Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 90
90 fólk 1. júní 2018 Flenging að launum n Drottningin heimsækir þjón sinn í úthverfi borgarinnar n Ragga Eiríks slóst með í för R agga mín, langar þig ekki að koma með í heimsókn til þrælsins míns?“ skrifaði Ingibjörg, vinkona mín, til mín á Messenger einn sæmilegan veðurdag í vetur. „Uuu, hvert verður mitt hlutverk?“ spurði ég á móti – minnug frásagna henn­ ar um flengingar, nakinn skríð­ andi mann og himinháa hæla. Ingibjörg var að sjálfsögðu með hlutverkaskipan á hreinu. Hann yrði í sínu vanalega hlutverki sem auðmjúki þjónninn, hún Drottn­ ingin sem öllu ræður (með stór­ um staf) og ég yrði gestkomandi hefðardama. Í daglegu lífi eru þau ekki par, og þau stunda ekki hefðbundið kynlíf saman. Hún er á miðjum fimmtugsaldri og hann um tíu árum eldri. Bæði í góðu starfi og falla ósköp vel inn í borgaralega hversdaginn. Ég hugsaði mig um í þrjár og hálfa sekúndu og þekktist svo boðið. Nánari leið­ beiningar fékk ég samdægurs. Klæðnaður skyldi vera þokkafull­ ur en þó ekki um of, þjónninn átti að hlýða óskum mínum ef ein­ hverjar væru en mátti ekki yrða á mig án leyfis Drottningarinnar. Hælar og há póstnúmer Ingibjörg sótti mig á umhverfi­ svæna skvísubílnum sínum. Klædd í síða loðkápu yfir sokka­ bönd, netsokka, korsett og flug­ freyjuhæla. Hún fletti kápunni frá þegar ég smeygði mér inn í bíl­ inn og sagði glottandi að líklega mundi duga honum að fá að sjá hana í múnderingunni. „Hann á nú samt meira skilið,“ bætti hún við. „Þessi elska þreif bílinn minn í síðustu viku og kom tvisvar með sérpressaðan safa til mín í vinnuna. Honum er svo annt um heilsu mína.“ Á leiðinni ræddum við um það sem var í vændum. Hún lagði áherslu á að ég myndi fylgja flæðinu og njóta þjón­ ustunnar. Þjónninn hafði feng­ ið nákvæm fyrirmæli um hvern­ ig hann skyldi taka á móti okkur og hvað hann skyldi bjóða upp á í veislunni fyrir hina tignu gesti. Við renndum upp að húsinu í úthverfinu með háa póstnúmer­ inu og Ingibjörg mal­ aði af ánægju þegar hún sá að þjónninn hafði mokað vel og vandlega leiðina frá bílastæðinu að dyrunum. Við gengum rakleið­ is inn, enda höfðu fyrirmæli falið í sér ólæstar dyr. Þjónninn kraup í forstofunni í hvítri svuntu einni fata, laut höfði og hélt á silfur­ bakka með tveimur uppáhelltum kampavínsglösum. Ingibjörg gaf frá sér ánægjuandvarp, rétti mér annað glasið og sagði: „Sko, hvað hann er duglegur. Akkúrat svona vil ég að móttökurnar séu. Nú mætti hann standa upp og taka kápurnar okkar. Þjónninn lét ekki segja sér það tvisvar og ég elti svo Drottninguna inn í stofu þar sem lagt hafði verið á borð. Lekkerir ostar, jarðarber og ýms­ ar kræsingar biðu okkar á falleg­ um postulínsdiskum. Freyðivín­ flaska í kælifötu, fersk blóm í vasa og djasstónlist ómaði. Veitingar og skríðandi maður Við fengum okkur sæti og byrjuð­ um að spjalla eins og fínar döm­ ur á milli þess sem við stung­ um einu og einu jarðarberi upp í okkur. Á meðan kraup þjónninn við fætur Drottningarinnar. Hún spurði hvort mér þætti hann ekki hlýðinn. Ég játaði. Hún sagði að hann gæti verið ennþá duglegri og skipaði honum að skríða inn í herbergi og sækja fyrir sig skó. Þjónninn kom gangandi til baka með skóna í fanginu. Himin­ háir svartir með stálbotni og hæl­ um. Ingibjörg horfði ströng á hann og spurði hvort hann hefði fengið leyfi til að ganga. Orðin virkuðu á hann eins og svipu­ högg og hann lyppaðist niður á hnén fyrir framan Drottninguna. „Nú máttu klæða mig í skóna, en þú skalt ekki halda að þú komist upp með svona óhlýðni. Ég þarf að kenna þér betur að hlýða, það er á hreinu,“ nánast hvæsti hún. Ef hann fyllti ekki nógu hratt á glösin okkar fékk hann skammir. Stundum lét hún hann skríða út í horn og bíða þar. Stundum spurði hún mig spurninga um hann, hvort mér þætti hann nógu hlýðinn, eða hvort ég hefði tek­ ið eftir því að hann væri stinnur undir svuntunni – við töluðum um hann en ekki við hann. Svona gekk þetta í rúma klukkustund, en þá var komið að hápunkti kvöldsins – sjálfri flengingunni. Takk Ingvar Kamprad Ingibjörg skipaði þjóninum að sækja spaðann og útskýrði fyrir mér að það væri uppáhaldsgræj­ an hans fyrir flengingu. Spaðinn reyndist venjulegur tréspaði úr eldhúsdeild Ikea. Hún sótti púða undir hné þjónsins og lét hann krjúpa fyrir framan sig. „Hann fær nú ekki alltaf púða – en ég er í góðu skapi í kvöld og hann er nú búinn að vera voða duglegur.“ Svo lét hún hann halla sér með handleggina fram á gólf­ ið og steig yfir úlniðina á hon­ um þannig að hinir voldugu skór héldu honum föstum. Bamm – fyrsta högg á rassinn. Þjónninn kipptist við og hún hélt áfram. Höggin urðu ansi mörg, og blíð­ legar strokur inni á milli. Stund­ um bað hún mig að koma og meta hvort rasskinnarnar væru orðnar jafnrauðar. Þessi hluti kvöldsins tók um fimmtán mín­ útur. Eftir á leiddi hún hann í sófa, breiddi yfir hann teppi og sótti vatnsglas handa honum. Hann var greinilega í sæluvímu. Nú voru hlutverkin lögð til hliðar. Ingibjörg settist hjá húsráðanda í sófann og hélt utan um hann, strauk hár hans blíðlega. Þarna gafst okkur færi á að spjalla um leikinn. „Fyrir mig er þetta ólýsan­ leg nautn,“ sagði húsráðandi. „Ég veit ekki hvernig þetta varð svona mikilvægt hjá mér. Kannski liggur rótin í því að mamma flengdi mig sem barn. En þörfin hefur ágerst með árunum.“ Þau Ingibjörg stunda ekki kynlíf saman og hafa aldrei gert. Hann fær að þjóna henni með ýmsum viðvikum í daglega lífinu, og að launum fær hann stundir eins og þá sem lýst er hér að fram­ an með Drottningunni sinni. Hvað hann gerir þegar Ingi­ björg kveður hefur hún ekki hug­ mynd um og kærir sig í raun ekkert um að vita. n „Ingibjörg skipaði þjóninum að sækja spaðann og útskýrði fyrir mér að það væri uppáhalds- græjan hans fyrir flengingu. Spaðinn reyndist venjulegur tréspaði úr eldhúsdeild Ikea. Ragnheiður Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.