Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Side 8
8 1. júní 2018fréttir Bæjarfulltrúi leigir út íBúðarrými í ólög- legu iðnaðarhúsnæði Er formaður verkalýðsfélagsins í Sandgerði en samdi við einstakling um húsaskjól í staðinn fyrir vinnu„Það er maður sem hefur verið þarna í skipti- vinnu. Hann gerði þessa íbúð klára bara fyrir sjálfan sig og fékk að vera þarna, það er ekkert flókið. Í nýafstöðnum sveitarstjórnar­ kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs vann H­listinn góðan kosningasigur. Alls voru níu sæti bæjarfulltrúa í boði og hreppti H­ listinn tvö þeirra. Skömmu eftir kosningar var tilkynnt um að meirihlutaviðræður H­listans og Sjálfstæðisflokksins stæðu yfir en listi hinna síðarnefndu hreppti þrjú sæti í bæjarstjórn. Oddviti H­ listans, Magnús Sigurjón Magnús­ son, sem er formaður Verkalýðs­ og Sjómannafélags Sandgerðis, á og leigir út þrjár íbúðir í ólög­ legu húsnæði í bænum. Magnús átti sæti í bæjarstjórn síðasta kjör­ tímabil en pólitískir andstæðingar hans vilja meina að slíkt brask sæmi ekki bæjarfulltrúa í sveitar­ félaginu. Magnús vísar því á bug og segir ekkert óeðlilegt við við­ skipti sín. Fékk húsnæði fyrir vinnu Magnús keypti um mitt ár 2011 af Landsbankanum og var kaup­ verðið 12,2 milljónir króna. Um er að ræða tvö iðnaðarbil, annars vegar rými sem er 65 fermetrar og hins vegar rými sem er 140 fer­ metrar. Í dag er búið að innrétta þrjú íbúðarrými í húsnæðinu og leigir bæjarfulltrúinn þau út. DV hafði samband við Magnús og spurðist fyrir um eignirnar og hvernig til kom að hann fór að leigja þær út. „Það kom bara til að ég var með skrifstofuhús­ næði þarna og það fengu menn að vera þarna inni, það er ekkert,“ sagði Magnús. Þegar hann var spurður um hversu margir einstaklingar væru í húsnæð­ inu sagði hann þá vera tvo. Eftir að blaðamaður tilkynnti honum að höfundar greinar­ innar hefðu farið að skoða húsnæðið og fengið þær upp­ lýsingar frá íbúa að þrjár íbúðir væru leigð­ ar út, breytti hann frá­ sögn sinni á þá leið að hann væri aðeins að leigja tvær út og eina væri hann bara að lána. „Það er maður sem hef­ ur verið þarna í skiptivinnu. Hann gerði þessa íbúð klára bara fyrir sjálfan sig og fékk að vera þarna, það er ekkert flókið,“ sagði verka­ lýðsleiðtoginn. Magnús upp­ lýsti blaðamann enn fremur um að hann rukkaði um 100 þúsund krónur fyrir bæði rýmin sem eru í útleigu. Málið fór heldur að flækjast þegar DV óskaði eftir upplýsing­ um um hvort Magnús hefði óskað eftir leyfi fyrir framkvæmdunum. Hann játti því en sagði síðan að hann væri ekki búinn að skila inn teikningum. Þess má geta að DV hafði samband við skipulags­ og byggingarfulltrúa Sandgerðis eftir símtalið. Samkvæmt því samtali hefur enginn sótt um leyfi til að breyta húsnæðinu í íbúðar­ húsnæði. Hvorki umsókn né teikningar liggja inni á borði yfirvaldsins vegna Strand­ götu 21a og b. Þegar Magnús var spurð­ ur hvort svona brot hæfði bæjarfulltrúa og formanni verkalýðsfélags svaraði hann: „Nú ertu kominn út í einhverja hártogun, en ég er staddur úti á golfvelli og gefðu mér aðeins tíma til að hérna … og hringdu aftur í mig þegar ég er kominn í land allavegana” DV reyndi ítrekað að hafa samband við Magnús eftir þetta símtal en án árangurs. n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersso Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is/ bjartmar@dv.is Magnús Sigfús Magnússon bæjarfulltrúi. Nýkjörinn bæjarfulltrúi, Magnús Sigfús Magnússon, leigir út tvær íbúðir í þessu ólöglega iðnaðarhúsnæði í Sandgerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.