Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 92

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 92
92 fólk 1. júní 2018 Fregnir af fræga fólkinu Ást í áskriftarsjónvarpi allra landsmanna Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, mátti sæta mikilli gagn- rýni nýlega vegna spurningar sem hann beindi til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kappræðum oddvita flokkanna í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninganna núna í lok maí. Einar sætti enn meiri gagnrýni fyrir spurningarnar sem honum láðist að beina að hinum oddvitun- um. Almennt er þó mál manna að Sanna hafi staðið af sér storminn og „pakkað“ Einari fimlega saman þegar hún svaraði spurningum hans. Þrátt fyrir að gusti um Einar af gagnrýni í vinnunni, þá siglir hann lygnan sjó í einkalífinu, en hann og samstarfskona hans á RÚV, Milla Ósk Magnúsdóttir, eru par. Hafa þau verið saman um tíma og geisla af hamingju saman. Karl í kvennafans Fjölmiðlakonan og rit- höfundurinn Tobba Marinósdóttir tilkynnti í apríl síðastliðnum í beinni útsendingu á K100 að hún ætti von á öðru barni með unnustanum Karli Sig- urðssyni Baggalút. Fyrir eiga þau dótturina Regínu, sem verður fjögurra ára í júlí. Og nú er orðið ljóst að Karl verður í minnihluta á heimilinu því von er á stúlkubarni. Tobba gaf nýlega út bókina Gleðilega fæðingu, sem hún skrifaði í samstarfi við Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbjörn Þor- steinsson, gjörgæslu og svæfingalækni. Í bókinni er farið yfir það allra helsta sem þarf að hafa í huga þegar farið er á fæðingardeildina og er hún hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra. Það er því ljóst að parið ætti að vera vel í stakk búið þegar kemur að fæðingu dótturinn- ar, en Tobba sagði að hvatinn að bókinni hafi verið sá að henni fannst skorta upplýsingar þegar hún fæddi Regínu. „Ég hafði aldrei komið inn á fæðingardeild og í dag er ekki lengur hægt að fá að skoða þær svo óvissan um hina ýmsu þætti var mikil hjá mér.“ Svo urðu þau sex Von er á fjölgun hjá söngkonunni Stefaníu Svavarsdóttur og Benjamín Náttmerði Árnasyni, gítarleikara og tónlistar- kennara, en þau birtu stöðufærslu á Facebook þar sem þau tilkynntu um bumbubúann. „Svo urðu þau sex. Kettinum er nokk sama og þverneitaði því að vera með á mynd en við fjögur erum að springa úr hamingju!“ Ekki er allt sem gull sem glóir Fyrr í vikunni var brotist inn í Gull- smiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi. Þar ræður ríkjum gullsmiðurinn Óli Jóhann Daníelsson sem rekið hefur verslunina við góðan orðstír í árar- aðir. Þjófanna er leitað, en líklegt er að þeir iðrist nú sárlega gjörða sinna eftir að tengdasonur Óla, Sævar Örn Hilmarsson, birti mynd og mynd- band á Facebook-síðu sinni þar sem hann óskar eftir ábendingum um innbrotið. Myndbandið sýnir að þjófarnir voru tveir og komu á vett- vang í Toyota Rav-bifreið. Nafn Sæv- ars Arnars hefur komið upp áður, þar sem hann hefur „gefið mönnum einn góðan að sjóarasið,“ en Sævar Örn er sonur athafnamannsins Hilmars Leifssonar. Kærasta með- lims Kaleo á upp- leið í Hollywood Hljómsveitin Kaleo hefur slegið í gegn hér heima og einnig vestan- hafs, en meðlimir hennar búa og starfa í Austin í Texas. Davíð Ant- onsson Crivello, trommari sveit- arinnar, fann einnig ástina vest- anhafs hjá leikkonunni Taylor Spreitler. Þau eru búin að vera saman í um eitt og hálft ár. Spreitler, sem er 24 ára gömul, er á uppleið í Hollywood og lék meðal annars á móti Kevin James í þátt- unum Kevin Can Wait, en þeir þættir hafa að vísu verið teknir úr sýningu. Næsta hlutverk hennar er í hryllingsmyndinni Leprechaun Returns. Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM DÝNUM OG SVAMPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.