Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 79

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 79
sakamál 791. júní 2018 með nafn Martys á vörunum. Hún hefði talið, þegar hún fann hann í blóði sínu, að hann hefði verið með lífsmarki, en hún hefði í flýt- inum gleymt lyklunum á skrifstofu sinni og því þurft að hlaupa þriggja kílómetra leið til að komast í síma og hringja á Neyðarlínuna. Sjónir lögreglunnar beindust fljótlega að John Diamond, enda hafði samband hans og Michelle ekki farið leynt. Vonbrigði lögreglunnar urðu því mikil þegar eiginkona Johns sagði að hann hefði verið heima með henni; þau hefðu horft á bíó- mynd. Svo klykkti hún út með þeim orðum að hann hefði reynd- ar fengið símtal í farsímann um níu leytið og farið út í kjölfarið. John ákærður Frekari fyrirgrennslan á þessu símtali leiddi í ljós að Michelle hafði hringt í John, en hún þrætti þó fyrir það. Ekki skánaði staða Johns þegar lögreglan komst á snoðir um að John hafði fengið lánaða Smith & Wesson-skammbyssu af vini sín- um; sömu tegund og hafði verið beitt gegn Marty. Í febrúar greip John til þess ráðs að tilkynna inn- brot og á meðal þess sem tekið var ófrjálsri hendi var einmitt um- rædd skammbyssa. Áhöld voru um hvort þetta hefði verið sterkur leikur og 15. mars, 2001, var John ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Mál hans féll undir lögsögu Bandaríkjahers sem gat þó ekki snert Michelle þar sem hún var óbreyttur borgari. Engu að síður mælist Bandaríkja- her til þess að borgaraleg yfirvöld höfðuðu mál á hendur henni. Michelle hverfur Réttarhöld yfir John hófust í ágúst en lítið var að græða á vitnisburði Michelle sem beitti fyrir sig 5. við- auka bandarísku stjórnarskrárinn- ar og svaraði engu. John var engu að síður dæmdur. Meðan á þessu gekk vann lög- reglan ötullega að því að byggja upp mál gegn Michelle en þegar loks var ákveðið að láta til skar- ar skríða og leggja fram kæru var Michelle hvergi að finna. Hún hafði flúið frá Louisiana og var nú eftirlýst. Michelle hafði ekki setið auð- um höndum heldur lesið bækur sem kenndu fólki að komast yfir ný skilríki og láta sig hverfa í Bandaríkjunum. Hún litaði hár sitt og með tölvuforritum hóf hún undirbúning þess að búa til falsað fæðingar- og skírnarvottorð. Michelle handtekin Michelle gerði gott betur því hún undirgekkst lýtaaðgerð til að breyta nefinu og fá fyllingu í kinnarnar auk þess sem hún losn- aði við ör eftir unglingabólur með leiseraðgerð. Í Flórída tók hún á leigu íbúð undir nafninu Lisa Pendragon en ökuskírteinið, skráð í Flórída, var á nafni Alexöndru Solomon. Lögreglan í Fayetteville leitaði aðstoðar alríkislögreglunnar sem komst fljótlega að því að Michelle var búin að næla sér í kærasta. Fylgst var með kærastanum og fyrr en varði hafði hann leitt lög- regluna að aðsetri Michelle. Þann 5. ágúst, 2002, var hún handtekinn fyrir morðið á eiginmanni sínum. Málalok Þótt það hafi tekið tvö ár að koma máli Michelle í hendur dómstóla tók það kviðdóm einungis sex klukkustundir að sakfella hana. Það gerðist 3. desember, 2004, sex dögum fyrir 34. afmælisdag hennar. Michelle fékk lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Henni var neitað um ný réttarhöld árið 2011 og eins og málum er nú háttað sitja þau skötuhjú John Diamond og Michelle Theer bæði á bak við lás og slá. n Michelle, John og Marty„ Marty féll niður tröppurnar og var skotinn fimmta skotinu þar sem hann lá neðst við tröppurnar Marty Theer Var löngum fjarri heimili sínu vegna stöðu sinnar í hernum. Herra Diamond Samband hans og Michelle endaði í öngstræti. 2 morð var Judith Ann Neelley fundin sek um 18. apríl 1983. Morðin framdi hún í félagi við eiginmann sinn, Alvin Howard. Skötuhjúin létu ekki nægja að myrða fórnarlömb sín, Lisu Ann Millican og Janice Chatman, heldur pyntuðu þau áður. Judith Ann var dæmd til dauða en 15. janúar, 1999, var dómur- inn mildaður og honum breytt í lífstíðarfangelsi. MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.