Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 96
1. júní 2018 21. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 1.095 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 9 771021 825033 ISSN 1021-8254 Skjótið mig líka! SUMARBLÓM 20% AFSLÁTTUR Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land HJÓL 20% AFSLÁTTUR GARÐHÚSGÖGN 20% AFSLÁTTUR NAPOLEON GRILL 20% AFSLÁTTUR BROIL KING 20% AFSLÁTTUR HEKKKLIPPUR OG SLÁTTUORF 20% AFSLÁTTUR Tilboð gilda til 6. júní eða á meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl. BLÓMAPOTTAR 25% AFSLÁTTUR Meirihlutinn í Reykjanesbæ féll í nýafstöðnum bæjarstjórn- arkosningum. Meirihlutinn var skipaður tveimur fulltrúum frá Samfylkingunni, Beinni leið og Frjálsu afli. Gengi þessara flokka var æði misjafnt í kosn- ingunum. Samfylkingin bætti við sig manni en Bein leið og Frjálst afl misstu bæjarfulltrúa og þar með féll meirihlutinn. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er Friðjón Einarsson, núverandi formað- ur bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hann stendur í ströngu þessa dagana því allir flokk- ar eru að tala við alla varðandi meirihlutamyndun í bænum. Við sjóndeildarhringinn er þó mikið tilhlökkunarefni hjá Friðjóni. Sjálft heimsmeistara- mótið í Rússlandi. Sonur hans er atvinnu- knattspyrnumaðurinn Samúel Kári, leikmaður Valerenga í Noregi, sem óvænt var kallað- ur í HM-hóp Íslands á dögun- um. Það var ekki síst fjölhæfni Samúels Kára sem tryggði honum sæti í hópnum. Hann er svo sannar- lega maður framtíðarinn- ar hjá ís- lenska lands- liðinu. Lítt þekkt ættartengsl Oddvitinn og landsliðs- maðurinn U m mánaðamótin missir Mar- grét De Leon Magnúsdóttir meðlagsgreiðslur og heimil- isuppbót, tekjur hennar eftir skatt fara því úr 223 þúsund krónum í rúmar 120 þúsund krónur. Mar- grét lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og er 75% öryrki. Hún býr í Fellahverfinu með tveimur börn- um sínum, 18 og 20 ára. Hún þarf að vera búin að fara í endurmat á ör- orku fyrir ágústmánuð og því er alls óvíst að hún verði með einhverjar tekjur í haust. Húsaleigan er 190 þúsund krónur á mánuði og sér hún fram á mjög erfiða tíma. Í blaðinu í dag eru birtar tekjur 2.400 einstak- linga, Margrét er ekki þeirra á meðal en hún birtir reglulega upplýsingar um sínar tekjur á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á stöðu sinni og annarra öryrkja. „Það verður einhver að stíga fram, ég á fjölda ættingja sem munu örugglega tauta hvað ég sé að fara með þetta í blöðin en mér er alveg sama. Þetta er ekki mál sem á að fela,“ segir Margrét í samtali við DV. Hún segir að hún hafi reynt að fá sér vinnu en að sögn lækna þoli líkami hennar það ekki. „Það koma dagar þar sem ég er hress, en það endist iðulega ekki lengi.“ „Ég er búinn að taka allt saman á Excel, það sem ég fæ frá lífeyris- sjóðnum, lífeyri og bætur. Þegar ég er búin að draga frá 190 þús- und í leigu, 35 þúsund krónur upp í skuld við TR og nettenginguna, því ég vil vera tengd umheimin- um, þá er ég með rúmar 16 þús- und krónur eftir fyrir mat. Ef ég þarf að fara til læknis þá er ódýrara fyrir mig að drepast,“ segir Margrét. Þegar bæturnar hennar lækka nú um mánaðamótin þá sér hún ekki fram á að geta framfleytt sér. „Ég segi bara eins og pabbi minn sál- ugi sagði alltaf, farið með mig út í hraun, finnið gjótu, skjótið mig í hnakkann og hendið mér ofan í. Þá þarf ekki að borga jarðarför.“ Þrátt fyrir allt þetta segist Margrét vera heppin. „Ég tel mig heppna, ég er að leigja hjá Almenna leigu- félaginu og er svo heppin að leigan mín hefur ekki hækkað síðan ég fór að leigja hjá þeim árið 2015. Þetta er 100 fermetra íbúð og að sögn þeirra er ég það góður leigjandi að þeir töldu ekki þörf á að hækka leiguna. Að minnsta kosti ekki í bili. Ég veit ekki hvað ég geri núna, ég get ekki hent börnunum mínum út.“ n ari@dv.is „Finnið gjótu, skjótið mig í hnakkann og hendið mér ofan í“ Margrét hafði 16 þúsund krónur á mánuði til að kaupa mat
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.