Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 28
Viðburðir í sumar Helgarblað 1.júní 2018KYNNINGARBLAÐ Fjölskrúðug fjölskylduhátíð: ÍRSKIR DAGAR Á AKRANESI 5.–8. JÚLÍ Lopapeysuballið, sandkastala-keppnin og götugrillið eru á meðal hápunkta hátíðarinnar Írskir dagar á Akranesi sem verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Mikið líf er í bænum meðan á hátíð- inni stendur, höfðað er sterklega til fjölskyldufólks og brottfluttir Akurnes- ingar og vandamenn þeirra láta sjá sig í stórum hópum. „Hátíðin hefst venjulega á fimmtu- deginum en í ár er eitthvað af við- burðum að detta inn á dagana þar á undan. Okkar frábæra fiðlusveit Slitnir strengir er til dæmis að undir- búa tónleika sem munu fara fram á miðvikudeginum og ég veit af fleiru sem er verið að undirbúa en ekki alveg komið á hreint, svo það er ekki hægt að greina frá því opinberlega á þessari stundu. Það er þó ljóst að á fimmtudeginum verður árleg grill- veisla hjá Húsasmiðjunni, söguganga innblásin af fullveldisafmælinu og fleira áhugavert á dagskrá,“ segir Ella María Gunnardóttir, talsmaður hátíðarinnar. Hápunktur föstudagsins að mati Ellu er götugrillið sem hefst kl. 18 og er á víð og dreif um bæinn. Fjölmargir bæjarbúar láta þá hendur standa fram úr ermum og halda hátíðar- gestum grillveislu. Á föstudeginum er jafnframt búið að koma fyrir leiktækj- um í bænum. Um kvöldið eru síðan stórtónleikar á hafnarsvæðinu. Hátíðin nær hámarki á laugardeg- inum: „Það er þéttpökkuð dagskrá frá morgni og fram á nótt. Um morgun- inn er opið golfmót, dorgveiðikeppni og hin fræga sandkastalakeppni sem klárlega er einn af hápunktum há- tíðarinnar, að minnsta kosti hjá minni fjölskyldu,“ segir Ella María. Fjölbreytt dagskrá er á Akratorgi og ýmislegt í gangi víða í bænum allan daginn. Stórstjörnur spila á Lopapeysuball- inu Um kvöldið er síðan mikið um dýrðir, að sögn Ellu Maríu: „Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur við knattspyrnuvöllinn sem hópurinn Club 71 stendur fyrir og eftir brekkusönginn gengur öll strollan síðan niður á Lopapeysuballið sem er nú haldið í 15. skipti.“ Á Lopapeysuballinu koma ávallt fram stærstu nöfnin í íslensku tónlist- arlífi á hverjum tíma og nú styttist í að við fáum að vita hvaða snillingar verða á sviðinu í ár. Lopapeysuballið fer fram bæði inni og úti. „Inni í gamalli sem- entsskemmu er leikið fyrir dansi á einu sviði, í tjaldi úti er annað svið og síðan er stórt afgirt svæði úti þar sem er veitinga- sala.“ Á sunnudeginum tekur hátíðin að róast en þá er vinsælt hjá foreldrum að fara með börn sín í Garðalund þar sem boðið verður upp á leiksýninguna Gosa sem Leik- hópurinn Lotta flytur. Þar verður funhiti á grillunum þannig að fólk getur smellt á grillin og átt virkilega notalega fjölskyldu- stund. Frítt er inn á meirihluta við- burða á hátíð- inni en selt er inn á Lopapeysuballið og það kostar í leiktæki. Þá kostar jafnframt inn á tjaldsvæðið en yfir hátíðina er aldurstakmarkið þar 23 ár. Rauðhærðasti Íslendingurinn Írskir dagar eru haldnir árlega til að halda hátíðlega upp á írska arfleifð Akraness en Írar námu land á Skaga á fyrstu árum Íslandsbyggðar. Á há- tíðinni hefur til dæmis löngum verið boðið upp á írska tónlist og fyrirlestra og verður eitt og annað af írskum uppruna í boði í ár. Þá er jafnframt valinn rauðhærðasti Ís- lendingurinn og í verðlaun er flug fyrir tvo til Írlands. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á Facebook-síðunni Írskir dagar á Akranesi og vefslóðinni akra- nes.is/is/dagatal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.