Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 76
Beint frá býli Helgarblað 1. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Á Háafelli búa hjónin Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson, sem hafa síðan árið 2004 verið með geitafjárrækt á bænum. Þar eru allir velkomnir sem hafa áhuga á íslensku geitinni og sögu hennar hérlendis, hægt að er fóstra geitur og kaupa geitaafurðir beint af býli. „Ég byrjaði á að fá mér geitur af því þær eru svo skemmtilegar,“ segir Jóhanna. „Við erum fyrst og fremst með íslenska geitastofninn og að kenna fólki að nýta afurðirnar. Geitamjólkin er algjört sælgæti og til dæmis góð fyrir ungbörn sem þola ekki móðurmjólkina.“ Á Háafelli eru 228 geitur og um 160 sem eignast kiðlinga í vor. Fjölmargar afurðir eru búnar til úr geitamjólkinni: ostar, sápur, krem, ís. Auk þess er kjötið selt, skinnin sútuð og kasmírullin nýtt. Fræðsla um geiturn- ar í vinaheimsókn „Fólk var farið að koma dag- lega hingað til að sjá geiturnar og mað- ur náði ekkert að vinna önnur verk á meðan, ég byrjaði því að taka fyrir heimsóknina, sem hefur svo sannarlega undið upp á sig. Við erum bóndabær og erum ekki að hugsa þetta sem ferða- þjónustu, þetta er eins og þú sért að koma í vinaheimsókn. Við segjum sögu geitarinnar á Íslandi, af hverju við erum með þær, frá afurðum og sögu okkar, hvernig við vorum næst- um búin að tapa jörðinni út af þeim en var bjargað með „Crowdfunding“ frá Bandaríkjunum.“ Innifalið í heimsókninni er kaffi, te og smakk á afurðum, heimsóknin kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir börn 7–17 ára. Opið er frá 1. júní til 1. ágúst alla daga frá kl. 13–18. Utan þess tíma er opið samkvæmt samkomulagi. Flestir gestanna eru íslenskir og segir Jóhanna það vera orðinn hluta af sumarfríi margra að koma á Háafell. Vinsælt að taka geitur í fóstur Mjög vinsælt er að taka geitur í fóstur, en hjónin á Háafelli byrjuðu að bjóða upp á það þegar rekstur var þungur. „Þetta varð vinsælt og við kölluðum fólkið varnarherinn okk- ar,“ segir Jóhanna. „Fólk fær skjal um fóstrunina, ég sendi myndir af geitinni til viðkom- andi og þetta skapar skemmtileg tengsl. Fóstrun kostar 10. 000 krónur sem dekkar tvær heimsóknir fyrir tvo full- orðna og tvö börn.“ Fjöldi afurða unninn úr geitamjólk- inni „Ég mátti ekki gera osta hér heima þar sem ég var ekki með viðurkennda aðstöðu þannig að ég fór að búa til sápur. Geitamjólk er gömul hefð víða um heim í húðvörum. Sápan er að hjálpa mikið fólki sem er með exem og þurra húð. Ég nota hana í andlitið og hún hjálpar þeim sem eru með sóríasis í hársverði, þeir nota hana í staðinn fyrir sjampó.“ Sápan er handverk og fæst aðeins að Háafelli eða í heimsendingu. „Ég geri krem úr tólginni, í gamla daga var hún notuð á exem og til að græða sár þannig að ég fór að þróa hana áfram. And- litskrem, verkjastillandi og bólgueyð- andi húðolía og græðandi krem eru í boði. Á Erpsstöðum er gerður feta- ostur fyrir okkur og hvít- mygluostur fyrir jólin. Ég rækta krydd- jurtirnar sjálf og krydda ostinn með. Pip- arminta og lavender kemur mikið á óvart. Kjöt- port gerir tvenns konar pyls- ur og paté, Holtssel gerir ís, ég geri sjálf sultur, hlaup og síróp. Skinnin eru sútuð og ýmist seld heil eða sem innlegg í skó. Á geitunum er kasmírull sem er hægt að kemba af en heilmik- ill tími fer í það, ullin fer í Uppspuna í vinnslu. Við erum líka með Game of Thrones-leikara í geitalíki. Það er einnig loksins kominn veitingastaður, Kraumi, sem kaupir kjöt af okkur. Þar má fá Háafellsplatta og tveir aðrir veitingastaðir nota mikið af osti frá okkur.“ Hleðslustöð fyrir rafbíla er komin að Háafelli og í sumar verður boðið þar upp á vöfflur og fleira meðlæti. „Maður er alltaf að reyna að bæta einhverju við,“ segir Jóhanna. Heimsókn á Háafell er kjörin í sumar til að fræðast um íslensku geiturn- ar, sögu þeirra og að smakka á afurðum geit- anna. Allar upplýsingar um geiturnar og afurðir þeirra má fá á geitur.is, síminn er 435-8831 og netfangið haafell @ gmail.com. „Ef þú ert með góðan garð og geitur þá geturðu gert allt mögulegt“ GEITFJÁRSETRIÐ Á HÁAFELLI Í BORGARNESI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.