
fólk - viðtal 191. júní 2018
„Við vorum meira að segja með
mann í vinnu sem eingöngu sá um
að opna og loka hliðinu.“
Gekk í sama skóla
og Gandhi-fjölskyldan
Pratik hóf nám aðeins fjögurra ára
gamall í Modern School í Nýju-
Delí, sem er einn virtasti einka-
skóli landsins og geta eingöngu
bestu nemendur landsins sótt
þar um, en um 2.400 nemendur
stunda þar nám hverju sinni. Ein-
hverjir mestu áhrifavaldar Ind-
lands á 20. og 21. öldinni gengu í
sama skóla og Pratik. Má þar helst
nefna fyrrverandi forsætisráð-
herra Indlands, Indiru Gandhi,
sem var einnig fyrsti og eini kven-
forsætisráðherra Indlands. Fjöl-
skyldunafnið er eitt það þekktasta
í indverskum stjórnmálum og hafa
nánast allir fjölskyldumeðlim-
ir sem bera nafnið gengið í skól-
ann. „Þetta er stór skóli með bestu
mögulegu aðstöðu fyrir nemend-
ur, mögulega bestu aðstæður í öllu
Indlandi.“
Eftir að hann útskrifaðist frá
Modern School lá leið hans til
Bangalore í háskóla í verkfræði-
nám. „Ég var nýútskrifaður úr verk-
fræðinni þegar ég sá að það var í
boði að fara í frekara skiptinám til
Íslands. Ég kom rétt fyrir áramótin
árið 1999 og fékk að upplifa ein-
hver stórkostlegustu áramót á ævi
minni, mér var smá brugðið en ég
fann það á mér að þetta væri land
sem mér myndi líka vel við.“ Hann
hóf störf hjá tæknifyrirtækinu OZ
rétt eftir komu sína til landsins,
en það entist ekki lengi þar sem
árið 2001 hætti sænska fyrirtæk-
ið Ericsson að leggja til fjármagn
í OZ. Það olli því að ekki var leng-
ur grundvöllur fyrir rekstri fyrir-
tækisins á landinu þar sem það
hafði enga tilbúna vöru til að selja
og var því starfsemi fyrirtækisins
lögð niður á Íslandi. Þaðan lá leið
Pratiks til Nýherja til ársins 2007
en þá hóf hann störf hjá Kaup-
þingi sem seinna varð að Arion
banka.
Gullæði í app-heiminum
Árið 2009 fór Pratik að taka eftir
gífulegri eftirspurn eftir smáforrit-
um fyrir farsíma. Það var svokall-
að gullæði í gangi, þar sem það var
gífurleg eftirspurn eftir forritum
en framboðið lítið. Hann fór að
hugsa hvernig forritum notend-
ur voru að kalla eftir og datt þá á
sína fyrstu hugmynd sem er í dag
grunnurinn að rekstri App Dyna-
mic. „Ég spurði bara sjálfan mig,
hvað vantar mig?“ Svarið við þeirri
spurningu var forrit sem lenti í
8. sæti yfir tekjuhæsta forritið á
iTunes, sem er netverslun stór-
fyrirtækisins Apple. „Allt í einu
voru tekjurnar af forritinu orðnar
fjórum sinnum meiri en mánað-
arlaunin mín og þá vissi ég að ég
gæti ekki verið að vinna fulla vinnu
á sama tíma og ég var að þróa og
sinna forritinu. Vinnudagurinn
minn var orðinn ansi langur, ég
mætti klukkan níu í vinnuna hjá
Arion banka og fór þaðan beint
upp á skrifstofuna mína sem ég
leigði uppi í Hlíðasmára, þar var
ég oftast til klukkan eitt eða tvö
um nóttina. Ég vissi að ég gæti
ekki mikið lengur haldið þessu
áfram, svo ég sagði upp vinnunni
og stofnaði App Dynamic.“
Tækniheimurinn var snöggur
að taka eftir forritinu sem Pratik
hannaði og var það lofað um allan
heim af notendum þess.
Fyrirtækið er ekkert án
tæknifólksins
Margir myndu halda að tækni-
fyrirtæki sem er í samstarfi við
stórfyrirtæki eins og Samsung og
Microsoft, væru með ansi marga
starfsmenn, en hjá App Dyna-
mic starfa eingöngu níu manns.
Pratik segist eingöngu velja besta
starfsfólk sem möguleiki er á og
leggur því mikið upp úr því að
starfsfólki sínu líði vel í vinnunni
og það er augljóst að hann hefur
mjög sterkar skoðanir þegar kem-
ur þeim málum. „Við viljum skapa
heimilislega stemningu hérna inni
hjá okkur, það er ekkert verra en
að vinna á stað sem lætur mann
halda að maður sé að vinna á ein-
hverri stofnun úti í bæ.“
Við förum að ræða um starfs-
mannastefnuna hjá fyrirtækinu.
„Vandamálið með allt of mörg
tæknifyrirtæki á Íslandi er að þau
átta sig ekki á því að án tæknifólks-
ins er fyrirtækið ekki neitt, þetta
eru tæknifyrirtæki. Það er of oft
sú vinnustaðamenning að yfir-
mennirnir eða þeir sem stjórna
peningunum innan fyrirtækis-
ins haldi að þeir séu verðmætustu
starfsmennirnir innan fyrirtækis-
ins en líta á tæknifólkið sem auð-
veldlega útskiptanlegan hlut,
Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum
Rúmföt & lök
mikið úrval
Sloppar
fyrir bæði kyn
Handklæði
Mikið úrval
Gerið gæða- og verðsamanburð
„Allt í einu voru tekjurnar af forritinu orðnar fjór-
um sinnum meiri en mánaðarlaunin mín og þá
vissi ég að ég gæti ekki verið að vinna fulla vinnu á
sama tíma og ég var að þróa og sinna forritinu.
n Framleiðir vöru sem gæti umbylt tækniheiminum
n Á Íslandi er friður til að skapa
Skjárinn sem
Pratik fékk
að gjöf frá
Microsoft.
Pratik Kumar,
stofnandi og
eigandi App
Dynamic, hann
fluttist til lands-
ins árið 1999 og
vill aldrei flytja
héðan.