Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 28
Viðburðir í sumar Helgarblað 1.júní 2018KYNNINGARBLAÐ
Fjölskrúðug fjölskylduhátíð:
ÍRSKIR DAGAR Á AKRANESI 5.–8. JÚLÍ
Lopapeysuballið, sandkastala-keppnin og götugrillið eru á meðal hápunkta hátíðarinnar
Írskir dagar á Akranesi sem verður
glæsilegri með hverju árinu sem líður.
Mikið líf er í bænum meðan á hátíð-
inni stendur, höfðað er sterklega til
fjölskyldufólks og brottfluttir Akurnes-
ingar og vandamenn þeirra láta sjá
sig í stórum hópum.
„Hátíðin hefst venjulega á fimmtu-
deginum en í ár er eitthvað af við-
burðum að detta inn á dagana þar
á undan. Okkar frábæra fiðlusveit
Slitnir strengir er til dæmis að undir-
búa tónleika sem munu fara fram á
miðvikudeginum og ég veit af fleiru
sem er verið að undirbúa en ekki
alveg komið á hreint, svo það er ekki
hægt að greina frá því opinberlega á
þessari stundu. Það er þó ljóst að á
fimmtudeginum verður árleg grill-
veisla hjá Húsasmiðjunni, söguganga
innblásin af fullveldisafmælinu og
fleira áhugavert á dagskrá,“ segir
Ella María Gunnardóttir, talsmaður
hátíðarinnar.
Hápunktur föstudagsins að mati
Ellu er götugrillið sem hefst kl. 18 og
er á víð og dreif um bæinn. Fjölmargir
bæjarbúar láta þá hendur standa
fram úr ermum og halda hátíðar-
gestum grillveislu. Á föstudeginum er
jafnframt búið að koma fyrir leiktækj-
um í bænum. Um kvöldið eru síðan
stórtónleikar á hafnarsvæðinu.
Hátíðin nær hámarki á laugardeg-
inum: „Það er þéttpökkuð dagskrá frá
morgni og fram á nótt. Um morgun-
inn er opið golfmót, dorgveiðikeppni
og hin fræga sandkastalakeppni sem
klárlega er einn af hápunktum há-
tíðarinnar, að minnsta kosti hjá minni
fjölskyldu,“ segir Ella María. Fjölbreytt
dagskrá er á Akratorgi og ýmislegt í
gangi víða í bænum allan daginn.
Stórstjörnur spila á Lopapeysuball-
inu
Um kvöldið er síðan mikið um dýrðir,
að sögn Ellu Maríu:
„Klukkan tíu um kvöldið hefst
brekkusöngur við knattspyrnuvöllinn
sem hópurinn Club 71 stendur fyrir og
eftir brekkusönginn gengur öll strollan
síðan niður á Lopapeysuballið sem er
nú haldið í 15. skipti.“
Á Lopapeysuballinu koma ávallt
fram stærstu nöfnin í íslensku tónlist-
arlífi á hverjum tíma og nú styttist í
að við fáum að vita hvaða snillingar
verða á sviðinu í ár.
Lopapeysuballið fer fram bæði
inni og úti. „Inni í gamalli sem-
entsskemmu er leikið fyrir dansi
á einu sviði, í tjaldi úti er annað
svið og síðan er stórt afgirt
svæði úti þar sem er veitinga-
sala.“
Á sunnudeginum tekur
hátíðin að róast en þá er
vinsælt hjá foreldrum að fara
með börn sín í Garðalund
þar sem boðið verður
upp á leiksýninguna
Gosa sem Leik-
hópurinn Lotta
flytur. Þar
verður funhiti
á grillunum
þannig að
fólk getur
smellt
á grillin
og átt
virkilega
notalega
fjölskyldu-
stund.
Frítt
er inn á
meirihluta við-
burða á hátíð-
inni en selt er inn
á Lopapeysuballið
og það kostar í leiktæki.
Þá kostar jafnframt inn á
tjaldsvæðið en yfir hátíðina er
aldurstakmarkið þar 23 ár.
Rauðhærðasti Íslendingurinn
Írskir dagar eru haldnir árlega
til að halda hátíðlega upp á
írska arfleifð Akraness en Írar
námu land á Skaga á fyrstu
árum Íslandsbyggðar. Á há-
tíðinni hefur til dæmis löngum
verið boðið upp á írska tónlist og
fyrirlestra og verður eitt og annað
af írskum uppruna í boði í ár. Þá er
jafnframt valinn rauðhærðasti Ís-
lendingurinn og í verðlaun er flug fyrir
tvo til Írlands.
Nánari upplýsingar um hátíðina
er að finna á Facebook-síðunni Írskir
dagar á Akranesi og vefslóðinni akra-
nes.is/is/dagatal.