Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 94
94 fólk 1. júní 2018 Hverjum líkist þú mest? Pabba mínum. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Ég veit það ekki. Partídýr kannski. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Ég er jafningi allra. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Amen. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Hlynur kærasti minn – playlistinn hans á Spotify. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Þögnina. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Ellý sigrar heiminn. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt? Tupperware. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Rjómi. Ég elska rjóma. Hverju laugstu síðast? Að ég ætti afmæli, við afgreiðslu- manninn í vöffluvagninum. Hann gaf mér extra rjóma. Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það? „Ekki dæma náungann því þú veist ekki „shit“. Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Hugsanir. Á hvern öskraðirðu síðast? Mig sjálfa. Finnst ég ekki standa mig nægi- lega vel stundum. Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt? Hæ, viltu spá fyrir mér? Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Orkudrykkir. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Þjónastarf þar sem ég þurfti að klæðast stuttu pilsi, skyrtu og bindi. Sagði upp vinnunni sama dag og ég byrjaði. Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Þegar ég tók erlent lán. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Börnin mín. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Verða ástfangnir, sannarlega. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? Hæ, langar að kaupa af þér málverk. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Kærleikur. Hvað er fram undan um helgina? Mála, mála, mála og elska Hlyn og kenna í Fitness Reebok. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Bókin á náttborði Guðríðar „Var að ljúka við spennubókina Kona bláa skáldsins eftir Lone Theils og fannst hún mjög fín, þetta er önnur bókin á íslensku um dönsku blaðakonuna Nóru Sand. Þar áður endurnýjaði ég kynnin af Kapítólu sem hefur elst ansi vel. Ég reyni alltaf að lesa eitthvað á ensku líka og síðast voru það bækur eftir Dean Koontz; The Silent Corner og The Whispering Room. Þetta eru fyrstu bækurnar um Jane Hawk, FBI-konu sem fer að rannsaka dularfullt andlát eiginmanns síns og eignast við það volduga og hættulega óvini. Hörku- spennandi bækur. Nú er ég að lesa The Fifth Witness eftir Michael Connelly og næst eru það Stormfuglar eftir Einar Kárason.“ Silja Aðalsteinsdóttir: „Salka Valka opnaði augu mín fyrir mínum eigin leyndarmálum“ Silja Aðalsteinsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur, þýðandi og ritstjóri, hefur sent frá sér margar bækur um íslenskar bókmenntir. Silja var lengi ritstjóri Tímarits Máls og menningar og starfar nú sem ritstjóri hjá Forlaginu. En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá Silju? Hvaða barnabók er í uppáhaldi og af hverju? Ég hélt mikið upp á bækur Stefáns Jónssonar þegar ég var stelpa og þær hafa fylgt mér alla tíð. Erfiðust þeirra allra var Fólkið á Steinshóli en mér finnst eftir á að hyggja að hún hafi opnað augu mín fyrir ýmsu sem börn eiga erfitt með að átta sig á, til dæmis því að fullorðnir eiga sér sársaukafull leyndarmál og þeir taka oft alvitlausar ákvarðanir – þó að þeir eigi að vita betur. Svo hélt ég svakalega mikið upp á bækur Erichs Kästner, Lísa eða Lotta – um tvíburasysturnar sem skiptu um hlutverk –, Ögn og Anton og Emil og leynilögreglustrákana. Frábærlega vel skrifaðar og skemmtilegar bækur. Mikið vildi ég óska að þær yrðu gefnar út aftur! Svo voru ævintýrabækur Enid Blyton náttúrlega lesnar oft. Hvaða bók er uppá- halds og af hverju? Salka Valka eftir Halldór Laxness af því hún opnaði augu mín fyrir mínum eigin leyndar- málum. Ég hef oft sagt að það sé næstum því óhugn- anlegt hvað Halldór, þá ungur maður, skilur vel hvernig það er að vera stelpa og ung kona. Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra og af hverju? Það fer algerlega eftir því hver mann- eskjan er sem biður um meðmæli. Hvaða bók hefurðu lesið oftast? Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen af því hún gleður mig ævinlega, hversu döpur sem ég er. Fyrsti kaflinn með sinni heims- frægu fyrstu setningu var í kennslubók sem var notuð í MR þegar ég var í fjórða bekk, minnir mig, og ég varð svo ástfangin af Bennet-fjölskyldunni að ég fór í Eymundsson og keypti mér bókina. Þetta var fyrsta langa sagan sem ég las á ensku og síðan hefur varla liðið það ár að ég hafi ekki rennt yfir hana. Þó tók ég mér kannski nokkurra ára hlé eftir að ég þýddi hana. Þá nægði að rifja hana upp í huganum! Svo las ég auðvitað ljóðabækurnar hans Guðmundar Böðvarssonar oftar en ég fæ tölu á komið meðan ég var að skrifa ævisögu hans, Skáldið sem sólin kyssti. Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig? Þessar sem ég hef nú talið upp. Svo breytist maður auðvitað svolítið við hverja einustu bók sem maður les af áhuga og innlifun. Bækur breyta heimi manns. Hvaða bók býður þín næst til lestrar? Þær eru nokkrar nýjar á náttborðinu. Ég er aðeins byrjuð á Samfeðra eftir Steinunni G. Helgadóttur og undir henni er Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí sem var að koma út núna í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar. Ingibjörg Haraldsdóttir byrjaði á þýðingunni en entist ekki aldur til að ljúka henni. Þá var frábært að fá nýjan rússneskumann í verkið. Svo er komið nýtt safnrit eftir útskriftarnema úr ritstjórn við HÍ; í ár heitir hún Hljóð bók og ég hlakka til að lesa hana. Það er fátt skemmtilegra en að kynnast glænýjum rithöfundum. Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármanns málar eins og enginn sé morgundagurinn, á milli þess sem hún sinnir Fréttanetinu, kennir í Reebok Fitness og elskar kærastann. Ellý sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. Ekki dæma náungann því þú veist ekki „shit“ hin hliðin É g vinn við það að horfa á kvik- myndir sem dagskrárstjóri fyrir menningarhúsið Bíó Paradís og hef óbilandi áhuga á þeirri list að segja sögu í kvikmyndaformi. Ég fer reglulega á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og reyni að horfa á íslenskar kvikmyndir líka, nýtt efni sem kemur út á ári hverju. Ég lít á þetta sem alger forréttindi þar sem ég er í raun að vinna við það sem ég elska. Kvikmynda- gerð er eitt stórbrotnasta söguform sem til er, þar sem svo margar listgreinar koma að og svo framvegis. En bara svona til að nefna „guilty pleasure“-efni sem ég horfi á þá eru það til dæmis þættir eins og Biggest Loser Australia (það er frekar gamalt efni), Hoarders, þar sem fylgst er með fólki með mismunandi söfnunaráráttu, alls konar glæpaþættir sem fjalla um morð, manns- hvörf og þá sérstaklega heimildamyndir um mál þar sem slóðin er köld en rannsókn er hafin á nýjan leik. Ég er til dæmis sérstaklega spennt fyrir framhaldi á heimildamyndaþáttunum á The Staircase sem eru væntanlegir á NETFLIX núna í byrjun júní. Það er alveg með ævintýra- legum ólíkindum hvað raunveruleikinn er fáránlegri en skáldskapur. Ég var til dæmis ein af þeim sem stóðu með öndina í háls- inum þegar mál danska vísindamannsins og kafbátsmorðið kom upp, og bíð þess því spennt að einhver geri heimildamynd um það mál. Annars, bara til að bæta því við, þá er ég formaður fullorðins aðdáendaklúbbs SKAM á Íslandi og stóð til dæmis fyrir því að sýna síðasta þáttinn í samstarfi við RÚV – áður en þátturinn kom á vef RÚV og hélt sturlað partí hér í Bíó Paradís, þar sem var aldurstakmark inn. En ég hef ekki enn horft á amerísku endurgerðina en þættirnir eru nú sýndir í endurgerð í ýmsum löndum. Ása Baldursdóttir, dagskrár- stjóri Bíó Paradísar, lítur á það sem forréttindi að vinna við það sem hún elskar, hún fer reglu- lega á alþjóðlegar kvikmynda- hátíðir og er formaður fullorðins aðdáendaklúbbs SKAM. „Kvikmyndagerð er eitt stórbrotnasta söguform sem til er“ Hvað segir systirin? „Við stöndum rosalega þétt við bakið á hvor annarri“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, odd-viti Pírata og stjórnmálafræðing-ur, er nýr borgarfulltrúi í Reykjavík eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosn- ingar. DV heyrði í systur Dóru, Gyðjunni Sigrúnu Lilju og spurði: Hvað segir stóra systir? „Dóra er ein réttsýnasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst og sú heiðarlegasta. Hún stendur fram í fingurgóma með öllu því sem hún trúir á að sé rétt. Hún brennur fyrir stóru málefnin og mun aldrei láta titla eða stóla breyta sýn hennar á hvað þurfi raunverulega að gera. Hún er í pólitík af raunverulegri ástæðu. Við Dóra erum ofboðslega nánar þrátt fyrir að vera rosalega ólíkar bæði í útliti og í okkur, samt erum við bestu vinkonur og stöndum saman út í eitt. Ég get alltaf leitað til hennar og hún ræður mér alltaf heilt. Við pössum okkur að hafa uppbyggilega gagnrýni á hvor aðra, en að vera ekki í niðurrifi. Við stöndum rosalega þétt við bakið á hvor annarri. Maður þarf oft að minna hana á að hlúa að sjálfri sér, hún vill vera alls staðar fyrir alla og vera innan handar fyrir alla alls staðar. En hún þurfti að taka á honum stóra sínum til að geta mætt í stóru málin, þannig að eitthvað annað þurfti að láta undan. Þannig að það er búið að vera lærdómsferli hjá henni að vera í þessari kosningabaráttu. Hún er búin að vaxa svakalega og hún er að vaxa á hverjum degi. Hún hefur ekki fengið neitt upp í hendurnar og hefur þurft að hafa fyrir öllu sínu. Hún vill heldur ekki fá neitt upp í hendurnar, hún vill ekki neitt ókeypis, veit að hún þarf að hafa fyrir hlutunum og vill gera það. Ég tel líka gott við hana að hún hefur búið erlendis og hefur sýn á útlönd og kemur þannig með mikilvæga punkta um hvað má fara betur hér. Það er því alveg heilmikið til í því sem kemur frá þessari elsku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.