Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 6
6 1. júní 2018fréttir Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir GDPR? Skoðaðu málið á Dattacalabs.com Unga fólkið tók sig saman og úr varð annar stærsti flokkur sveitarfélagsins n Helga Dís er oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík n Fengu 19% í nýafstöðnum kosningum H elga Dís Jakobsdóttir og fé- lagar hennar í Rödd unga fólksins voru ótvíræðir sig- urvegarar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík. Framboðið, sem var stofnað til fyrir þessar kosningar, fékk 19,2% fylgi og varð næst- stærsti flokkurinn í bænum. Að- eins fjórtán atkvæðum munaði að flokkurinn næði inn tveim- ur bæjarfulltrúum. Helga Dís, 27 ára viðskiptafræðingur, verður því eini fulltrúi flokksins á kjör- tímabilinu. DV náði af henni tali í miðjum þreifingum um myndun meirihluta í bænum. „Það voru ekki gerðar neinar kannanir hérna þannig að við vor- um alveg blind á hvað við værum með mikinn stuðning. Við vissum að við værum með mikinn með- byr, en maður veit aldrei hvað fólk kýs svo á endanum,“ segir Helga Dís í samtali við DV. Hún er upp- alin Grindvíkingur en fór til Akur- eyrar í menntaskóla áður en hún fór í Háskóla Íslands. Samhliða kosningabaráttunni var hún skrifa meistararitgerð í þjónustustjórn- un. Helga hefur alltaf unnið sam- hliða námi, áður starfaði hún hjá Bláa lóninu en í haust hóf hún störf hjá fyrirtæki í Grindavík sem heitir Hjá Höllu þar sem hún sér um bókhald og ýmis önnur störf. Þarf að breyta, til að gera bæinn aðlaðandi „Ég, eins og svo margir aðrir, var að hugsa hvort ég ætti að flytja aftur í bæinn. Rótin að framboð- inu var þegar við í vinahópn- um vorum að tala um kostina og gallana við að búa í Grindavík. Við erum öll með mismunandi skoðun á landsmálunum en við vissum alveg hvað þarf að gera í bæjarmálunum.“ Þau fengu til sín styrki og unnu mikið í sjálfboða- vinnu. „Ungt fólk hefur skoðanir á málunum en það bara dettur út þegar byrjað er að tala á þennan gamla máta um pólitík. Við tókum eftir því þegar við héldum ung- mennafund og útskýrðum hvern- ig stjórnsýslan í sveitarfélaginu gekk fyrir sig. Það var enginn sem vildi spyrja spurninga en þegar við dreifðum okkur á borðin í saln- um þá komu spurningarnar. Þau vildu ekki spyrja því þau héldu að þau kæmu með heimskulegar spurningar. Í undirbúnings- vinnunni fyrir til dæmis ung- mennafundinn kom í ljós að það voru sumir sem vita ekki hvað útsvar er, þegar unga fólkið fattar hvað þetta er mikilvægt og að það geti haft raunveruleg áhrif þá kemur áhuginn.“ Hvað þarf að gera í bænum að ykkar mati? „Það þarf að koma á hringrás í húsnæðismálun- um. Það þarf að byggja litlar íbúðir. Ég bý enn heima hjá foreldrum mínum því það er skortur á litlum íbúðum og erfitt að finna sína fyrstu íbúð. Svo þarf að byggja hús- næði fyrir eldra fólk. Dag- vistunarmálin eru svo líka stór hluti, á listanum okk- ar er ein sem er heima með eins og hálfs árs gamalt barn sem kemst ekki að hjá dagforeldri eða á leik- skóla. Þessu þarf að breyta til að gera búsetu hér að- laðandi. Svo er það gagnsæið, við viljum opna bók- hald bæjarins og gera stjórn- sýslu bæjarins þjónustu- miðaða,“ segir Helga Dís og bæt- ir við: „Það er ekki þannig að við höld- um að það sé verið að fela eitthvað, það á bara ekki að þurfa að vera mikið mál að fá upplýsingar sem eiga hvort eð er að vera aðgengi- legar á vef bæjarins. Okkar kynslóð tekur ekki við svarinu „þetta hefur bara alltaf verið gert svona“ eða „svona hefur þetta bara alltaf verið“, við spyrjum „af hverju hefur þetta alltaf verið gert svona og er þetta besta leiðin?““ Fundu að þau rugguðu bátnum Mættu þið miklu mótlæti? „Við skulum orða þetta svona, við fundum fyrir því að við værum að rugga bátnum hjá rótgrónum framboðum í bænum. Á heildina litið voru viðbrögðin mjög já- kvæð.“ Hvernig var svo kjördagurinn hjá ykkur? „Eins og ég sagði þá var þetta alveg blint. Umræðan var orðin þannig að við hlytum að ná inn en það var aldrei fast í hendi. Svo var vont veður á laugardaginn og allir í útskriftarveislum. Það var alls ekki víst að neinn myndi nenna á kjör- stað og atkvæði ungs fólks myndu skila sér, en þau gerðu það á end- anum sem betur fer. Það var rosa- lega gaman þegar fyrstu tölurnar komu um ellefu leytið og sjá að við værum inni. En ég viðurkenni al- veg að það voru vonbrigði að það munaði svo litlu að við næðum inn tveimur. Nú er bara að sanna okkur fyrir þeim kjósendum sem kusu okkur og sýndu okkur traust, með því að koma málefnun- um og okkar sýn í réttan farveg.“ n Helga Dís Jakobsdóttir, nýr bæjarfulltrúi í Grindavík. Ari Brynjólfsson ari@dv.is Helga Dís ásamt öðrum frambjóðendum flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.