Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 22
Viðburðir í sumar Helgarblað 1. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ
Tríó Events Reykjavík:
FYRIR VEL HEPPNAÐA VIÐBURÐI, STÓRA OG SMÁA
Þegar viðburður er skipulagður, hvort sem um er að ræða stóra ráðstefnu eða veislu, nú eða lítið
krúttlegt partí þá skiptir hann þá sem
að honum standa miklu máli og mikið
er undir því komið að vel takist til.
Þær Anna Katrín Guðmundsdóttir
og Ýr Gunnlaugsdóttir stofnuðu fyrir-
tækið Tríó Events Reykjavík í október
árið 2016. En þó að fyrirtækið sé ungt
eru þær stöllur reynslumiklar í faginu:
„Við erum hoknar af reynslu í þess-
um bransa og lífsins ólgusjó. Okkur
langaði að láta þann draum rætast að
stofna fyrirtæki í kringum það sem okk-
ur finnst skemmtilegast; að hanna og
skipuleggja viðburði og verkefni,“ segir
Anna. Hún er menntuð í sjónvarpsdag-
skrárgerð og hefur starfað sem fram-
leiðandi sjónvarps- og kvikmyndaefnis.
Anna er jafnframt með meistaragráðu
í verkefnastjórnun (MPM).
Ýr er með menntun í hótelfræð-
um og stýrði viðburða- og ferðadeild
Háskólans í Reykjavík til fjölda ára. „Við
leggjum áherslu á persónulega og
góða þjónustu og nána samvinnu við
viðskiptavininn. Það er dýrt að halda
veislu eða standa fyrir viðburði – við
vitum það. Það er því mikilvægt að far-
ið sé vel með peningana og allt gangi
sem best upp,“ segir hún.
Þær Anna og Ýr leggja áherslu á að
mikilvægt sé að leggja niður fyrir sig
hverju viðburðurinn á að skila áður en
hafist er handa:
„Sumir viðburðir eru hugsaðir til að
bæta vinnuandann og þétta hópinn,
aðrir eru hugsaðir sem fræðsla og
hvatning og enn aðrir eiga að vera
hrein skemmtun. Undirstöðurnar eru
samt alltaf þær sömu, sama hvert
tilefnið er, það er góður undirbúning-
ur og verkefnastjórn svo viðburður-
inn heppnist sem best. Einnig erum
við með kvikmyndadeild þar sem við
framleiðum efni bæði fyrir þá við-
burði sem við erum að stýra, til dæmis
árshátíðarmyndbönd, stuttar myndir
um fyrirtækin, eða sjáum um beinar
útsendingar eða streymi frá fundum.
Með þessu fær viðburðurinn meiri dýpt
og verður eftirminnilegri,“ segir Anna.
Ýr segir að þær leggi áherslu á
persónulega nálgun og samvinnu við
viðskiptavininn varðandi veislur og
viðburði: „Það þarf hugmyndaauðgi og
gott nef fyrir hvað passar hverju sinni
enda ekkert eins skemmtilegt og að sjá
allt smella saman á viðburðinum sjálf-
um. Við erum duglegar að finna upp
á einhverju óvenjulegu og okkur finnst
fátt skemmtilegra en að fara á hugar-
flug um nýja útfærslu.“
Fyrir Tríó Events Reykjavík er enginn
viðburður of stór eða of lítill og allir eru
þeir jafnmikilvægir. Þess má geta að
fyrirtækið er með hagstæða samn-
inga við veitingamenn og leigjendur
samkomusala og því getur borgað sig
að kaupa slíka þjónustu í gegnum Trio
Events Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar er að finna
á vefsíðunni trioevents.is eða á Face-
book.
Ýr Gunnlaugsdóttir og
Anna Katrín Guðmundsdóttir
Blómstrandi dagar
í Hveragerði:
EINN AF HÁPUNKTUM SUMARSINS
Sumarið ber margt heillandi í skauti sér og eitt af því sem margir landsmenn hlakka til er
bæjarhátíðin Blómstrandi dagar sem
haldin er í hverjum ágústmánuði í
Hveragerði. Þá blómstrar blómabærinn
Hveragerði sem aldrei fyrr, bæjarbúar
eru í hátíðaskapi og gestir streyma víða
að.
„Það er óljóst hvað saga hátíðar-
innar nær langt aftur, þetta byrjaði
í grasrótinni þar sem einstaklingar í
bænum tóku sig saman og héldu hátíð.
Undanfarin 20 ár hefur þetta verið með
formlegri hætti og er hátíðin orðin mjög
stór,“ segir Jóhanna Margrét Hjart-
ardóttir, menningar- og frístundafulltrúi
Hveragerðis.
Hátíðin stendur yfir frá fimmtu-
degi til sunnudags en nær hápunkti á
laugardegi. Í ár eru Blómstrandi dagar
dagana 16. til 19. ágúst. „Við erum
með margt í boði eins og áhugaverð-
ar listsýningar, tónlistarviðburði og
heilsutengda viðburði fyrir fólk á öllum
aldri,“ segir Jóhanna Margrét en boðið
er upp á metnaðarfullar listsýningar í
listasafni Árnesinga, steinasýningu og
margt fleira.
Á fimmtudagskvöldinu eru tónleikar
með Jóni Ólafssyni og Hildi Völu í Skyr-
gerðinni. Á föstudagskvöldið stíga Blús-
menn Andreu á svið og er þetta í fyrsta
skipti sem þau koma fram á hátíðinni.
„Við eigum líka marga frábæra tónlist-
armenn hér í bænum og verða tónleikar
víða um bæinn alla hátíðardagana,“
segir Jóhanna Margrét.
Hátíðin springur út á laugardeginum
Gífurlega skemmtileg stemning er í
Hveragerði á laugardeginum þegar
hátíðin nær hámarki. Kjörís stendur þá
fyrir ísdeginum sem hefur fyrir löngu
fest sig í sessi. Glæsileg flugeldasýning
er um kvöldið og Hvergerðingurinn Sóli
Hólm stýrir brekkusöng. Eins og flestir
vita er Sóli Hólm frábær eftirherma og
það spillir ekki fyrir skemmtuninni þegar
landsfrægir karakterar taka að stýra
brekkusöngnum með honum.
Hér hefur aðeins verið drepið á því
helsta í dagskránni en bæjarbúar og
þjónustuaðilar í bænum taka mjög
virkan þátt. „Fólk leggur hátíðinni lið
með því að skreyta sín hverfi og sinn
garð – bílskúrsmarkaðir og gallerí eru
úti um allan bæ og margir opna hús sín
fyrir hátíðargestum og er meðal annars
boðið upp á tónlist, myndlist og jafnvel
brauðbakstur,“ segir Jóhanna Margrét.
„Af ógrynni dagskrárliða má einnig
nefna heimsókn fornbílaklúbbsins,
Leikhópsins Lottu, BMX brós o.fl. Einnig
verður hin vinsæla söguferð með Nirði
á sínum stað og margt fleira. Rafskutlu-
ferð góðborgara vakti sérstaka lukku í
fyrra og verður hún aftur í ár. Þar geta
allir eigendur rafskutlna tekið þátt en
þeir eru margir á virðulegum aldri. Eftir-
tektarvert er hve margir Hvergerðingar
eiga rafskutlur,“ segir Jóhanna Margrét
enn fremur.
Þegar nær dregur hátíðinni verð-
ur nánari dagskrá birt á heimasíðu
Hveragerðisbæjar, hveragerdi.is og
blomstrandidagar.is. Birt verður kort
með nákvæmri staðsetningu og tíma-
setningu viðburða, stórra sem smárra.
Á Facebook-síðunni Blómstrandi dagar
í Hveragerði verða einnig ítarlegar
upplýsingar og þar er nú þegar hægt
að skoða skemmtilegt efni frá fyrri
hátíðum.